Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 §1 Leyst þraut og óleystar Flugurnar snerta þrjár þrautir sem leiða í ljós að þjóðareignir og skyld fyrirbæri eru eng- in lömb að leika sér við.1 Fyrsta þrautin hefur verið leyst með glæsibrag, hinar eru óleystar. Leysta þrautin held ég sé lærdómsrík. Óleystu þrautirnar eru stórar, óljósar, umdeilanlegar og ögrandi. Leysta þrautin er handritamálið. §2 Handritamálið Danska stjórnin afréð að leysa handritamálið með því að skipta íslenzkum handritum í dönskum söfnum milli þjóðanna. Í Danmörku var römm andstaða við lausnina. Í ársskýrslu Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn 1997 er ágrip af sögu málsins, samið af Erland Kolding Nielsen konungsbókaverði.2 Stjórnin fékk fremsta lögfræðing Dana til að semja frumvarp um skiptinguna. Þriðjungur þingmanna taldi frumvarpið brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrár með því að meginhluti handritanna var, eftir erfðaská Árna Magnússonar, í eigu Árnastofnunar, og hún var sjálfseignarstofnun innan Hafnarhá- skóla. Þessi þriðjungur dugði til þess, eftir dönsku stjórnarskránni, að afgreiðslu frum- varpsins var frestað fram yfir næstu kosningar, frá 1961 til 1965. Þegar frumvarpið var loksins orðið að lögum tóku við málaferli, og dómur féll í Hæstarétti Dana 1967 á þá leið að lögin stæð- ust stjórnarskrána. Kolding Nielsen segir um lögin að þau hafi „að margvíslegu leyti verið Kólumbusaregg“ án þess að fara nánar út í þá sálma. Lögfræðingurinn sem lét eggin standa upp á endann var Alf Ross, prófessor í Hafnarhá- skóla. Það er því ástæða til að minnast hans á Íslandi. Svo má hann heita heimskunnur, einn örfárra norrænna lögfræðinga, og einkum fyrir réttarheimspeki sína. Hann var baráttumaður fyrir stjórnarskrárbótum í Danmörku. Hann samdi merkilegar bækur um þjóðarétt. Her- námsárunum varði hann meðal annars til að skrifa stóra bók handa almenningi til varnar lýðræðinu, Hvorfor demokrati? (Hvers vegna lýðræði?).3 Sú bók er höfuðrit. Eitt atriði í afhendingarlögunum var af- brigðilegt eignarréttarhugtak: menningareign (kultureje). Vænn hluti handritanna var talinn vera íslenzk menningareign. Bláhugmyndina um menningareign gat Ross sótt í alþjóðasátt- mála um meðferð slíkra eigna í stríði.4 En hjá honum fylgdi hugmyndinni tilkall til umráða sem vega mætti á móti tilkalli reistu á venjuleg- um eignarrétti. Jafnframt gætti hann þess að lögin styddust ekki við neinar forsendur úr þjóðarétti. Þau voru danskt innanríkismál, sambærilegt við ráðstafanir sem Danir þurftu að gera þegar þeir misstu Noreg 1814 og her- togadæmin 1864. Þar með mátti ekki nota þau til að styðja aðrar útlendar kröfur á hendur Dönum um gripi í Danmörku, né kröfur Dana um gripi í öðrum löndum. Kolding Nielsen seg- ir að um þjóðréttarhliðina á málinu séu til mikil fræði. Ég hef ekki haft tóm til að kynna mér þau. Þjóðréttarhliðin snertir kröfur Grikkja um myndirnar úr Meyjarhofi í British Museum, kenndar við Elgin lávarð, og mýmargar kröfur aðrar um víða veröld. En kjarni málsins er óbrotinn á mæltu máli, segir Kolding Nielsen: handritin voru gjöf Dana til Íslendinga. Svo vill til að lengi vel höfðu Íslendingar ekki mátt heyra það nefnt að handritamálið yrði leyst með því að Danir gæfu Íslendingum handrit. „Ég læt ekki gefa mér það sem ég á,“ er haft eftir íslenzkum alþing- smanni. Kannski var eitt Kólumbusareggið að fá Íslendinga ofan af þessari afstöðu. Hugtakið menningareign er bersýnilega skylt þjóðareignarhugtakinu. Ekki bara vegna þess að bæði hugtökin varða afbrigðilegan eignarrétt sem getur þó stangazt á við venju- legan eignarrétt. Sambandið er nánara. Eig- andinn að menningareign virðist hljóta að vera þjóð. En þá er eftir að vita hvert inntakið er í menningareign og þjóðareign. Hvernig á að skilgreina hugtökin? Hvaða reglur eiga að gilda um umráðin yfir menningareignum og þjóðar- eignum? Eða arð af þeim ef einhver er? Ef við byggjum til almennan þjóðareignarrétt mundi hann einkum snúast um slíkar reglur. Fleira skiptir máli um handritin. Hugtakið menningareign var búið til í því skyni að leysa vanda í samskiptum tveggja þjóða, sem og inn- anríkisvanda í Danmörku. Hitt skiptir líka miklu að lausnin skyldi standast öll próf, bæði á þjóðþingi og fyrir dómstólum. Hyggjum nú að óleystu þrautunum. §3 Erfðamengi og einkaleyfi Bill Clinton og Tony Blair gerðu heyrinkunn- ugt 26ta júní árið 2000 að erfðamengi mannsins hefði verið raðgreint í öllum höfuðatriðum. Tvær stofnanir höfðu unnið að því árum saman: National Institutes of Health í Bandaríkjunum sem er ríkisstofnun og The Wellcome Trust á Bretlandi sem er sjálfseignarstofnun. Einka- fyrirtækið Celera kom einnig mjög við sögu á síðasta sprettinum.5 Þremur mánuðum áður, 14da marz, höfðu þeir Bill Clinton og Tony Blair látið sameig- inlega yfirlýsingu frá sér fara.6 Hún gekk út á aðgang að þeim fróðleik sem aflað hafði verið um 60.000, eins og þá var talið, erfðavísa í mannslíkamanum. Hann ætti að vera öllum heimill endurgjaldslaust. Þetta orðaði forstjóri Wellcome Trust svo í New York Times, þó að forustumennirnir tveir létu það vera, að erfða- mengi mannsins væri að sjálfsögðu sameign mannkynsins, og þess vegna kæmi ekki til álita að einhver fyrirtæki gætu eignað sér væna hluta af menginu með einkaleyfum og gert sér að féþúfu. Hér höfum við aftur skylt hugtak þjóðareign- arhugtakinu: ekki menningareign heldur mannkynseign. Og okkur vantar reglur um réttinn sem um er að ræða. Mannkynseign- arhugtakið kviknar hér, eins og menningar- eignarhugtakið í Danmörku, í viðureign við að- kallandi vanda. Nema hvað sá vandi er fyrst og fremst einkaleyfaréttur líftæknifyrirtækja. Hann er umfangsmikill á síðustu árum, og afar umdeildur.7 Lítum á svipmynd af vandanum.8 Fyrirtækið Myriad Genetics hefur amerískt einkaleyfi á erfðavísi tengdum krabbameini í brjósti. Hann heitir BRCA2. Fyrirtækið innheimtir gjald í hvert skipti sem erfðavísirinn er notaður, til dæmis til læknisskoðunar á einstökum sjúk- lingum. Heilbrigðisyfirvöld í Ottawa vöktu at- hygli á því árið 2001 að slík rannsókn á sjúk- lingi þyrfti ekki að kosta nema $800. Vegna einkaleyfisins kostar hún $3.950 á hvern sjúk- ling. Út af þessu geisa málaferli í Kanada. Við þetta bætist að erfðavísirinn er engin uppgötv- un Myriad Genetics. Hann var uppgötvaður ár- ið 1995 í Háskólanum í Cambridge á Englandi, á vegum Institute for Cancer Research sem er góðgerðafélag, af vísindamönnum sem eru ein- dregnir andstæðingar einkaleyfa á erfðavísum. Allt um það tókst Myriadmönnum að næla sér í amerískt einkaleyfi fyrir fimleik lögfræðinga sinna. Institute of Cancer Research varði þá 100.000 pundum til að tryggja sér evrópskt einkaleyfi, og veitir síðan líffræðingum og læknum ókeypis aðgang að vísinum hér í álfu. Vorið 2004 hefur þýzka þingið í Berlín hug- leitt að setja ný lög um frjálsan aðgang að erfðavísum. Um sömu mundir fjallar Evrópu- dómstóllinn um uppreisn margra ríkja – þar á meðal Þýzkalands og hinna fimm af upphaf- legum stofnríkjum Evrópusambandsins, auk Austurríkis og Svíþjóðar – gegn tilskipun sam- bandsins um einkaleyfi í líftækniiðnaði sem út var látin ganga 1998. Sjá má að það logar allt í ágreiningi um einkaleyfin og lífið. Við könnumst við deilurnar um erfðabreytt matvæli. Blöð skrifa mest um áhrif erfða- breyttra jurta á umhverfi sitt, enda eru vist- fræði og náttúruvernd mörgum hugstæð á okk- ar tímum sem betur fer. Nú í vor mátti lesa í heimsblöðunum um stórhneyksli í ræktun erfðabreyttra sojabauna í Argentínu. Auðvitað sýnist sitt hverjum um hneykslið það. En það gleymist gjarnan í atinu út af umhverfisáhrif- unum að vandinn um erfðabreytt matvæli er lagalegur og efnahagslegur ekki síður en vist- fræðilegur. Á erfðabreyttum jurtum eru einka- leyfi. Einkaleyfaréttur er eitt af heldri valda- tækjum alls iðnaðar í heiminum.9 Yfirlýsing Blairs og Clintons breytti litlu um einkaleyfarétt. Sumir erfðavísar voru þegar orðnir leyfisbundnir (í tuttugu ár). Þeir bræður virtust beygja sig fyrir því, svo að eftir stóð áskorun til fyrirtækja að fara nú hægt og sið- samlega að öllu ráði sínu. Þetta var það sem stjórnmálamenn kalla „að senda skilaboð út í samfélagið“ á síðustu tímum. Þess má geta að Hvíta húsið lak því út að morgni dags 14da marz 2000 að forsetinn hygðist banna einka- leyfi á erfðavísum. Vefarar hússins máttu éta þetta ofan í sig áður en þrír klukkutímar voru liðnir. Samt hröpuðu hlutabréf líftæknifyrir- tækja í verði um stundarsakir.10 Á frétta- mannafundi 5ta apríl baðst Clinton forláts á verðhruninu. Hann sagði að þeir félagar hefðu valdið því alveg óvart.11 Dæmið af erfðamenginu er hliðstæða við eig- inlegar þjóðareignir. Eða menningareignir. Það er til dæmis frábrugðið þeim að því leyti að vandinn sem sameign mannkynsins á erfða- menginu er viðbragð við snertir sér í lagi einka- leyfi sem falla undir höfundarétt. En hvað sem því líður kallar hugsanleg sameign mannkyns- ins á erfðamenginu, eins og þjóðareignir og menningareignir, eftir nánari greinargerð. Hún vekur líka spurningar um hvað annað en erfðamengið kæmi til álita sem sameignir mannkynsins.12 Og síðan spurningar um regl- urnar um réttindi og skyldur sem af því mundu leiða að til dæmis lofthjúpur jarðar teldist til mannkynseigna. §4 Blóm á Madagaskar Þriðju fluguna fæ ég úr snjallri ritgerð eftir Valdimar Hafstein þjóðfræðing.13 Þar segir meðal margs annars frá blómi á Madagaskar (catharanthus roseus). Heimamenn höfðu lengi haft þetta blóm til lækninga, og grasalæknar úr þeirra hópi höfðu vísað vestrænum lyfjafræð- ingum, frá Eli Lilly Pharmaceuticals, á jurtina og áhrif hennar upp úr 1950. Nú kom í ljós að lyfjafyrirtækið gat unnið úr jurtinni tvö máttug lyf (vinblastín og vincristín) sem dugðu á ýmis krabbamein, svo sem Hodgkinsveiki og hvít- blæði í börnum. Batavonir barna með hvítblæði sem tóku annað lyfið (vincristín) jukust úr 20% í 90%. Á síðasta áratug seldi Eli Lilly þessi lyf fyrir 100 miljónir dollara á ári. Bæði blómið og frumþekkingin á eiginleikum þess er fengið frá Madagaskar. En íbúar Madagaskar njóta þess ekki. Og þeir hafa ekki efni á að kaupa lyfin sem gerð eru úr blóminu. Einkaleyfalöggjöfin í heimin- um kemur í veg fyrir það. Við þetta bætist að nýfætt barn á Madagaskar á minni von til þess að lifa fram á sjötta ár en barn með hvítblæði á Vesturlöndum á til þess að fá bata. §5 Þjóðareignarréttur Eigum við þá að búa til nýjan þjóðareign- arrétt, kannski handa íbúum Madagaskar yfir blómum á eynni, eða menningareignarrétt, til dæmis handa íbúum Madagaskar yfir fræðum grasalækna sinna? Eða getum við brugðizt við því hróplega ranglæti sem þarna blasir við með einhverjum snjallari hætti? Það veit ég ekki. Sennilega er bezt að þjóðareignarréttur eða mannkynseignarréttur verði til smám saman, í vandaðri viðureign við afmörkuð vandamál. Eins og hjá Dönum í handritamálinu. Höfunda- réttur og einkaleyfaréttur urðu til smám saman á löngum tíma. Við erum enn að búa hann til. Og vonandi höfum við kjark til að endurskoða sum frumatriði þessa réttar ef þörf er á. Valdi- mar Hafstein heldur að slíka endurskoðun þurfi til ef við viljum reyna að ráða við vanda eins og þann um blómið á Madagaskar. Svo þarf að vanda til verka eins og Alf Ross gerði. Þar er hin alþjóðlega mannréttindalög- gjöf síðustu hálfa öld víti til að varast. Hún er hálfdauður bókstafur víðast um veröldina. Það er vegna þess hve illa hefur verið að henni stað- ið frá upphafi og enn í dag. Jafnvel alþjóðarétt- urinn um stríð og frið, sem er meira en fjögurra alda gamall í Evrópu, er sem reykur í vindi þessa dagana í Írak. Neðanmálsgreinar: 1 Greinin er byggð á erindi á málstofu Framtíðarhóps Samfylkingarinnar í Norræna húsinu miðvikudaginn 12ta maí kl. 16.30. Ég þakka Hjördísi Hákonardóttur dómstjóra, Skúla Sigurðssyni vísindasagnfræðingi og Valdimar Haf- stein þjóðfræðingi fyrir aðstoð og ábendingar. 2 Erland Kolding Nielsen: „Fokus: Afslutningen på den dansk-islandske håndskriftsudlevering“ í Årsberetning for Det kongelige bibliotek 1997. Sbr. Þorstein Gylfason: „Fiskur, eignir og ranglæti“ í Réttlæti og ranglæti, Heims- kringla, Reykjavík 1998, einkum 116–117. 3 Alf Ross: Hvorfor demokrati? Munksgaard, Kaup- mannahöfn 1946. 4 Convention for the Protection of Cultural Property in the Event of Armed Conflict, samþykkt í Haag 14da maí 1954. Gekk í gildi 7da ágúst 1956. Valdimar Hafstein benti mér á þennan sáttmála. – Fólk getur flett upp orðinu „kult- ureje“ í Google á Netinu og fengið ýmsar tilvísanir sem varða flestar handritamálið. 5 Kevin Davies: Cracking the Genome: Inside the Race to Unlock Human DNA, The Free Press, New York, London o.v. 2001. Ég þakka Skúla Sigurðssyni vísindasagnfræðingi fyrir að vísa mér á þessa bók og skrif í Nature sem nefnd eru í næstu tilvísun. 6 New York Times lagði alla forsíðu sína undir yfirlýs- inguna og útleggingar á henni 15da marz 2000. Nature 404, 23ðja marz 2000, 324–325, 405, 22an júní 2000, 875 og 29da júní 2000, 983–985. Sjá síðan samfellda frásögn hjá Kevin Davies: Cracking the Genome: Inside the Race to Unlock Human DNA, 205–207. 7 Sbr. Hjörleif Finnsson: „Af nýju lífvaldi: Líftækni, ný- frjálshyggja og lífsiðfræði“ í Hug 15, 2003, einkum 180–182. 8 Hér haft eftir „Patently absurd“ í Private Eye 1105, 30sta apríl–13da maí 2004, 26. 9 George Monbiot: „Starved of the truth“ í The Guardian 9da marz 2004. Greinin kann að vera viðbragð við Dick Taverne: „How science can save the world’s poor“ í The Guardian 3ðja marz 2004. 10 Ricki Lewis: „Clinton, Blair Stoke Debate on Gene Data“ í The Scientist 14[7]: 1sta apríl 2000. 11 Kevin Davies: Cracking the Genome: Inside the Race to Unlock Human DNA, 209. 12 Samkvæmt 11tu grein svonefnds tunglsáttmála (Agreement Governing the Activities of States on the Moon and Other Celestial Bodies) er tunglið sameign mannkyns- ins („the common heritage of mankind“). 13 Valdimar Tr. Hafstein: „The Politics of Origins: Collective Creation Revisited“. Væntanleg í Journal of Am- erican Folklore 117 (2004) #465, 300–315. Valdimar leyfði mér að lesa greinina í handriti. Höfundur er prófessor í heimspeki. ÞRJÁR FLUGUR UM ÞJÓÐAREIGNIR E F T I R Þ O R S T E I N G Y L FA S O N „Sennilega er bezt að þjóðareignarréttur eða mannkynseignarréttur verði til smám saman, í vandaðri viðureign við afmörkuð vandamál. Eins og hjá Dönum í handritamálinu. Höfundaréttur og einkaleyfaréttur urðu til smám saman á löngum tíma. Við erum enn að búa hann til. Og vonandi höfum við kjark til að endurskoða sum frum- atriði þessa réttar ef þörf er á,“ segir í þessari grein. Catharanthus roseus er blóm á Madagaskar sem heimamenn höfðu lengi haft til lækninga. Grasalæknar úr þeirra hópi vísuðu vestrænum lyfjafræðingum, frá Eli Lilly Pharmaceuticals, á jurtina. Eli Lilly græðir nú fúlgur fjár á henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.