Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 7 Vofa gengur ljósum logum gegnumheimsbyggðina, vofa enskumennsk-unnar. Forynja þessi ærir og færirsmátungur af vegi og hrellir Fjallkon- una svo mjög að henni er vart hugað líf. Og tísku- hyskið íslenska klappar vofunni lof í lófa. Ekki liggja allir Íslendingar flatir fyrir draugnum, enn eru til draugabanar á Fróni. Einn þeirra er Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur. Í nýlegri Lesbókargrein „Þýðingarnar eða lífið?“ (1/5) varar hann við þeirri hættu sem íslenskunni og fleiri málum stafar af enskri tungu. Hann seg- ir að skammbyssu sé beint að gagnauga íslensk- unnar og gefur í skyn að vofan spenni gikkinn. Þessu til sönnunar nefnir hann dæmi um ensku- mennsku, þ. á m. slettuflaum, málfeigðartal og of- notkun ensku í viðskiptalífinu. Hann bendir á að enskan sé mjög áberandi í verslunarmiðstöðvum og hefði getað bætt miðbænum við. Til dæmis hefur Bókabúð Máls og Menningar ekki fyrir því að upplýsa um opnunartíma á öðrum tungum en ensku. Skyldu nú enskumælandi menn flykkjast í búðina til að kaupa nýjustu íslensku skáldsög- urnar? Ég verð altént ekki með í flokknum, ég mun ekki versla við þessa búð fyrr en þeir taka að upplýsa um opnunartíma á íslensku. Ég læt held- ur ekki sjá mig á veitingastöðum þar sem mat- seðlar eru eingöngu á ensku. Einfeldningar sem reka þá halda að enskan sem slík geri þá ríka. Þeir ættu að líta á kaffihúsið Gráa köttinn sem alltaf er sneisafullt en þar á bæ eru matseðlarnir bara á íslensku. Samt streyma útlendingarnir þangað. Hvort þeir streyma til Leifsstöðvar skal ósagt látið. Á þeirri stöð er flest á ensku, meira að segja auglýsing frá Landsbankanum. Halda Lands- bankamenn að erlendir ferðamenn opni Lands- bankareikninga unnvörpum fyrir vikið? Eða finnst þeim þeir vera svakakúl og með í sveiflunni ef þeir auglýsa á ensku? Landsbankamenn eru kannski meðal þeirra viðskiptajöfra sem vilja ís- lenskuna feiga. Rúnar Helgi segir réttilega að þessir jöfrar (draugar?) vilji gera hina súperkúlu ensku að þjóðtungu Íslendinga. Ég held að hvatir þeirra séu annarlegar. Þess- ir litlu peningastubbar þrá að vera með í vinn- ingsliðinu enskumælta, sveit fínu ríkisbubbanna í henni Ameríku. Löngun sína til kúlheita göfga þeir svo með tröllatrú (draugatrú?) á efnalegan töframátt enskunnar. Gróði er af ensku, her- kostnaður af íslensku, þylja þeir í kór. En þessir kaupsýslumenn gleyma frumreglu bókhaldsins, þeirri að hyggja beri að útgjöldum jafnt sem tekjum. Margt bendir til þess að kostnaðurinn af málskiptum yrði svo geigvænlegur að þjóðin færi á vergang fyrir vikið. Þýða yrði öll opinber skjöl á ensku og skófla þeim íslensku á sorphaugana. Sama gildir um skjöl einkafyrirtækja, mörg þeirra myndu fara á hvínandi kollinn fyrir bragð- ið. Ennfremur yrði að þýða allar læknaskýrslur og lagabálka á ensku, skipta yrði um heiti á göt- um og bæjum. Til að gera illt verra yrðu flestir Íslendingar að skipta um nöfn því mörg íslensk nöfn eru öldungis óskrifanleg á hina fjárvænu tungu ensku. Eins og nær má geta yrðu slík nafnaskipti þjóðinni mjög kostnaðarsöm, mál- skiptin í heild sinni feiknadýr. Í ofanálag má velta því fyrir sér hvort ekki séu beinar tekjur af því að tala íslensku. Hefðu Ís- lendingar sálgað móðurmálinu fyrir aldarfjórð- ungi þá hefði ættfræðiþekkingin íslenska líklega glatast. Þá hefði Íslensk erfðagreining aldrei séð dagsins ljós en það fyrirtæki hefur malað lands- mönnum gull eins og alkunna er. Því er erfitt að sjá að nokkur herkostnaður sé af því að tala ís- lensku. Þess utan verður ekki séð að það að mæla á enska tungu eitt og sér hljóti að efla hagsæld. Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, bendir á að hagvöxtur sé alls ekki meiri í enskumælandi löndum en annars staðar á hnettinum. Við spek- imál prófessorsins má bæta að Bretar og Írar búa við verri lífskjör en Íslendingar, þótt hagur Íra fari mjög batnandi. Sama verður ekki sagt um Nýsjálendinga. Efnahagslíf þeirra er í alvar- legri kreppu þótt enskumælandi séu og markaðs- væddari en fjandinn. Ekki hefur enskan heldur gert íbúa Jamaíku, Líberíu og Belize feita. Þessi lönd eru blásnauð og enskumælandi eins og fjöldi ríkja um víða veröld. Í fátækasta landi heimsins, Sierra Leone, er enskan stjórnsýnslumál og sama gildir um hin örsnauðu Sri Lanka og Kenía. Á Indlandi er enska m.a. réttarmál en ekki fitna götubörnin í Kalkútta á því. Nú kann einhver að malda í móinn og segja að hvað sem tauti og rauli muni enskan hægt og bít- andi verða ríkjandi mál hér á landi. Ekki þurfi að leggja íslenskuna niður með skipulegu átaki, hún muni smám saman verða vofunni að bráð. En þeir sem þessu trúa gefa sér að enskan muni halda stöðu sinni sem heimsmál. Hvað nú ef spænskan heldur áfram að sækja á vestan hafs? Svo mjög eykst vegur hennar að Bandaríkin gætu orðið að mestu spænskumælandi innan hundrað ára. Væri ekki ráð fyrir „íslensku“ mál- feigðarsinnana að skella sér á spænskunám- skeið? Hvað með japönskunámskeið? Nú er svo komið að fleiri stúdentar við H.Í. læra japönsku en önnur mál. Ástæðan er sú að japanski mark- aðurinn er Íslendingum afar mikilvægur. Og áð- ur en varði verður lífsnauðsyn fyrir kaupsýslu- menn að kunna hrafl í kínversku. Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs sagði í nýlegri grein í Morgunblaðinu að þess væri skammt að bíða að Kína yrði mesta efnahagsstórveldi heims- ins. Gangi þetta eftir er líklegt að kínverskan taki við af enskunni sem helsta viðskiptamálið. Fræði- menn spá að innan fárra ára verði kínverskan að- almálið á Netinu, svo ört fjölgar nettengingum Kínverja. Nær má geta að stolt þjóð eins og Kín- verjar mun ekki sætta sig við annað en að kín- versku verði skipað í öndvegi. Hver veit, kannski munu barnabörn enskusnobbhænsnanna hafa kínversku að móðurmáli. Ég bið ekki tískuhyskið og peningaplebbana að skilja boðskap minn, það getur það ekki. Þessu fólki er mest í mun að tolla í tískunni, fá allt hið nýjasta strax í gær. Enskan er þeim sjálft strax- ígærmálið, það kúlasta af öllu sem kúl er. En hversu erfitt sem þetta fólk á með að skilja rök þá skilur það altént mál peninganna. Eina leiðin til að koma vitinu fyrir það er að knésetja fyrirtæki þess með sniðgengi. Málhollum mönnum ber að taka höndum saman og skipuleggja sniðgengi við þessar fyrirtækisnefnur. Um leið ber að verð- launa fyrirtæki sem standa íslenskunnar megin. Nota má Netið til þess arna, menn geta skipst á upplýsingum um fyrirtæki sem ber að sniðganga. Stofna verður félag málbjörgunarsinna og gæti það hafið starfsemi sína á Netinu. Meðal verk- efna félagsins yrði að beita stjórnmálamenn þrýstingi, fá þá til að setja í lög að íslenska verði þjóðtunga landsins. Unnendur íslenskrar tungu verða að gerast draugabanar, kveða draug enskumennskunnar niður í eitt skipti fyrir öll. VOFAN OG HÆTTAN E F T I R S T E FÁ N S N Æ VA R R Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer.                                  !  "     #          !   $         %&&  '  !  "   " !  (  )         "  & %&&        &&!  " !  "    * + ,! $ &   %&&        )  $      " ! )         !   + *#- "   -  .        "  !  "          (    /      0    "       $     !  ! (! ! 1   (  (  ,    2 " ! !   %"      $   , & )         %" "        3 !  4 5   4           ,   &    "       ,   &         &  6       $.  ,     %  4    /  "       ,     (  (  %)   7   708 9/ :  :  ; <  !     = $ 7 (             6       "  %)   (  %"   "      %      7 (  "        - !     %  "   4(  "  4%)   = $   7 (  $                                            (        $    68*- %) %) $     $    " %&        %   ! %  &  !  2 & %)  /     # &  % %)  /    %)   #   ()   *#- "    .     !  (     >"        ) $   $  ?  $   #:6-&)"  !   $     !  "  %)     (  -  (                        @ :            %  4    ,       $ ! "4    = &      7 (    %     ( !   (   !   A &&.   %  7 (           !  " !#   $% %   & ' ( !# )  $%%   ***+    B?B  C4C ;:D0EF0 ?EAD D G !   99H   G !   CIJ@ AK: B?B 9 D G !   1L99   G !   9HCI@  !"!# $%%$& '(("&"(!"&%" )(*   +   , -   .-   /  !"!# " 0($)$%   / B?B C ;DE6? D*E#EBA D G !   LHC   G !   CJM1@ B?B H ;:D0EF0 ?EAD D G !   1C   G !   JHLJ@ B?B H C4C ;:D0EF0 ?EAD D G !   CJJ   G !   HMH1@   !      (    !     >"    % !$   ! %       (             , !            $          (   #   ( ! H9 & )    )) N    %" O      ,           . / ! "    "        & )   %)   3 -#4           ,     &   !    "   $    (    - .        >    ("  ?  4 "!  # $ %  &'()        & )   %&&       &   6 D4&      (    708 9 :  :     "   %   P %)     8 #   /   # ! ? $    / ; <  ! / ?4 :1/ 0 0?/ Q&  $   B  $  0 (  ; %  $    D     . (     "    = $   $   

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.