Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 18

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 18
íslands, forstöðumaSur kennara skólans og fræðslumólastjóri skipa fræðslumálanefnd barna- skóla íslands. Stjórn barnakennara félagsins skal kosin skriflega um land allt, enda hafi allir starfandi barnakennarar rétt til að vera fé- lagsmenn“. í 3. gr. laganna er ráðherra gefin heimild til að skipa fræðslumálanefnd fyrir gagnfræða skólana með svipuðu formi og nefndina fyrir barnaskólana. Á síðustu árum virðist þróun þessara mála hafa tekið þveröfuga stefnu, sem er í þá átt að fela vandamál barnafræðslunnar og gagnfræðanáms í umsjá starfs- manna menntamálaráðuneytisins og um leið afskrifa að mestu á- hrifavald kennarastéttarinnar. Það mun sennilega koma sumum á óvart að Jónas Jónsson flutti, árið 1930, frumvarp til laga um afnám fræðslumálastjóraembætt isins og átti þar með starfssvið fræðslumálaskrifstofunnar að fær ast yfir til stjórnarráðsins. En enda þótt Jónas Jónsson hafi séð ástæðu til að flytja þetta sparnað- arfrumvarp árið 1930 er vert að gefa gaum að því að flutnings- maður gerði jafnframt ráðstafanir til þess að yfirstjórn fræðslumál- anna og umsjá með daglegum rekstri félli ekki í hendur starfs- fólks, sem hvorki hefði reynzlu né menntun tii að ráða fram úr vanda málum er að skólastjórn lúta. Hann vildi því tryggja að kennara stéttin sjálf fengi odda-aðstöðu um yfirstjórn fræðslumálanna. Flutn- ingsmaður lagði því til að stjórn- arráðið hefði sér til aðstoðar við umsjón og yfirstjórn barna og gagnfræðaskólanna þriggja manna nefnd skipaða skólastjóra kennara skólans Jg tveim af kennurum skólans, sem tilnefndir væru tii tveggja ára i senn. Það má glöggt greina skilhing flutningsmanns á því að ekki sé heppilegt að skipa eða ráða ákveðna opinbera starfs menn til langs tíma og þar með eiga á hættu að sitja uppi með duglausa embættismenn til lífstið ar. En eins og áður er greint náði þetta frumvarp ekki fram að ganga. Árið 1930 flutti Jónas Jónsson annað frumvarp til laga um fræðslumálastjórn. í þessu frum- varpi, sem varð að lögum, var á- kveðið að skólaráð skyldu kosin fyrir barnaskóla, héraðsskóla og gagnfræðaskóla. I þessum lögum er einnig ákveðið að við barna- skóla skuli vera kennslueftirlit og skulu til þess skipaðir hæfustu barnakennarar, einn fyrir hvert eft irlitssvæði. Hér kemur enn fram hin markvissa áherzla er Jónas Jónsson lagði á virka þátttöku kennarastéttarinnar J því að marka og móta þróun fræðslumála í land- inu. | Saga héraðsskólanna á íslandi og áhrif þeirra á menningu þjóð- arinnar eru nátengd starfi þessa mikilhæfa hugsjónamanns, Jónas- ar frá Hriflu. Laugaskóli í Þing- eyjasýslu tök til starfa árið 1924 og var fyrirkomulag og rekstur þess skóla í aðalatriðum fyrirmynd héraðsskólanna, sem risu upp á næstu árum. Um val og staðsetn- ingu héraðsskólanna segir Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri á þessa leið 1 Stuttu yfirliti um skólamál á íslandi 1874—1944, sem út kom 1945: „Var það þáverandi kennslu málaráðherra Jónas Jónsson, sem einkum beitti sér fyrir vali skóla- staða, þar sem kostur var á næg- um jarðhita“. Á öðrum stað í sama riti segir fræðslumálastjóri á þessa leið: „Hafði Jónas Jónsson þáver- andi ráðherra, um alllangt skeið (þ.e.a.s. fyrir 1927) beitt sér fyrir aukinni fræðslu unglinga í sveit- um og meðal annars fengið ung- mennafélögin til þess að veita þar fulltingi sitt“. Á þessum tíma, þegar rúmlega helmingúr þjóðarinnar var enn bú settur í sveitum landsins, var boð- skapur Jónasar Jónssonar til æsk- unnar og alþýðu landsins vissulega tímabær. Straumurinn úr sveitun- um var þá þegar fyrirsjáanlegur og ekki ólíklegt að þjóðfélagsbreyt ingar næstu áratuga gætu veru- lega lamað sumt af því bezta sem sveitamenning vor hafði ræktað með sér um áraraðir. Hér vinnst ekki tími til að ræða frekar nán- ari afskipti Jónasar Jónssonar af ungmennafræðslunni né heldur á- hrifum hans á starfsemi ung- mennafélaganna. Pramlag hans til samvinnuhreyfingarinnar og menntunar samvinnumanna er einnig viðamikill kafli út af fyrir sig og verður sá þáttur ekki rak- inn hér. Einn höfuð baráttumaður fyrir stofnun Menntaskólans á Akureyri var Jónas Jónsson frá Hriflu. Sú barátta hófst um 1923 uhdir styrkri forystu Sigurðar Guð- mundssonar er síðar varð fyrsti skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri. Baráttan fyrir stofnun Menntaskólans á Akureyri mætti harðvítugri mótstöðu á Allþingi og margir áhrifamiklir skólamenn töldu slíkt óðs manns æði. „Latínu skólinn“ í hugum margra var hið ævarandi tákn um akademíska full komnun. Þrátt fyrir harða and- stöðu var Jónas Jónsson staðráð- inn í því að leiða þetta mál til sigurs. Eftir að hann varð kennslu málaráðherra árið 1927, veitti hann Menntaskólanum á Akureyri heim- ild til þess að halda uppi lærdóms- deild og rétt til að útskrifa stúd- enta. Fyrstu stúdentarnir útskrif- uðust frá Menntaskólanum á Akur eyri 1928. Lögin um Menntaskól- ann á Akureyri voru reyndar ekki samþykkt á Alþingi fyrr en árið 1930. Hér tókst að knýja fram mik- ilvægt stórmál fyrir atorku og framsýni mikilhæfs stjórnmála- manns. Hinn virti skólameistari Sigurður Guðmundsson átti hér einnig verulegan hlut að máli. Það er ekki oft sem ráðherrum vorum hefur ofboðið svo seina- gangur og afurhaldssemi Alþing- is að þeir hafa séð ástæðu til að grípa til sérstakra örþrifaráða. í seinni tíð mætti á hinn bóginn ætla að Alþingi hefði gilda ástæðu til að framfylgja þeim lögum er afgreiðslu hafa fengið. Margir urðu til þess að gagnrýna fram- takssemi Jónasar gagnvart stúd entsprófi til handa Menntaskólan- um á Akureyri, en sagan mun bera þess vitni, að ráðstafanir hans voru viturlegar. Mér dettur í hug annað dæmi úr skólasögu vorri, að mörgu leyti sambærilegt, þegar mikilhæfur ráðherra knúði fram stórmál, sem Alþingi hefði að öllum líkindum stungið undir stól. Hér á ég við heimild menntamálaráðherra Magnúsar Jónssonar frá 1942, til handa Verzlunarskóla fslands um réttindi til að brautskrá stúdenta. Á svipaðan hátt og á Akureyri var bakhjarl Verzlunarskólans hinn snjalli hugsjónamaður Vilhjálmur Þ. Gíslason, sem þá var skóla- stjóri þess skóla. Nú mætti ætla að Jónas Jóns- son hefði sýnt lítinn áhuga fyrir Menntaskólanum í Reykjavík. Slíkt er þó mjög fjarri sanni. Það er haft eftir Geir T. Zoega, sem var rektor Menntaskólans í Reykja vík 1913 til 1928, að Jónas Jóns- son hafi verið fyrsti maðurinn úr 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.