Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 2
Helztu æviatriði Jónas Jónsson fæddist í Hriflu í Ljósavatnshreppi 1. maí árig 1885. Hann var sonur hjónanna Rannve'igar Jónsdótt- ur og Jóns Kristjánssonar, er þar fojuggu. Frændsemi nokkur með þeim foreldrum Jónasar. Faóir Rannve'igar, móSur Jónas ar, var Jón Jónsson frá Gvend- arstöðum, en móðir Helga Jóns dóttir frá Sýrnesi. Rannveig giftist fyrst Frið- rik Grímssyni frá Krossi í K'inn og fojuggu þau á Svalbarðs- strönd, en Friðrik lézt ungur, og áttu þau Helga tvö foörn, Grím, gfðar foónda á Rauðá, og HeJgu er lengst dvaldist í Fremstafelli, og urðu þau hálf- systkin Jónasar frá Hriflu. Jón Kristjánsson, faðir Jónas ar frá Hrifiu var foróðursonur HeJgu á Gvendarstöðum, sonur Kristjáns Jónssonar frá Sýrnesi en móðir hans var Sigurbjörg Pálsdóttir frá Bnínagerðj f Fnjóskadal. Jón og Rannveig, foreldrar Jónasar fiuttust síðan að Hriflu 1882. Þau eignuðust fimm börn en tvö dóu í bernsku, en þrjú komust upp og náðu öll háum aldri. Elzt var Friðrika ljós- rnóðir í Fremstafeíii, sem Jifir enn eitt systkinanna háöldruð. Næst var Kristján bóndi í Fremstafelli og Jónas yngstur. Jónas ólst upp í Hriflu, stund- aði öll venjuleg sveittastörf unz hann komst í gagnfræða- skólann á Akureyri og útskrifað ist þaðan 1905 og hélt síðan í framhaldsnám í Askov, Kaup- mannahöfn, Berlín, Oxford, London og París en lauk eng- um prófum frá skólum þar, heldur lagði stund á að kynna sér menningu, listir þjóðlíf og stjórnarfar. í þessum útanferð- um var hann á árunum 1906— 1909, en vetur'inn 1905—6 hafði hann haft unglingaskóla að Ljósavatni. Þegar heim kom 1909 gerðist hann kennari við Kennaraskólann og gengdi því starfi með öðru tJI 1918, er hann stofnaði Samvinnuskólann og varð skólastjóri hans. Hann var landskjörinn alþing Ismaður 1922—33 og þingmað- ur Suður-Þingeyinga 1934—49 Dóms- og menntamálaráðherra var hann 1927—31 og 1931— 32. Hann átti sæti í milliþinga- nefnd um bankamál 1925, í dansk-íslenzkri ráðgjafanefnd 1926—39, í Alþingishátíðar- nefnd 1926—30, í Þingvalla- nefnd 1928—46, í menntamála- ráði 1934—46, og munu þó margar nefndir ótaldar. Rit Jónasar Jónssonar eru geysimikil og margvísleg og má nefna þessi helzt: íslands- saga handa börnum 1915, Dýra- fræði handa börnum 1922, Kom andi ár 1923, Samvinna og komm únismi 1933, Þróun og bylting 1933, Merkir samtíðarmenn 1938, Vordagar 1939, Fegurð lífsins 1940, Verður þjóðveldið endurre'ist? 1941, Rauðar stjörn ur 1943, íslenzkir samvinnu- menn 1943, Snorrahátíðin 1950, Nýtt og gamalt 1952, Þjóðleik- húsið 1953, Nýir vegir 1955, Saga íslendinga VIII bindi 1955, Albert Guðmundsson 1957, Ein ar Benediktsson 1955, Islenzk bygging 1957, Bylting á íslandi 1958, Vínland hið góða 1958, Aldamótamenn 1959—‘62, Ótta legur leyndardómur 1962, Ald- ir og augnablik 1964. Jónas Jónsson var ritstjóri Skinfaxa 1911—17. Tímarits samvinnumanna og Samvinn- unnar 1917—‘27 og 1931—‘46. Gaf út tímaritið Ófeig 1944—‘56. Annaðist útgáfu nýrra skóla- ljóða, úrvalsljóða eftir Einar Bened'iktsson 1940, Ijóða og sagna eftir Jónas Hallgrímsson 1941, úrvalsljóða Bólu-Hjálmars 1942, Ijóðmæla Matthíasar Joch umssonar 1945. Auk þess ritaði hann hundruð blaðagreina í Tímann og mörg önnur blöð. Hinn 8. apríl 1912 kvæntist Jónas Guðrúnu Stefánsdóttur frá Granastöðum í Kinn, Sig- urðssonar, hinni mestu atgerv- iskonu, en hún lézt 15. jan. 1963. Þau eignuðust tvær dæt ur, Auði, sem gift var Stein- þóri Sigurðssvni, náttúrufr. og Gerði, sem gift er Eggert Steinþórssyni lækni. tJtför Jónasar Jónssonar var gerð frá Fossvogskirkju 26. júlí 1968, að viðstöddu miklu fjölmenni, og flutti séra Jón Thorarensen útfararræðuna. 2 upp um likt leyti. Á þessum tíma, mynduðust flokkskjamar aðallega í kringum blöðin. Jónas áleit því, að blaðstofnun væri nauðsynleg- ur undanfari flokksstofnunar. Mik ill sigur óháðra bænda í landkjör- inu 1916, ýtti undir það, að þing- flokkur Framsóknarmanna var stofnaður fyrr en ætlað hafði ver- ið og áður en Tíminn hóf göngu sína. Eftir að flokkurinn hafði verið stofnaður og orðinn stjórnar flokkur, varð útgáfa blaðsins ekki lengur dregin og hljóp það þvi af stokkunum nokkru fyrr en upp- haflega hafði verið ákveðið. Þess vegna varð að ráða þvi bráðabirgða ritstjóra, Guðbrand Magmisson, sem var að undirbúa sig undir annað starf og vildi alls ekki hverfa frá því. Hann tók að sér ritstjórnina til bráðabirgða veena eindreginna tilmæla Jónasar og loforða hans um, að hann mvndi leggja blaðinu gott lið, en Jónas hafði sem ritstjóri Skinfaxa þeg- ar unnið sér orð sem einn ritfær- asti blaðamaður þjóðarinnar. Jón- as réði nafni blaðsins og sótti það til Engilsaxa, en á þeim hafði hann jafnan mikla trú og dálæti. Undir sameiginlegri stjórn þeirra Guð- brandar og Jónasar, varð Tíminn á örfáum mánuðum áhrifamesta blað þjóðarinnar og st.yrktist enn sú staða hans, þegar Guðbrandi hafði tekizt að ráða Tryggva Þór- hallsson sem eftirmann sinn. Þótt Tryggvi væri einn ritstjóri blaðs- ins, ritaði Jónas engu minna í það, og hélzt það áfram eftir að Jónas Þorbergsson og Gisli Guð- mundsson tóku við ritstjórninni. í réttan aldarfjórðung skrifaði Jónais Jónsson meira í Timann en nokkur maður annar og var á þeim árum efalitið afkastamestur islenzkra blaðamanna. Greinar hans fjölluðu um hin margbreyti- legustu efni, andleg og verkleg, um atvinnumál og stjórnmál, heimspeki og skemmtanir, bók- menntir og listir, atburði og ferða lög og síðast en ekki sízt, um merka samferðarmenn. Það var sama hvaða efni Jónas skrifaði um, honum virtist jafnlagið að skrifa um það allt. Stílsnild brást honum aldrei og hann gat alltaf skýrt mál sitt með samlíkingum og dæmum, sem gerði torskild- asta efni að skemmtilestri. Minni hans og hugmyndaflug átti eng- an sinn jafningja. Jónas var á þessum tíma tvímælalaust slyng- ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.