Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.2004, Qupperneq 15
KAFFISTOFU hestaleigunnar
á Indriðastöðum í Skorra-
dal prýða listaverk eftir Ólaf
Th. Ólafsson myndlist-
armann frá Selfossi en
hann opnar sýningu kl. 13
á morgun. Ólafur hefur
haldið nokkrar einkasýn-
ingar og tekið þátt í sam-
sýningum. Hann sýnir nú
vatnslitamyndir og teikn-
ingar.
Þessi fyrsta myndlist-
arsýning í
Skorradal er
haldin í
tengslum við
Borgfirð-
ingahátíð
sem stendur
nú yfir. Mik-
ið verður um
að vera á
Indriðastöðum á morgun;
þar verður haldin flugdreka-
hátíð, spákona verður í
hjólhýsi, fólki verður boðið á
hestbak í hestaleigunni og
hægt verður að leigja fjór-
hjól í fjórhjólaleigunni. Auk
þess verða kaffi og kleinur í
hlöðunni á bænum. Hinum
megin við Skorradalsvatn, á
Stálpastöðum, verður björg-
unarsveitin með vatnasport.
Myndlistarsýning Ólafs
verður opin áfram í sumar
og eru allar myndirnar til
sölu.
Myndlist í Skorradal
Ólafur Th.
Ólafssson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
Laugardagur
Jómfrúin við Lækjargötu
kl. 16 Tríóið Guitar Islancio
leikur á öðrum tónleikum sum-
artónleikaraðarinnar. Tríóið
skipa þeir Björn Thoroddsen á
gítar, Gunnar Þórðarson á gít-
ar og Jón Rafnsson á bassa.
Tríóið hefur nýlega sent frá sér
geisladiskinn Scandinavian
songs. Aðgangur er ókeypis.
Thorvaldsenbar Listakonan
Mæja opnar sína árlegu vor-
sýningu sem nefnist nú „Sum-
arið er mitt“. Gleði, ást og
hamingja allsráðandi að þessu
sinni. Sýningin stendur til 24.
júlí.
Sunnudagur
Listasafn Reykjavíkur -
Hafnarhús kl. 15 Þorvaldur
Þorsteinsson fer með gestum
um sýningu sína og segir frá
ferli sínum og ræðir um verkin.
Mánudagur
Hafnarborg kl. 12 Hádeg-
issveifla. Davíð Ólafsson syng-
ur negrasálma við undirleik
Antoníu Hevesi píanóleikara.
Aðgangur er ókeypis.
Þjóðarbókhlaða Sýningin
„Íslenskar kvennahreyfingar -
innblástur, íhlutun, irringar“
verður opnuð á 2. hæð. Sýnd
eru merk skjöl og munir úr
kvennahreyfingunni og sagan
lögð fram á myndrænan hátt.
Fréttamyndir úr safni sjón-
varpsins verða sýndar dag-
lega kl. 12.15-12.45 í fyr-
irlestrarsal.
Þriðjudagur
Listasafn Íslands kl.
12.10-12.40 Rakel Péturs-
dóttir safnfræðingur fer með
gestum um sýninguna Í nær-
mynd/Close-up, bandarísk
samtímalist. Á sýningunni eru
mörg af þekktustu samtíma-
listaverkum bandaríkjanna eft-
ir 11 fremstu listamenn þeirra.
Salurinn kl. 20 Jaren Brass
Band er eitt af 10 bestu brass-
böndum í Noregi. Bandið er
komið til Íslands til að taka þátt
í Landsmóti Lúðrasveita sem
haldið er í Vestmannaeyjum
dagana 18. - 20. júní. Jaren
Brass Band kemur ásamt
lúðrasveit frá Finnlandi. Þær
taka báðar taka þátt í hátíða-
höldum 17. júní í Reykjavík.
Miðvikudagur
Hafnarborg kl. 12 Auður
Gunnarsdóttir syngur ást-
araríur við undirleik Antonía
Hevesi píanóleikra.
Fríkirkjan í Hafnarfirði kl.
20.30 Fríkirkjukórinn í Hafn-
arfirði flytur söngva frá suð-
rænum slóðum auk íslenskra
sumarlaga og sálma.
Listasafn Reykjanesbæjar
kl. 20 Alexandra Cherny-
shova, sópran og Ingveldur Ýr
Jónsdóttir, messósópran við
undirleik Gróu Hreinsdóttur,
píanóleikara flytja alþýðu- og
þjóðlög, aríur úr óperum og
rómantísk lög.
Guitar Islancio
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
Áhugasamir rýna hér í kynningarbækling Bjartra daga.
Lista- og menningarhátíðin, Bjart-ir dagar í Hafnarfirði, hefurgöngu sína í dag og stendur há-tíðin fram til 23. júní. Þetta er í
annað sinn sem Hafnfirðingar halda
slíka hátíð, sú fyrsta var í fyrrasumar.
Fjölbreytt dagskrá verður í boði og
segir Marín Hrafnsdóttir, menningar-
og ferðamálafulltrú, að dagskrána
fylli 60 viðburðir af ýmsu tagi. En
hvaða gildi hefur svona hátíð fyrir
bæjarfélagið? „Hátíð sem þessi hefur
gríðarlega mikið
gildi fyrir bæinn
okkar og má
segja að Hafn-
arfjörður verði í
sparifötunum alla dagana. Bæjarbúar
verða allir varir við hátíðahöldin á
einn eða annan hátt enda er hún til
þess fallin að gleðja og skemmta.
Ekki síst er hún mikilvægur vett-
vangur til að koma listamönnum okk-
ar og félagasamtökum á framfæri.
Undirbúningur að hátíðinni er í raun
tvíþættur. Annars vegar viðburðir
sem við fóstrum og ýtum úr vör og
hins vegar listamenn sem hafa sam-
band og vilja vera með.“
Er lögð áhersla á eitthvað eitt frem-
ur en annað? „Já, í fyrra lögðum við
áherslu á unga fólkið og höldum því
enn frekar áfram nú. Við erum sann-
færð um að það skiptir mjög miklu
máli í uppeldi ungviðsins að þau fái að
kynnast þessum menningarheimi og
taka þátt, enda eru þau mjög með-
vituð um það. Við höfum nýlega opnað
menningar- og kaffihús fyrir ungt fólk
sem heitir Gamla bókasafnið. Það er
mikill kraftur í þessari starfsemi og
verða viðburðir þar alla dagana. Á
kvöldin verður tónlistin í öndvegi,
hipphopp, rafkvöld, klassík, rokk og
popp. Allt verður þetta svo dregið
saman á stórum útitónleikum 22. júní
undir yfirskriftinni „Allt það besta“.
Þar koma m.a. fram hljómsveitirnar
Úlpa, Lada Sport og Jagúar. Einnig
hafa Félagsmiðstöðvarnar verið að
undirbúa dagskrá og verða með
„töðugjöld“ í dag.
Yngstu bæjarbúarnir hafa líka
staðið í ströngu við undirbúning hátíð-
arinnar því 13 leikskólar fá eitt fyr-
irtæki hvert fyrir sig til að skreyta og
prýða. Enginn aldurshópur er þó und-
anskilinn því það verður fjölbreytt
dagskrá í Félagsheimili aldraðra.
Meira að segja fá álfarnir okkar sinn
skerf af gleðinni því við ljúkum hátíð-
inn á Jónsmessugleði, þá fer Erla
Stefánsdóttir á stjá með gesti um álfa-
byggðir.“
Eftir setningu Bjartra daga, sem
fram fer fyrir framan bókasafnið kl.
14 í dag, verða sjö sýningar af ýmsum
toga opnaðar víða um bæinn. Fjórar í
Hafnarborg, sýning Góðtemplara-
reglunnar á stúkufundi þar sem sett-
ur verður upp hefbundinn stúkufund-
ur í Gúttó. Horft í hamarinn nefnist
sýning sem opnuð verður hjá Halla
rakara um samskipti álfa og manna og
ljósmyndasýning verður utandyra í
Portinu. Þá verður ný íslensk kvik-
mynd í fullri lengd frumsýnd í Bæj-
arbíói, Konunglegt bros eftir Gunnar
Björn Guðmundsson.
„Nú svo er það Víkingahátíðin. Hún
hefst 16. júní og stendur til 20. júní.
Það er mjög skemmtilegt að hún komi
inn í dagskrána okkar og styrkir
þessa hátíð. Þá er hugmyndin að end-
urvekja gömlu baðstofustemminguna
með Sagnakvöld í Fjörkránni á morg-
un. Þar munu kunnir sagnamenn
segja sögur.“
Ekki verður klassíska tónlistin
undanskilin í svona hátíðahöldum, eða
hvað? „Nei aldeilis ekki. Fjöldi tón-
leika verða í Hafnarborg, t.d. djass-
tónleikar og ljóðatónleikar svo og Há-
degistónleikar sem Antonía Hevesi
hefur séð um frá því í fyrra en þá buð-
um við í fyrsta sinn upp á slíka tón-
leika á Björtum dögum. Þeir mæltust
svo vel fyrir að við ákváðum að halda
þeim áfram í vetur. Við tökum svo aft-
ur upp þráðinn á komandi hausti. Í
kvöld býðst söngelskum að taka þátt í
kórsöng í Hafnarborg. Þar stendur til
boða að syngja með tveimur okkar
stærstu kórum, Karlakórnum Þröst-
um og Kvennakór Hafnarfjarðar. All-
ir fá textablöð í hendur og sungið
verður undir stjórn Jóns Kristins
Cortes og Hrafnhildar Blomsterberg.
Hátíðin tókst mjög vel í fyrra og
það er von okkar að hún vaxi og
þroskist í framtíðinni. Verði er stillt í
hóf og meira en helmingur dagskrár-
liða er í boði bæjarins. Það er ánægju-
legt.“
Allir fá sinn skerf af gleði í Hafnarfirði
STIKLA
Bjartir dagar í
Hafnarfirði
helgag@mbl.is
Myndlist
101 gallery, Hverfisgötu
18a: Hulda Hákon. Til 7. júlí.
Galleri Skuggi: Lokað
vegna sumarleyfa.
Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti: Ari Svav-
arsson. Til 11. júní.
Gerðarsafn: Íslensk mál-
verk í einkaeign Dana. Til 20.
júní.
Gerðuberg: „Allar heimsins
konur“. Til 24. júní.
Hafnarborg: Anna Þóra
Karlsdóttir, Guðrún Gunn-
arsdóttir (TóTó). Jana Part-
anen. Marisa Navarro Ara-
son. Magnús Björnsson. Til 5.
júlí.
Hallgrímskirkja: Steinunn
Þórarinsdóttir. Til 1. sept.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Kristín Ísleifs-
dóttir. Til 30. júní. Hagvirkni,
húsbúnaður eftir íslenska
myndlistarmenn, 1904–
2004. Til 20. júní.
i8, Klapparstíg 33: Gabrí-
ela Friðriksdóttir. Til 26. júní.
Kling og Bang gallerí:
David Askevold.Til 13.júní.
Listasafn ASÍ: Guðrún Vera
Hjartardóttir, Helga Ósk-
arsdóttir og Ingibjörg
Magnadóttir. Til 4. júlí
Listasafn Akureyri: Kenj-
arnar eftir Goya. Til 14. júlí.
Listasafn Árnesinga: Krist-
ján Guðmundsson. Til 11.
júlí.
Listasafn Íslands: Í nær-
mynd Close-up, bandarísk
samtímalist. Til 27. júní.
Listasafn Ísafjarðar:
Spessi. Til 1. ágúst.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 14–17.
Til 15. sept.
Listasafn Reykjavíkur -
Ásmundarsafn: Maðurinn
og efnið. Yfirlitssýning. Til
2006.
Listasafn Reykjavíkur -
Hafnarhús: Þorvaldur Þor-
steinsson. Til 8. ágúst. Ný
safnsýning á verkum Errós.
Listasafn Reykjavíkur -
Kjarvalsstaðir: Francesco
Clemente. Roni Horn. Til 22.
ágúst.
Listasafn Reykjanes-
bæjar: Margrét Jónsdóttir. Til
20. júní.
Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar: Listaverk Sigurjóns í
alfaraleið. Til 5. sept. Opið
alla daga, nema mánudaga,
kl. 14-17. Til 1. okt.
Ljósmyndasafn Reykja-
víkur, Grófarhúsi: Finnsk
samtímaljósmyndun. Til 29.
ágúst.
Listhús Ófeigs, Skóla-
vörðustíg: Sunna Sigurð-
ardóttir. Til 16. júní.
Norræna húsið: Sigurður
Þórir. Til 13. júní.
Safnasafnið, Svalbarðs-
strönd: 11 nýjar sýningar.
Safn – Laugavegi 37: Op-
ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Mar-
grét H. Blöndal. Til 20. júní.
Leiðsögn alla laugardaga.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Skriðuklaustur: Fantasy
Island. Samsýning 8 lista-
manna. Til 25. júní.
Slunkaríki, Ísafirði:
Tryggvi Ólafsson. Til 4. júlí.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Heimastjórn 1904.
Þjóðminjasafnið – svona var
það. Eddukvæði. Til 1. sept.
Þjóðarbókhlaða: Heima-
stjórn 100 ára.
Landsbókasafn Íslands -
Háskólabókasafn: Hand-
band á Íslandi 1584-2004.
Söguleg sýning á útgáfu
Guðbrandsbiblíu 1584 til
vorra daga. Til 31.ágúst.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf,
fös. Græna landið, lau.
Borgarleikhúsið: Don Kík-
óti, sun. Chicago, lau. Rómeó
og Júlía, lau. Belgíska Kongó,
sun.
SÝNINGIN Strengir verður
opnuð í dag kl. 15 í Óðins-
húsi, Eyrarbakka. Að henni
standa listakonurnar Ásdís
Þórarinsdóttir, Guðfinna
Anna Hjálmarsdóttir, Helga
Unnarsdóttir og Ingibjörg
Klemenzdóttir. Þær voru við
nám í Myndlista- og hand-
íðaskólanum og Listahá-
skóla Íslands á árunum
1996-2001 og hafa starfað
saman að ýmsum verk-
efnum.
Yfirskrift sýningarinnar,
Strengir, vísar í þann sam-
hljóm sem gætir í verkum
listakvennanna þar sem ís-
lensk náttúra og nánasta
umhverfi sýningarinnar spil-
ar stórt hlutverk.
Óðinshús var upphaflega
pakkhús byggt 1913 og er
með elstu húsum á Eyr-
arbakka. Leitast hefur verið
við að koma því í sem næst
upprunalegt horf og hafa
verið haldnar þar mynd-
listasýningar undanfarin ár.
Sýningin stendur til 27.
júní. Opið fimmtudaga til
sunnudaga kl.13-18.
Samsýning í Óðinshúsi
Listakonurnar sem sýna í Óðinshúsi og hluti verka þeirra.