Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Síða 21
að Jónas Jónsson hefði andazt að
kveldi 9. júlí, kom í sjálfu sér
fáum á óvart, það fór saman, að
Jónas var orðinn aldraður maður
og heilsu hans hafði farið hnign-
andi á s.l. vOri, og nokkrum dög-
um áður en dauðann bar að garði,
vissu vandamenn hans og vinir að
hverju fór og að umskiptin væru
skammt undan.
Jónas Jónsson var fæddur 1.
inai 1885 og giftist Guðrúnu Stef-
ánsdóttur 8. apríl 1912, og mun
það hafa verið stærsti atburður í
lífi þeirra beggja. Jónas og Guð-
rún voru jafnaldra. Guðrún var
fædd 5. október 1885 og andaðist
15. janúar 1963.
Ævistarf og minningarnar um
Jónas Jónsson verða ekki raktar
án þess að konu Jónasar, frú Guð-
rúnar Stefánsdóttur, sé samtímis
minnzt, starf þeirra var svo sam-
ofið og samtvinnað, að afrek þeirra
eru sameign beggja og ekki gott
að skilja á milli um hiutdeild
þeirra hvors fyrir sig, þau unnu
sigra sína sameiginlega og öxluðu
byrðar þær, sem lífið lafði þeim
á herðar líka sameiginlega. Jónas
Jónsson er fæddur í Hriflu í Ljósa
Vatnsihreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu, sonur Jóns Kristjánssonar
bónda þar og konu hans Rannveig-
ar Jónsdóttur. Tvítugur að aldri
Varð Jónas gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskólanum á Akureyri og
stundaði næstu þrjú árin fram-
haldsnám í Askov, Kaupmanna-
höfn, Berlín, Oxford, London og
r*arís og árin 1907—1908 stundaði
Jónas nám við Kennaraskólann í
Kaupmannahöfn, en veturinn áð-
hr hafði hann kennt í heimaþyggð
sinni við unglingaskóla þar. Á þess
Um fáu háskólaárum sinum aflaði
Jónas sér meiri og fjölþættari lær
dóms og þekkingar heldur en
Ookkur dæmi munu vera til um
. áður eða síðar.
Guðrún Stefánsdóttir, kona Jón-
asar, var fyrsta barn ungra hjóna,
Steinunnar Jónsdóttur og Stefáns
Sigurðssonar, sem bjuggu í Stóru-
J'ungu. Stefán var sonarsonur
Kristjáns Jónssonar, hins kynsæla
F’njóskdælings, sem bjó á Illuga-
stöðum og Illugastaðaætt er kennd
Við. Þróttmiklir ættstofnar stóðu
3ð Guðrúnu í báðar ættir, ætt-
siofn Aðaldæla jöfnum höndum
bneigður til búsýslu og ritstarfa
°g skáldskaparhneigð ívaf í skap-
gerð þeirra.
Guðrún hafði misst föður sinn,
ÍSLENDINGAÞÆTTiR
er hún var á fermingaraldri, en
fram að þeim tima hafði hún alizt
upp með foreldrum sínum á Sila-
læk í Aðaldal.
Útþráin brann í huga Guðrúnar
djörf og framsækin þrá til mennt-
unar og stórra verkefna, er hún
fann vængi sina vaxna og fleyga.
Er Guðrún nálgaðist tvítugsald-
urinn, lagði hún leið sína til
Reykjavíkur, en þar átti hún hauka
í horni, þar sem voru Benedikt
Sveinsson, síðar alþingisforseti og
kona hans, Guðrún Pétursdóttir
frá Engey, um veturinn gekk Guð-
rún í kvennaskóla í Reykjavík, sem
nefndist Sigriðarstaðir, eftir for-
stöðukonunni. Sumarið á eftir réð-
ist Guðrún til starfa í nýstofnuðu
mjóikurbúi í Flóanum. Haustið
þar á eftir fór Guðrún í Kvenna
skólann á Blönduósi og tók svo að
sér næsta surnar að stýra mjólk-
urbúi, sem Ljósvetningar höfðu
stofnað og stýrði Guðrún búi þessu
nokkur sumur, eða þar til hún
fluttist burt úr héraðinu.
Á vetrum var Guðrún heimilis-
kennari í Þingeyjarsýslu, á Akur-
eyri og loks á Egilsstöðum á Völl
um. Með námi því er Guðrún
stundaði í Revkjavík og á Blöndu-
ósi, störfum við mjólkurbú í Fló-
anum og stjórn mjólkurbús í ætt
byggð sinni, kennarastörfum og
víðtækum kynnum af fólki í öðr-
um landshlutum, þá var lagður
grundvöllur að farsælli starfsævi
Guðrúnar, síðar við hlið Jónasar
manns síns.
Guðrún gerði miklar kröfur til
annarra, en þó mestar til sjálfrar
sín og var meðal margháttaðra
mannkosta, búin þeim eiginleika,
að eiga hægt með að vinna fcraust
og trúnað fólks, svo í frásögur var
fært, og dýrin nutu líka góðs af
hjartahlýju hennar og hún hafði
óvenjulega gott lag á þvi að sveigja
skapmikla fjörhesta undir vilja
sinn, en báðum var þeim Jónasi
og Guðrúnu það sameiginlegt, að
láta sér ekkert mannlegt óviðkom-
andi.
Jónas Jónsson tók hæsta próf,
sem tekið hafði verið við Gagn-
íræðaskólann á Akureyri, en þó
urðu kennarar skólans ekki til þess
að hvetja Jónas til framhaldsnáms,
þeim mun hafa ægt hin geysilega
orka, sem þeir fundu að bjó í Jón.
asi, og þó var það haft eftir Jóni
Hjaltalin, skólastjóra, að Jónas
hafi verið sá stærsti lax, sem á
sinn önguí hafi komið um dagana.
Jónas hafði frá upphafi haslað
sér völl innan ungmennafélaganna
og honum stóðu margar leiðir öpn
ar að loknu námi, en þó var eins
og hann væri ekki að fullu búinn
að marka sér lífsstefnu og mun
honum sjálfum hafa fundizt, að
sóknin gengi hægar en hann ósk
aði og var hvergi nærri ánægður,
en sumarið 1911 fór Jónas norð
ur í land og árangur þeirrar ferð
ar var úrslitasigur í ævi Jónasar,
í þeirri ferð mun Jónas hafa heit
bundizt Guðrúnu Stefánsdóttur, og
þau giftu sig árið eftir, svo sem
fyrr er vikið að og þá hófst hin
eiginlega saga Jónasar Jónssonar,
sem varð sameiginleg saga Jónas
ar og konu hans, Guðrúnar Stef
ánsdóttur.
Jónas kenndi við Kennaraskól
ann í Reykjavík 1909 til 1918, gerð
ist fyrsti skólastjóri Samvinnuskól
ans, við stofnun þess skóla og
gegndi því starfi samfellt til árs-
ins 1955 að fráskildum þeim tíma,
sem hann var ráðherra. Landskjör
inn þingmaður varð Jónas 1922 og
síðar þingmaður Suður-Þingeyinsa
til ársins 1946. Hann var dóms og
menntamálaráðherra 1927 til 1932.
Jónas Jónsson var burðarásinri
í stofnun Framsóknarfiokksins og
hjálpaði til við stofnun Alþýðu
flokksins, Sjómannafélags Reykja
víkur og Alþýðusambandsins. Jón
as Jónsson frá Hriflu hefur verið
stórbrotnasti og áhrifamesti stjórn
málamaður þjóðarinnar á þessari
öld á hinu söguríka tímabili miíli
sjálfstæðisheimtar og lýðveldis
stofnunarinnar, hann var sam-
starfsmaður og jafnaldri islenzks
sjálfstæðis, búinn því einstæða hug
rekki, sem engin áföll fá beygt ná
bugað.
Jónas Jónsson og kona hans, öuð
rún Stefánsdóttir voru vaxin af
kjarnameiði íslenzkrar bændastétt-
ar, uppalin og fóstruð í þeirri
menningu, sem á ræfcur sínar í allri
íslendingasögunni, en urðu einnig
heimsborgarar í sögu, stjórnmá!-
um og bókmenntum.
Á æskustöðvun Jónasar var víð-
feðmt útsýni með hækkandi fjöll í
allar áttir er blánuðu í fjærstu f jar
lægð og gáfu hugarflugi hans laus-
an taum og víðsýnið fylgdi honum
alla ævi.
Guðrún ólst upp á Sílalæk. Síla-
lækur stendur við jaðar Aðaldals-
hrauns fyrir botni Skjálfanda, þar
er frábær náfctúrufegurð, vel til
þess fallin að hafa varanleg áhrif
21