Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 1
1 í:i A i) ÉOÍeM Timans ». TBt.. 1. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. OKT. 1968 NR. 9 JONASJONSSON FRÁ HRIFLU f, 1. maí 1885 — d. 19. júlí 1968 Við fráfall Jónasar Jónssonar frá Hriflu minnist Tíminn þess nianns sem var svipmestur og áihrifaríkastur í íslenzkri sögu á fyrra helmingi þessarar aldar, og þess manns, sem á stærri og glæsilegri þátt í sögu Timans en nokkur annar. Tíminn hefur talið rétt að rninn- ast Jónasar Jónssonar á þann hátt að helga honum blað af íslendinga þáttum og verða þar m. a. birtar greinar þær, sem á sínum tíma komu í Tímanum við andlát og jarðarför Jónasar. Af hálfu Tím- ans er þetta lítill þakklætisvottur til aðalstofnanda hans og helzta greinarhöfundar í aldarfjórðung. En af mörgum samskiptum Jónas ar og Tímans er ekki sízt ánægju- legt að minnast þess, að Jónas skrifaði fyrstu greinina, sern birt- ist i íslendingaþáttum, um mik- inn vin sinn, Jón Eyþórsson veð- urfræðing. Sú grein bar þess ótví- ræbt vitni, að ritsnilld Jónasar og minni hafði ekki brugðizt honum, en grein þessa skrifaði hann ör- fáum'.yikum áður en hann lézt. Jónas Jónsson hafði undirbúið stofnun Tímans, ásamt nokkrum vinum sínum, um nokkurt skeið áður en blaðið hóf göngu sína. Áskrifta hafði verið safnað víða Um land og nokkurra fjármuna. Jhessi fyrirhugaða blaðstofnun átti að vera undanfari flokksstofnun- ar, þar sem ungmennafélagar og samvinnumenn sveitanna fylktu liði, en flokkur þeirra skyldu síð- an taka höndum saman við verka- mannaflokik bæjanna, sem risi MINNINC

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.