Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Qupperneq 16
Fácin kveðjuorð frá gömlum skála bróður. ‘ Það var ©kki stór hópurinn, sem Jón A. Hjaltalín skólastjóri braut- skráði úr skóla sínúm á Akureyri 1905, aðeins 12 sveitapiltar, þótt helmingi fleiri hefðu hafið nám i bekknum hauétið 1903. Hinir höfðu helzt úr lest. Og nú, að Jónasi látnum, erum við aðeins 4 á lífi af þessum 12, komumst 5 yfir áttrætt og sá yngsti nú 82ja ára. Skólinn okkar var á hálfgerðum hrakhólum á þeirri tíð. Þetta var í rauninni Möðruvallaskólinn þótt fluttur væri til Akureyrar eftir að hú.c hans brann. Og þa-r fór kennsl an fram í barnaskólanum síðari hluta dags hinn fyrri vetur okkar. en síðari veturinn í ófullgerðu hús inu uppi á brekkunni, þar sem hamarshögg glumdu í eyrum flesta daga. Þar hefur hlotið að vera þraut að kenna, þótt við heyrð um aldrei kennarana kvarta um það. En hjá okkur var líf og fiör áflog og glímur og bragur allur hressilegur, en ekki að sama skapi snyrtilegur. Þarna bar Jónas frá Hriflu af við námið. Og glíminn var hann lika, en ekki áflogagjarn eins og við hinir. En eitt var segin saga, að ef aðstoða þurfti einhvern sem minni máttar þótti, á einn eða annan hátt, var Jónas þar kominn til hjálpar, á beinan eða óbeinan hátt. Og snjöllustu greinina í Skóla piltinum eignuðum við honum. Við vorum heldur í engum vafa um efsta sætið, enda hlaut hann ágæt iseinkunn, og voru þó félagar hans hinir næstu, þeir Konráð Erlends- son og Sigurgeir Friðriksson, bráð greindir námshestar. En Jónas bar af. Og það viðurkenndu allir. Við munum yfirleitt ekki hafa verið í neinum vafa um það. þess- ir félagar hans á þeirri tíð, að hann mundi, ef að Mkum léti, koma síðar við sögu á áberandi hátt, en líklega þó varla með jafn sterkum svip og orðið hefur. Því að nú fer ekki milli mála, enda margsagt og viðurkennt, að flest af því bezta og heilladrýgsta, sem hór gerðist á árunum mitli fullveld is og lýðveldis, hafi hann átt drjúg an þátt í eða méstan, og að ófáu verið alger frumkvöðull. Hann hófst handa með greinum sínum í Skinfaxa, riti Ungmenna- félaganna. Með þeim kvéikti hann í unga fólkinu framfarahug og fé- lagshyggju. Fjármagn átti það ekki en yfir mætti samtaka og sam- vinnu bjó það. Og Samvinnuhreyf- inguna efldi Jónas til dáða í hópi margra ágætra manna, en sjálfur þar jafnan í fararbroddi. Og við sem höfum lifað þessa sögu vitum bezt hvílíkur máttur hún hefur reynzt í allri framfaraviðleitni þjóð arinnar á þessari öld. Um það vitna sveitirnar fyrst og fremst. Samvinnan varð þeim öflug lyfti- stöng og er enn þeirra Líftaug. Og sú kynslóð, sem Jónas og félagar hans eggjuðu til dáða, hefur nú skilað þjóð sinni miklu dagsverki. Annað tók Jónas sér snemma fyr ir hendur. Það var að kynna upp- vaxandi æsku sögu þjóðar sinnar. Af öllu því ógrynni, sem Jónas hef ur ritað, er mér nú efst í huga litla íslandssagan hans, sem við kennarar fengum í hendur frá hon um ungum og skyldum lesa með börnunum. Sú bók er mikið lista- smíði að stíl og frásögn. Hún hefur í hálfa öld verið lesin i skólunum, og börn landsins um svo langt skeið verið einskonar nemendur hans i sögu þjóðarinnar. Þau hafa horft með honum til liðinna alda og horfinna kynslóða. Þar hefur hann lífgað margt frásagnarefnið og gætt það áhrifamætti. Og það gerði hann með náttúrufræðibók- unum sínum líka. Síðar, og í samvinnu við Tryggva Þórhallsson og fleiri samherja, mótaði Jónas lögin um héraðsskól- ana. Þeir skyldu verða uppeldis- stofnanir alþýðu manna í sveit og við sjó, bóklegir og verklegir í senn, mótaðir af anda og krafti ís- lenzkra uppeldishátta allra tíma í nútíma búningi, og settir þar sem þeir fengju notið jarðhitans. Þar var nýjung á ferð í mörgum skiln- ingi. En frjálslegir námsliættir urðu síðar að víkja fyrir kerfi og prófum. Um uppeldi og skóla var Jónas síhugsandi alla ævi. Um það efni ræddi hann mikið og skrifaði feikn in öll. Hann sá þar og skildi margt réttlega, og e.t.v. miklu meir og betur en við teljum nú, svo margt sem þar er ókannað og í óvissu éða deiglu, bæði hér og þar í við- sjálli veröld, sem erfiðlega gengur að bæta. En Iítil og sérstæð þjóð verður vel að gæta alls hins bezta, sem reynslan hefuir sýnt að vel hef ur dugað henni, eflt mennt henn- ar og mannrænu, og ekki hlaupa slíkt af sér þótt breyttir fcímar kalli og eigi að sjálfsögðu mikinn rétí. Þettá skildi Jónas manna bezt, og var þó vissulega enginn einangrað ur kotungur í hugsun, heldur m:ik- ill og víðskyggn andi. Jónas Jónsson var hamingju- maður í einkalífi sínu, eignáðist mikiLhæfa konu, Guðrúnu Stefáns- dóttur, og bjó með henni í far- sæiu hjónabandi um tugi ára, en hafði nú misst hana fyrir fáum árum. Þau eignuðust tvær glæsileg ar dætur, sem reynzt hafa föður sínum frábærlega vel, enda mun hann jafnan hafa verið heimilis- faðir með miklum ágætum. Jónas Jónsson var aldrei bendl- aður við bitlingaveiðar. Hann var of stór í broti til þess að láta slikt henda sig. Hann var hafinn yfir sérhagsmuna baráttu og þröng flokkssjónarmið. Hann var maður þjóðarinnar í raun og sannleika. Henni vann hann allt. Og þannig kveðjum við hann, figamlir vinir og félagar, þökkum honum mikil og frábær störf og biðjum honum blessunar í nýrri veröLd. Snorri Sigfússon. f \ Jónas Jónsson frá Hriflu og af- skipti hans af skólamálum. Nafnið Jónas Jónsson frá Hriflu er eitt af stóru nöfnunum í sögu þjóðar vorrar. Hann var stórbrot- inn hugsjónamaður, gæddur ein- stakri skipulagsgáfu og starfsvilja. Hann flutti mál sitt af hörku, ein- urð og hnitmiðun og var lítt gef- inn fyrir „diplómatiskar" vanga- veltur. Hann var raunsæismaður sem hafði skapfestu til að skoða hvert viðfangsefni án þess að blind ast af kreddu eða fordómum. Ræða hans var einföld og skýr og gaf Mtt tilefni til hentistefnu. FramLag Jónasar Jónssonar frá Hriflu til íslenzkra fræðslumála skipar honum á bekk með dug- mestu uimibótamönnum þjóðarinn- ar á fynri helming þessarar aldar. Á öðru starfsári Kennaskóla fs- lands, 1909, gerðist Jónas æfinga- kennari skólans og gengdi hann því starfi þar til 1918. f grein er Svava Þorleifsdóttir skrifaði um kennaraskólann veturinn 1909— 1910 0ig bintist í afmælisriti skól- ans 1958 segir höfundur svo: 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.