Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Qupperneq 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 ASTRUP Fearnley-nútíma- listasafnið í Osló opnar í dag sumarsýningu sína á nýjum verkum. Sýningin hefur hlotið heitið Everything is connected, he, he, he eða Allir hlutir eru tengdir, ha, ha, ha eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. En heitið er ætlað sem kald- hæðnisleg tilvísun í það hve fátt virðist tengja verkin frá sjón- rænu tilliti. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Rirkrit Tiravanija, Cai Guo- Qiang og Jason Rhoades og Matthew Barney, auk þess sem hin vinsæla innsetning Janet Cardiff & George Bures Millers Paradise Institute verður einnig til sýnis. Auk innsetningarinnar setja þá ljósmyndir, skúlptúrar og málverk svip sinn á sýn- inguna. Sýningin stendur til 15. ágúst nk. Hjarta konungs HJARTA Lúðvíks XVIII er hér til sýnis fyrir almenning í út- skornu gler- íláti í kirkj- unni Saint Germain l’Auxerrois í París í viku- byrjun, en Lúðvík lést í júní 1795. Hann var sonur Lúð- víks XVI og hinnar margfrægu Marie-Antoinette og sl. þriðju- dag var hjarta hans flutt yfir í Saint Denis-dómkirkjuna í ná- grenni Parísar. Von Trier dregur sig út úr Niflungahring DANSKI leikstjórinn Lars von Trier tilkynnti í vikunni að hann hefði hætt við þátttöku í upp- færslu á Niflungahring Richards Wagners á Bayreuth-hátíðinni 2006. Að sögn Guardian við- urkenndi von Trier að hann væri einfaldlega ekki rétti mað- urinn í verkið. Í yfirlýsingu sem stjórnendur hátíðarinnar sendu frá sér segir að von Trier væri sannfærður um að „Niflunga- hringurinn væri ofar hans getu og þar af leiðandi gæti hann ekki skilað af sér verki í sam- ræmi við eigin metnað og háa staðla sína eða hina sérstöku staðla Bayreuth-hátíðarinnar. Þó að langt sé í hátíðina var undirbúningur fyrir þessa 15 tíma tónlistarútgáfu Nifl- ungahringsins engu að síður töluvert á veg kominn. Stjórn- endur Bayreuth-hátíðarinnar hafa þá sagst líta uppsögnina al- varlegum augum, eftir tveggja ára vel heppnaða undirbúnings- vinnu von Triers, en segjast engu að síður hafa fullan skiln- ing á ákvörðuninni sem talin er alvarlegt áfall fyrir hátíðarund- irbúninginn. Allir hlutir eru tengdir ERLENT Lars von Trier HULDA Hákon hefur um árabil verið nokkuð ein á báti í íslenskri myndlist en hún hefur um langt skeið gert lágmyndir spunnar upp úr ís- lenskum veruleika og þjóðsögum. Huldu hefur tekist að vinna með íslenskt umhverfi og sagna- hefð á máta sem stendur henni nærri og það er ekki síst þessi heiðarleiki og einlægni sem fylgir verkum hennar sem ávallt gæðir þau lífi. Verk Huldu eru í anda alþýðulistar en tilheyra henni ekki, hér er menntuð listakona á ferð sem nýtir sér tungumál og stílbrögð alþýðulistar til þess að skapa eigin stíl. Hulda var búsett í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og mér finnst ég greina í mynd- um hennar að hún sæki til alþýðulistamanna, til dæmis af suður-amerískum uppruna, sem gjarnan nota einfalda texta með myndum sínum, nokkuð sem fleiri listamenn hafa gert eins og t.d. listakon- an Frida Kahlo. Amerískt raunsæi áttunda og ní- unda áratugar síðustu aldar kemur einnig upp í hugann, verk manna eins og Johns Ahearn og Rigobertos Torres, en þeir flokkast báðir undir það sem kallað er „community artists“. Þá er átt við að viðfangsefni þeirra, og e.t.v. þeir sjálfir, til- heyri minnihlutahópi í samfélaginu, í þessu tilfelli svörtum. Þessir tveir tóku gifsmót af raunveru- legu fólki við gerð verka sinna en aðrir sem unnu verk í raunsæjum stíl voru til dæmis Duane Han- son, en eitt verka hans, Húsmóðir, má nú sjá á sýn- ingu á bandarískri samtímalist í Listasafni Ís- lands. Hanson vann verk sín ekki eftir ákveðnum fyrirmyndum heldur út frá tilfinningu, skapaði ákveðna ímynd. Hulda Hákon hefur heldur ekki fyrr en nú unnið verk sín eftir raunverulegum fyr- irmyndum og brýtur þessi sýning að því leyti blað í hennar ferli. Þetta er tvímælalaust árangursríkt skref fyrir Huldu og nokkuð sem hentar henni afar vel. Það virkar á mig eins og viss frelsun fyrir lista- konuna að stíga þetta skref til fullkomins raunsæ- is, ef svo má segja, og endurspegla sitt nánasta umhverfi. Verk hennar verða ennþá sterkari fyrir vikið en missa ekkert af töfrum sínum og kímni. Hulda er hér aldeilis komin á rétta hillu, þessi sýn- ing hennar er bæði heilsteypt og fjölbreytt og tek- ur persónulega afstöðu til samfélagsins auk þess að vera stórskemmtileg. 101 gallery er síðan kær- komin viðbót við sýningarsali miðbæjarins; nú eru þó nokkrir salir saman komnir á litlu svæði í bæn- um; Safn, Kling&Bang, i8, Skuggi og 101 gallery, allir á litlum bletti. Þetta er kannski bara allt að koma hjá okkur. Alræðisvald þemans Eitt vinsælasta ágreiningsefni innan myndlist- arheimsins síðustu áratugi hefur verið þemasýn- ingar, hlutverk sýningarstjóra við gerð þeirra og viðbrögð listamanna við sýningum af þessum toga. Þá er helst átt við risasýningar þar sem þemað er til dæmis mannslíkaminn, náttúran, eða eins og á síðasta Feneyjatvíæringi, vald áhorfandans. Deilt hefur verið á vald sýningarstjórans og á lítilþægni listamanna sem framleiða verk eftir pöntun sem fellur að þemanu. Sýningarstjórarnir eru þá eig- inlega komnir í hlutverk listamannsins, það eru þeir sem að miklu leyti skapa sýninguna með vali sínu, fyrst og fremst á ákveðnu þema og síðan á listamönnum sem þeim finnst falla vel að því. Það segir sig svo sjálft að sýningar af þessum toga eru eins misjafnar og þær eru margar, en stundum endurspeglar ákveðið þema tíðarandann og verð- ur til þess að sýningin á brýnt erindi við samtím- ann. Rautt, hvítt og blátt Samsýning sjö listakvenna sem nú stendur yfir í Mosfellsbæ er þemasýning, og viðfangsefni henn- ar er 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Það er Ólöf Oddgeirsdóttir myndlistarkona sem vígir nýja vinnustofu sína sem einnig er sýningarsalur og mun að öllum líkindum verða notaður sem slík- ur öðru hvoru í framtíðinni þótt þarna sé fyrst og fremst um vinnustofu að ræða. Þema sýningarinn- ar nú er að öllum líkindum ákveðið af hópnum í sameiningu, hér er ekki sýningarstjóri á ferð sem sveigir verk listamannanna að sinni sýn. Ég geri líka ráð fyrir að þemað hafi verið ákveðið fyrir all- nokkru en hugmyndir um lýðveldið Ísland eiga þó sérstaklega brýnt erindi við alla landsmenn núna í ljósi atburða síðustu daga og vikna. Eins og gjarn- an gerist á sýningum sem taka fyrir ákveðið þema eru verkin missterk. Nálgun þeirra við þemað er tvískipt; annars vegar er um að ræða verk sem fjalla um hugtakið Lýðveldið Ísland, hins vegar verk sem unnin eru í tengslum við nátt- úru landsins. Að vissu marki má þó segja að þetta tvennt tengist órjúf- anlegum böndum. Innsetning og málverk Kristínar Geirsdóttur, eins konar myndlýsing af íslenska fánanum, er ekki eins áhrifarík og önnur verk sem ég hef séð af hennar hálfu. Notkun Krist- ínar á fánalitunum tengist þó auð- vitað hugtakinu lýðveldi og er við- leitni til að koma ákveðinni skoðun eða spurningu á framfæri – hvað er það sem sameinar þjóðina í raun og veru? Ljósmyndir Önnu Jóu af Austurvelli og Þingvöllum bjóða upp á hugleiðingar um helgistaði og sameiningartákn og sama má segja um myndir úr híbýlum Vestur-Ís- lendinga í Manitoba, samvinnuverk- efni þeirra Önnu Jóu og Ólafar Odd- geirsdóttur. Ólöf veltir síðan fyrir sér framtíðarsýn ungra Íslendinga í myndbandsverki sem sýnir ung- linga í Mosfellsbæ ræða framtíðar- drauma sína. Þetta verk hefði held ég notið góðs af frekari útfærslu og hnitmiðaðri nálgun. Plexiglerplötur Kristínar Jónsdóttur frá Munka- þverá eru sama marki brenndar, þetta er einfalt verk þar sem út- gangspunkturinn er ágætur en verkið skilur ekki ýkja mikið eftir sig. Hin nýja náttúra Náttúra landsins er umfjöllunar- efni Bryndísar Jónsdóttur, en gler- steypur hennar minna á hálfbráðn- aða ísjaka. Þær njóta sín vel í rennandi vatni en eru líka fallegar einar og sér. Guðbjörg Lind sýnir málverk og litlar höggmyndir sem vísa bæði til náttúrunnar og þema sýningarinnar, innsetning hennar er vandlega unnin og gengur vel upp, hún endurpeglar draumkennda fegurð náttúrunnar en hlutgerir líka landið okkar eins og söluvöru. Það er síðan innsetning, eða fengur, Hlífar Ásgrímsdótt- ur sem er sterkasta verk þessarar sýningar þar sem hún sýnir veiðiferðir sínar og feng, plastdræs- ur og ljósmyndir af plasti í náttúrunni umhverfis Álafosskvosina. Plastmagnið er með óíkindum en Hlíf nálgast það ekki aðeins með einfaldri van- þóknun heldur skoðar það sem fyrirbæri, hluta af umhverfi okkar í dag, sýnir fram á ákveðna fegurð í lit þess og lögun og því hvernig það verður hluti af umhverfinu. Þessi snjalla innsetning orkar bæði kæfandi á áhorfandann með stærð sinni og um- fangi, en býður líka upp á andrúm og íhugun, nýja sýn á náttúru landsins. Þema sýningarinnar býður upp á ótal spurn- ingar og hugmyndir um Lýðveldið Ísland, hvað það er og hvernig það er samsett, spurningar sem ekki er svarað hér. Ég sakna beinskeyttari nálg- unar við þema sýningarinnar en hér sést en engu að síður er þessi sýning listakvennanna sjö fjöl- breytt í samsetningu og veltir upp margvíslegum hugmyndum um umhverfi okkar og lýðveldið. Hin nýja náttúra MYNDLIST 101 gallery HRAFNINN SVEIF … LÁGMYNDIR, HULDA HÁKON Til 7. júlí. Opið fimmtudaga til laugardaga kl. 14–17. Listasalurinn Þrúðvangur Kvosinni Mosfellsbæ LÝÐVELDIÐ ÍSLAND, SAMSÝNING SJÖ LISTAKVENNA Til 20. júní. Opið alla daga kl. 14–18. Íslenskur veruleiki í 101 gallery. Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Eggert Góður fengur Hlífar Ásgrímsdóttur í Mosfellsbæ, þar sem hún sýnir veiðiferðir sínar og feng, plastdræsur og ljósmyndir af plasti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.