Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Síða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júlí 2004 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Spider-Man 2 (SV)
Háskólabíó
Around The World in 80
Days (HJ)
The Chronicles of Riddick
(SV)
Harry Potter & The Pris-
oner… (HL)
The Ladykillers (HJ)
Mors Elling (SV)
Some Kind of Monster
(HJ)
Laugarásbíó
Spider-Man 2 (SV)
Godsend (HJ)
Regnboginn
Spider-Man 2 (SV)
Eternal Sunshine …
(HL)
The Day After Tomorrow
(SV)
Sambíóin
Around The World in 80
Days (HJ)
Spider-Man 2 (SV)
The Chronicles of Riddick
(SV)
Harry Potter & The Prison-
er… (HL)
Mean Girls (HJ)
Troy (SV)
Eurotrip (HJ)
Smárabíó
Spider-Man 2 (SV)
Walking Tall (SV)
Suddenly 30 (HL)
The Punisher (SV)
The Day After Tomorrow
(SV)
Peter Pan (HL)
Myndlist
101 gallery, Hverfisgötu 18:
Hulda Hákon. Til 31. júlí. Ár-
bæjarsafn: Þjóðbúningar og
nærfatnaður kvenna frá
fyrri hluta 20. aldar. Til 31.
ágúst.
Gallerí Sævars Karls: Sig-
ríður Bachman Egilsson. Til
22. júlí.
Gerðarsafn: Ný aðföng. Til
8. ágúst.
Hallgrímskirkja: Steinunn
Þórarinsdóttir. Til 1. sept.
Handverk og hönnun, Að-
alstræti 12: Sumarsýningin.
Til 5. sept.
Hönnunarsafn Íslands,
Garðatorgi: Kynjaverur, ný
leirlist frá Noregi. Til 1.
ágúst.
i8, Klapparstíg 33: Jeanine
Cohen. Til 21. ágúst.
Íslensk grafík, Hafnarhúsi:
Frank Hammershøj. Til 18.
júlí.
Kling og Bang gallerí,
Laugavegi: Paul McCarthy
og Jason Rhoades. Til 29.
ágúst. „McCarthy og Rhoad-
es eru listamenn sem ögra
viðteknum gildum.“ J.B.K.
Ransu. KlinK & BanK,
Brautarholti 1: Þrjár sýn-
ingar; Sýnd & hljóð, Afleidd/
Afleitt og Sonic Pictures.
Einnig er sýning nemenda úr
LHÍ. Til 18. júlí.
Listasafn ASÍ: Hafsteinn
Austmann. Til 15. ágúst.
Listasafnið á Akureyri:
Hagvirkni. Til 22. ágúst.
Listasafn Árnesinga: Krist-
ján Guðmundsson. Til 11. júlí.
Listasafn Ísafjarðar:
Spessi. Til 1. ágúst.
Listasafn Íslands: Umhverfi
og náttúra – íslensk mynd-
list á 20. öld. Til 29. ágúst.
Listasafn Einars Jóns-
sonar: Opið alla daga, nema
mánudaga, kl. 14–17. Til 15.
sept.
Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn: Maðurinn
og efnið. Yfirlitssýning. Til
2006.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Þorvaldur Þor-
steinsson. Til 8. ágúst. Ný
safnsýning á verkum Errós.
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir: Francesco
Clemente. Roni Horn. Til 22.
ágúst. Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar: Listaverk Sig-
urjóns í alfaraleið. Til 5.
sept. Opið alla daga, nema
mánudaga, kl. 14–17. Til 1.
okt.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Erró – Fólk og frásagnir. Til
29. ágúst.
Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur, Grófarhúsi: Finnsk sam-
tímaljósmyndun. Til 29.
ágúst.
Norræna húsið: Samsýn-
ingin 7 – Sýn úr norðri. Til
29. ágúst.
Safnasafnið, Svalbarðs-
strönd: 11 nýjar sýningar.
Safn – Laugavegi 37: Opið
mið.–sun. kl. 14–18. Sum-
arsýning úr safnaeign. Leið-
sögn alla laugardaga.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Skaftfell, Seyðisfirði: Að-
alheiður S. Eysteinsdóttir.
Til 8. ágúst. Hanna Christel
Sigurkarlsdóttir. Til 21. júlí.
Þjóðmenningarhúsið:
Handritin. Heimastjórn
1904. Þjóðminjasafnið –
svona var það. Eddukvæði.
Til 1. sept.
Landsbókasafn Íslands –
Háskólabókasafn: Hand-
band á Íslandi 1584–2004.
Kvennahreyfingar – inn-
blástur, íhlutun, irringar.
Söguleg útgáfa Guð-
brandsbiblíu 1584 til vorra
daga. Til 31. ágúst.
Leiklist
Vetrargarðurinn, Smára-
lind: Fame, lau., fim. fös.
„Dansar þeirra Björnsdætra
eru flottir og vel leystir af
leikhópnum.“ Þ.T.
Austurbær: Hárið, lau., fim.,
fös.
Iðnó: Light Nights, mán.,
fös.
MARKVISS innkaup listaverka
hófust í Kópavogi árið 1965 með
stofnun Lista- og menningarsjóðs.
Tólf árum síðar færðu erfingjar
Gerðar Helgadóttur bænum 1.400
verk eftir listakonuna að gjöf og
varð sú gjöf hvatinn að stofnun
Listasafns Kópavogs, Gerðarsafni
sem var opnað 1994. Nú tíu árum
síðar sýnir safnið hluta af aðföng-
um sínum þennan áratug sem lið-
inn er frá opnun þess. Gerðarsafn
er rekið af Kópavogsbæ án rík-
isstyrkja og hefur um 3–4 miljónir
til innkaupa á ári. Gert er ráð fyr-
ir því að safnið leitist við eftir
megni að festa kaup á þeim verk-
um eftir Gerði Helgadóttur sem
koma á markaðinn, sem og eftir
Barböru Árnason en Kópavogsbæ
var gefin vegleg gjöf með verkum
hennar árið 1983, um 300 verk.
Eðlilegt er að gera ráð fyrir að
verð samtímalistaverka sé frá um
hálfri milljón til einnar eða meira
svo varla er hægt að gera ráð fyr-
ir því að safnið geti endurspeglað
íslenska samtímalist á raunsæjan
hátt með innkaupum sínum. Á
sýningunni nú má sjá verk eftir 33
listamenn, 48 verk af þeim 168
sem safninu hafa áskotnast þenn-
an áratug. Það kemur ekki á óvart
þar sem Guðbjörg Kristjánsdóttir,
forstöðukona safnsins, á í hlut, en
það er engu að síður ánægjulegt
hversu kynjahlutfallið er jafnt á
sýningunni og án þess að hafa ná-
kvæmar upplýsingar um það þori
ég að fullyrða að án efa er hlutfall
verka eftir konur í innkaupum hjá
Gerðarsafni hærra en hjá öðrum
söfnum landsins og er þó engin
hætta á að safnið slái af í gæða-
kröfum sínum. Það er einmitt
stefna Guðbjargar sem hefur kom-
ið safninu á kortið sem einum eft-
irsóttasta sýningarstað íslenskra
listamanna, framsýni hennar og
dugnaður hefur komið mörgum
listamanninum áfram á ferli sínum
en sýningarstefna safnsins ein-
kennist af fordómalausri og ein-
lægri ást á myndlistinni, jafnt
samtímans sem fyrri tíma. Verkin
sem nú eru sýnd fylla þrjá sali
safnsins. Það er mikil kúnst að
raða saman ólíkum verkum eftir
marga myndlistarmenn og mögu-
leikarnir á samspili milli verka eru
óþrjótandi, það sýnir sig líka hér.
Þegar gengið er inn í austursalinn
ríkir þar jafnvægi og kyrrð, þema
verka er náttúra landsins sem
birtist gjarnan á óhlutbundinn
hátt og litir eins og rautt, appels-
ínugult, hvítt og svart eru
ríkjandi. Í vestursalnum ægir
meira öllu saman, reyndar er óhjá-
kvæmilegt annað þegar um sýn-
ingu af þessum toga er að ræða.
Stundum skapast skemmtilegar
tengingar eins og milli abstrakt
verks Bjarna Sigurbjörnssonar af
yngri kynslóðinni og málverks eft-
ir Þorvald Skúlason. Síður lyndir
saman málverki Hallgríms Helga-
sonar og Eggerts Péturssonar en
það verk æpir á meira rými. Kjall-
arinn í Gerðarsafni er leið-
indasalur og erfitt að gera þar
eitthvað skemmtilegt og hér njóta
verk Þórs Vigfússonar sín ekki
vel. Mér virðist vera leitast við að
skapa næstum því dulúðuga
stemningu líkt og annars heims en
verk Þórs byggja á mínu mati á
speglunarsamspili við umhverfi
sitt og koma best fram í mikilli
birtu. En í heildina er sýningin
fjölbreytt og skemmtileg og þó
hún geti ekki gefið mynd af öllu
því sem verið er að gera í mynd-
list í dag sjáum við þarna verk eft-
ir marga okkar helstu listamenn
síðustu áratuga sem og verk eftir
eldri listamenn. Það er sér-
staklega gaman að sjá eldri verk
eftir eldri listamenn í bland við
yngri í góðum samhljómi. Það
væri bara óskandi að safnið hefði
meira fé milli handanna í inn-
kaupum sínum og kannski verður
það á komandi árum.
Ragna Sigurðardóttir
Íslensk náttúra í verki Birgis Andréssonar í Gerðarsafni.
MYNDLIST
Gerðarsafn
NÝ AÐFÖNG, ÝMSIR LISTAMENN
Til 8. ágúst. Safnið er opið alla daga
nema mánudaga kl. 11–17.
Í góðum samhljómi
ÞAU Laufey Sigurðardóttir
fiðluleikari og Páll Eyjólfsson
gítarleikari héldu tónleika í
Listasafni Sigurjóns á
þriðjudagskvöldið. Á efnis-
skránni voru verk úr ýmsum átt-
um og ólíkum tímabilum og hóf-
ust tónleikarnir á Sónötu II op. 2
nr. 2 eftir Vivaldi. Eins og annað
eftir tónskáldið er þetta létt og
lífleg tónlist og var úthugsuð
túlkun þeirra Laufeyjar og Páls
einkar sannfærandi. Öll helstu
megineinkenni verksins skiluðu
sér; það var helst að tæknilega
hliðin á leik Laufeyjar hafi
stundum ekki verið alveg eins og
best verður á kosið. Inntónun
var örlítið bjöguð, en sem betur
fer gerðist það ekki oft. Hins
vegar var Páll með allt sitt á
hreinu og studdi fiðluleikarann
út í ystu æsar.
Sömu sögu er að segja um
tvær sónatínur (nr. 4 og nr. 1)
eftir Paganini, en öllu síðri þóttu
mér tvö smáverk eftir Chopin,
vals op. 34 nr. 2 og Næturljóð
(op. Posth ef ég man rétt). Vals-
inn var í útsetningu Sarasates en
Næturljóðið hafði Nathan Mil-
stein umskrifað; Páll hafði svo
útsett píanópartinn fyrir gítar.
Útsetningarnar voru í sjálfu sér
ágætlega unnar en fiðluleikur
Laufeyjar var full stirður; of
mikið um að hún renndi sér á
milli tónanna og virkaði það til-
gerðarlegt og á köflum beinlínis
óeðlilegt.
Miklu betri voru tónsmíðarnar
sem á eftir komu; „NADN“ eftir
Færeyinginn Kristian Blak var í
það heila fallega leikið af Lauf-
eyju þrátt fyrir tæknilega
hnökra hér og þar. Tangó eftir
Zenamon var sömuleiðis túlkaður
af viðeigandi tilþrifum.
Hér sem annars staðar var
Páll öruggur á sínu og einkennd-
ist leikur hans af tæknilegu ör-
yggi, skýru fingraspili og þéttum
hljómi og fylgdi hann Laufeyju
af nákvæmni og festu.
Almennt talað voru þetta ekki
slæmir tónleikar og vissulega er
hljóðfærasamsetningin sjaldgæf
hér á landi; alltaf er gaman að
smá tilbreytingu!
Jónas Sen
TÓNLIST
Listasafn Sigurjóns
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og
Páll Eyjólfsson gítarleikari fluttu verk
eftir Vivaldi, Paganini, Chopin, Blak
og Zenamon.
Þriðjudagur 6. júlí.
Í HÖFUÐSTÖÐVUM Orkuveitu
Reykjavíkur, anddyri og hliðarsal,
sýnir íslensk listakona sem kallar sig
SwanHildur og er búsett á Bretlands-
eyjum. SwanHildur vinnur hefðbund-
inn skúlptúr í brons og marmara. Er
um sömu áherslur að ræða og tíðk-
uðust í tíð Arp og Ásmundar. Báðir
voru Arp og Ásmundur þó talsmenn
framvindu og hefur margt gerst í
skúlptúr síðan í þá daga. Ekki síst
hvað varðar hugsun okkar um rýmið
sem hefur skipt sköpun fyrir þróun
myndlistar síðustu 50 árin eða svo.
Kvikmyndagagnrýnandi nokkur
ritaði um kvikmyndina Ronin með
Robert de Niro í aðalhlutverki, að
hún hefði sennilega hlotið Ósk-
arsverðlaun árið 1970 ef hún hefði
verið gerð það árið, en 20 árum síðar
er hún úr takti við tímann. Hið sama
finnst mér um skúlptúra eins og
SwanHildur sýnir. Þeir væru skráðir
á spjöld sögunnar ef þeir hefðu verið
gerðir fyrir um 85 árum, en í dag eru
þeir íhaldssamir, bæði í formi og
framsetningu. Þetta eru samt ágæt-
lega gerðir gripir, vinnubrögðin vönd-
uð, og sóma sér væntanlega vel á
stofuborði þeirra sem hafa smekk fyr-
ir massífum lögulegum hlutum og
gera ekki meiri kröfur til myndlistar
en það.
Rósa. Eitt verka SwanHildar á sýningunni.
MYNDLIST
Höfuðstöðvar Orkuveitu
Reykjavíkur
Opið á skrifstofutíma. Sýningu lýkur 13.
ágúst.
HÖGGMYNDIR SVANHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR (SWANHILDUR)
Jón B.K. Ransu