Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 17

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Side 17
»I*etta haust kiom að skólanuin ®ena kennari, beint frá skólanámi erlendis, ungur áhugamaður, Jón- frá Hriflu. Við, sem elzt vorum rim í 3. bekk, vorum á svipuðum aldri og Jónas, enda umgekkst hann okkur fremur sem jafningja en nemendur. Var það honum sízt til álitshnekkis meðal okkar. Hafði Jónas frá mörgu að segja, sem okkur var aufúsa á að hlýða, enda auga hin.s unga gáfumanns glöggt, bæði á það, sem vel mátti fara, og eins hitt, er miður fór. Vakti hann athygli okkar á ýmsum göll- Uiih og veilum hjá okkar eigin þjóð og sagði frá, hvernig hann teldi, að úr mætti bæta og benti á fordæmi annarra þjóða í ýms- Um efnum. Er fullvíst að viðræð- Ur þessar vöktu og styrktu áhuga okkar á ýmsum vandamálum þjóð- félagsins, enda þótt við höfum sennilega flestöll þá þegar verið búin að öðlast þann þroska að finna til þess, að við værum á- byrgir þjóðfélagsþegnar11. Frásögn þessi er athyglisverð og lýsir vel tnörgum af beztu eiginleikum Jón- asar Jónssonar. En áhrifasvið Jónasar náði brátt langt út fyrir veggi kennaraskól- ans. Árið 1910 flutti hann erindi sem fjallaði um nauðsyn þess að gera eitthvað raunhæft fyrir ung- lingana eftir að barnaskólanámi lyki. ýJm sama leyti fóru einnig að birtast eftir Jónas fjölmargar greinar um fræðslumál. Árið 1912 gaf hann út smárit, er hann nefndi Nýju skólarnir ensku, þar sem bann lýsir fræðslumálum í Eng- fandi, ber þau saman við fræðslu- mál Frakka og Þjóðverja og setur fram hugmyndir til umbóta í ís- lenzkum fræðslumálum. Árið 1915 skrifaði hann langan greinaflokk Om uppeidismál í Skólablaðið, sem hm þær mundir var áhrifamikið málgagn um fræðslumál. Stefna Jónasar Jónssonar í fræðslumálum kom mjög vel fram í greínargerð, er hann skrifaði 1931. Þar segir svo: „Markmiðið í skólamálunum er að gera íslend- inga mjög vel menntaða þjóð, til þess að hún geti verið langlíf í landinu, frjáls og ánægð. Barna- kennarar njóti aukinnar inenntun- ar. Síðan heldur höfundur áfram og ræðir um unglingaskóiana: „Þeir eiga að hressa og fjörga æskuna. Þeir eiga að hafa nógu margbreytt viðfangsefni, bæði bók leg og verkleg, líkamleg og and- leg, til þess £ð allir heilbrigðir unglingar eigi þangað erindi. Þeir eiga að skila sérskólunum nægi- lega vel undirbúnum nemend- um. Þeir eiga að senda í mennta- skólana hæfilega mikið af nemend um, sem þangað eiga erindi. En iangflesta eiga þeir að senda út í starfsbaráttuna í landinu með von um og orku til að taka fast á hin- um mörgu óleystu verkefnum, sem bíða komandi kynslóða í landi sem búið hefur við margra alda kyrrstöðu“. Fjórum áratugum eftir að þetta var skrifað eigum vér enn í bar- áttu við menn, sem ekki skilja nauðsyn frjálsrar menntunar fyrir þann stóra hóp æskunnar, sem ekki hyggur á háskólanám. Um það leyti sem héraðsskól- arnir voru að rísa upp komu fram raddir um að bein tengsl skvldu höfð milli þeirra og menntaskói- anna. Jónas Jónsson var þessu mót fallinn og lýsir það einstaklega vel skarpskyggni hans um eðli og áhrif slíkra tengsla. í sömu grein argerð og fyrr er vitnað til segir höfundur á þessa leið: „Ef beint samband hefði verið milli héraðs- skólanna og gagnfræðaskólanna annarsvegar við menntaskólana þá hefði svo farið innan skamms, að kennslan í ungmennaskólunum hefði farið að miðast við inntöku skilyrði menntaskólans. En á hinn bóginn hefði ekki nema lítið brot af nemendum ungmennaskólanna haldið áfram námi“. Þetta reynd- ist orð að sönnu þegar skólakerf- ið var samræmt, enda komu þá fljótt í ljós alvarlegir gallar sem hefði mátt fyrirbyggja ef nægur skilninguir hefði verið fyrir hendi hjá þeim mönnum, er fyrir breyt- imgunni stóðu. Um menntaskólanám lét Jónas í Ijós eftirfarandi skoðun: „Hin gamia hugsjón, að menntaskóla- nemandi eigi að vera fjörlaus inni- íræð'slunni á að gerbreyta smátU_ skólamaðuir, þarf að hverfa. í stað °g smátt, að nokkru leyti eftir því sem uppeldi kennara verður heppi lagra fyrir starf þeirra“. Þarna kemur fram glöggur skilningur á Því áð umtoætur í skólamálum geta þvi aðeins verið raunhæfar að þess þarf að mynda nýtt „met“ fyr ir menntamenn, þair sem þrek, karlmennska og manndómur verða að engu þýðingairminni einingar heidur en hálfmeltur utanaðlær- dómur“. í þessuim efnum hafa vissulega orðið verulegar breyting ar á sfðustu árum, en 1931 fannst ýmsum að hér væri nokkuð mikið sagt. Jónas Jónsson átti lengi sæti á Alþingi og átti þar f'rumkvæði að fjölmörgum merkum þjóðfélags málum. Sem áhrifamikill þingmað ur beitti hann áhrifavaldi sínu til að knýja f'ram fjölmörg þýðingar- mikil frumvörp um fræðslumái. Á árunum 1927 til 1932 var hann menntamálaráðherra og dómsmáia ráðherra og mun það kjörtímabil, þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæð- ur, lengi verða talið eitt mesta um- bótatímabil í uppbyggingu ís- lenzkra skólamála. í riti sem út kom 1958, á 50 ára afmæli Kenn- araskóla íslands, segir Freysteinn Gunnarsson fyrrum skólastjóri svo um húsnæðismál kennaraskólans og afskipti Jónasar Jónssonar af þeim: „En fullyrða má, að hefðu stjórnvöldin síðari aldarfjórð- unginn, sem skólinn hefur starfað sýnt af sér slíka rausn í garð skól- ans og tekið jafn röggsamlega á málum hans sem Jónas Jónsson gerði 1929—1930 þá væri nýtt kennaraskólahús risið af grunni fyrir löngu“. En þessi röggsemd sem Frey- steinn skólastjóri talar um náði miklu lengra en til málefna kenn- araskólans. Jónas Jónsson flutti fjölmörg frumvörp er vörðuðu barnafræðslu, unglingafræðslu, menntaskólanám, háskólanám, fræðslumálastjórn og fræðslumál almennt. Lögin um Menningarsjóð og Menntamálaráð íslands voru sainiþykkt árið 1928. Þessar stofn- anir eru það vel þekktar að óþarfi er að kynnar þær nánar. Starf- semi þeirra mun um aldur bera vott um firamsýni og framtakssemi þess manns er hugmyndina knúði fram til veruleika. Sama ár flutti Jónas Jónsson annað stórmerkt frumvarp, sem einnig var samþykkt, Lög um fræðslumálanefndir. Með frurr varpi þessu vildi flutningsmaður tryggja aö menn úr kennarastéú fengju að ráða um skipun og hætti fræðslumála í landinu. Jón as Jónsson hafði glöggan skilning á því, að er um málefni barna- fræðslun-nar var að ræða, bæri ráðherra að leita aðstoðar hjá þeim er störfuðu við barnaskólana eða ynnu að menntun bainakenn-ara. í 1. gr. nef-ndra laga segir á þessa leið: „Stjórn þarnakennairafélags ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.