Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Síða 15
Jónas fæddist að vorlagi
að Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu.
A unglingsárunum gegndi hann
svipuðum störfum og aðrir ungl-
ingar, sem aldir eru upp til sveita,
gæzlu búpenings, hirðing hans og
smalamennsloi. Við þetta starf
kynntist hann náið náttúru lands-
ins, gæðum þess og skorti. Hann
kynntist því snemma erfiðleikum
íslenzkrar bændastéttar, samtaka-
mætti hennar og sigrum
Innan við tvítugsaldur fór Jón-
as í Gagnfræðaskóla Akureyrar og
útskrifaðist þaðan um tvítugsald-
ur. Framhaldsnám stundaði hann
síðan í Askov, Berlín, Oxford,
London og París. — Á þessum
árum grundvallaði hann í megin-
atriðum á hvern nátt hann gæti
mest og bezt unnið ættjörð sinni
og leyst hana úr kúgunarfjötrum
erlendrar þjóðar Að sinni tók
hann þó engin stór stökk, en
vann jafnt og þétt og markvfcsst
að frelsun þjóðarinnar með djúp-
stæðri gerhygli og rökfimi. enda
sá hann þá, sem iafnan síðar.
langt fram í tímann — miklu
lengra en samtíðarmenn hans fyrrl
og síðar.
Nú er í valinn hniginn Valna-
stakkur samvinnumanna. Á hon-
um stóðu áratugum saman eggjar
og örvar andstæðinganna En
vopn bitu ekki á hann. Hann
sendi skeytin iafnharðan til baka.
Máttu andstæðingar hans þakka
fyrir að fá ekki svöðusár fyrir
frumhiaup sitt.
Jónas var fæddui að vorlagi og
bar vorið í brjósti séi alla ævi.
Allt starf Jónasar fyrir íslenzka
æsku, íslenzkt framtak og þjóð-
ar velmegun var sem gróandi
þjóðlíf.
Eg og fjólskylda mín vottum
eftirlifandi ástvinum Jónasar
innilegustu samúð vegna fráfalls
hugsjónaríkasta, framkvæmda-
mesta og ritsnjallasta íslendings-
ins. sem uppi mun hafa verið
með þjóð vorri.
Jón Þórðarson.
f
Það leikur ekki á tveim lung-
um, að 9agan mun telja Jónas
Jónsson frá Hriflu mann aldarinn-
ar. Saga J. J. er eitt óslitið æfin-
týri. Hann fæddist í lágreistum
torfbæ á bakka Skjálfandafljóts á
mesta harðindatíma síðustu aldar,
þegar við ló, að mörgum sveitum
blæddi út vegna fólksflótta til
Vesturheims. Jónas brauzt til
mennta með lítil fararefni en
mikinn viljakraft og trú á lífið.
Hjaitalín, skólastjóri á Akureyri
gaf Jónasi þann vitnisburð, að
aldrei hefði þyngri fiskar komið
á sitt færi. Eftir þriggja ára nám
í höfuð menningarlönduim Evrópu
kom Jónas heim og þar með var
lifsstarfið hafið. Með skrifum sín-
um í Skinfaxa, Tímarit kaupfélag-
anna og síðar Tímann, réðst hanr.
gegtn kyrrstöðu- og afturhaldsöfl-
um þjóðfélagsins með brugðnum
brandi. Hann laust upp herópi
líkt og Jósúa við múra Jerikó-
borgar og íhaldsvirkni hrundu,
nýr tími var genginn í garð. Með
stjórnarmyndun Tryggva Þór-
hallssonar og Jónasar Jónssonar
1927 hófst fimmáratímabilið, sem
kallað er. Þá hófst allsherjar sókn
á öllum sviðum þjóðlífsins. Rækt
uin, endurnýjun húsa ogvvegakerf-
ið teygði sig um sveitir landsins.
Héraðsskólarnir voru reistir við
heitar lindir Nog höfuðborgin
skipti um svip Landspítali. Þjóð-
leikhús og sundhöll voru reist og
grunnur lagður að háskólahverfi.
Það var líkast því, sem þjóðin
hefði vaknað af Þyrnirósarsvefni
og verið lostin töfrasprota á þessu
Jónasartímabili frá 1927—1932.
Maðurinn, sem stóð fyrir þessum
umbrotum lék á fiðlu, sem gerð
var úr penna og bleki.
Á þessum árum var tími hinna
fjölmennu funda. Þá geystust for
ingjar flokkanna milli héraða um
gervallt landið. og var hesturinn
víða aðalsamgöngutækið. Á löng-
um terðum á hestum var úthaldi
Jónasar Jónssonar við brusðið.
Fylgdarmenn hans hafa sagt, að
oft hafi hann fengið sér góðan
blund á hesfbaki milli staða. því
að fundir stóðu oft fram á nótt.
Á fundi þessa var fjölmennt úr
heilum héruðum og varð oft að
halda þá undir beru lofti, því að
hvergj fannst húsrými fyr.ir svo
mikið fjölmenni.
Frægir voru Sveimastaðafundur,
Skeggjastaðafundur. Borgarnes-
fundur..og ekki sízt Hvammstamga
fumdur, þar sem Ólafur Thors fór
úr jakkanum í viðúreigninni við
Jónas Jónsson. Þessir fundir voru
einvígi stjórnmálaforingjanna, til
aðstoðar þurfti hvorki gamanleik-
ara né hljómsveitir. Þá hugsuðu
menm um þjóðmálabaráttuna en
ekki skrípaiæti. Skiptist þá þjóðin
í tvær fylkingar, með Jónasi eða
á móti honum.
Búðardalsfundurinn: Það átiti
að fara að halda stóran fund í
Búðardal, ég var þá unglingur
vestur á Skógarströnd. Áhuginm
var miíkill að komast á fundinn.
Við lögðuim af stað fjórir ungir
menm á bátkrili og rerurn imn
allan Hvammsfjörð á móti amstan
strekikingi, en á fumdinn komumst
við. Funduriniii? var í stóru slátur-
húsi, þarna var mikið fjölmenni,
og stórskotalið frá báðum, en for
ingjar þarna voru Jón Þorlákis-
son og Jónas. Þetta var harður
fundur, sem stóð fram á nótt.
En er heim skyldi halda var veðrið
tekið að versna, stórsjór á firð-
inum. ófært á lítilli bátskel Vsrð-
skipíð Óðinn lá i höfminni, far-
kostur dómsmálaráðherrans. Ég
herti upp hugann, gekk á fund
Jónasar Jónssonar og bað um far
fjTÍr okkur fjórmenmingana út
fjörðinn. Það var auðsótt og var
gikkur skotið á land í Stykkis-
hólmi. För okikar þótti hin fræki-
legasta, að hafa farið með her-
skipi í boði ráðherra. sem þá
var talinn næstum einvaldur í
landinu.
Austurlandaferðin: Eftir að J.J.
hóf göngu sína á áttunda tug
ævinnar gerðist hann hinn rösk-
asti ferðamaður. heimsótti fornar
slóðir viða um álfuna. þar sem
hann dvaldi við náim á fyrsta
tug aldiarinnar Það var okkur
mikil ánægja gömlum nemendum
hans/ Halldóri Sigfússyni. Guð-
mundi Inga. og undirrituðum. er
við fengum hann með okkur í
ferðalag um Austurlönd nær. á
hinar fornu söguslóðir biblíunnar.
Þessi ferð varð okkur ölluei og
ekkj sízt Jónasi ógleymanleg. —
Ganga í spor Páls postula um
Damaskus. koma að gröf Saladins,
sem barðist við Ríkharð Ljóns-
hjarta. Standa í garði Pílatusar
og ganga þaðan á Golgata. yfir
lækinn Kedron i Getsemane til
Olíufjailsins Upphafsmaður Sund
hallar Reykjavíkur og sundlauga
héraðsskólanna tók nú rösklega
sundtökin i Dauðahafinu við ræt-
ur Jeríkóborgar, á sjötugasta og
níundia aldursári.
Tvetm árum síðar fór Jónas
Jónsson með dóttur sinni til
ísrael, þar sem samvinna manna
hefur gert grýtta eyðimörk að
gróðursælu landi.
Drengurinn, sem fæddist og ólst
upp við undirleiik Goðafoss á
bökkum Skjálfandafljóts, hefur
nú Iokið ferð sinni á meða.1 okkar.
En saga hans geymist og spor
hans munu sjást um allar byggðir
ísiands.
Hjálmtýr Pétursson.
t
x
ki
CNDINGAÞÆTT1R
v 15