Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 22

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Page 22
á hrifnæmt barnsgeð. Norðan bæj- arins skiptast á veiðivötn og engj- 'ar með fjölskiúðugu fuglalífi. Á söndunum við sjóinn' brotnar haf- aldan, og í nokkurri fjarlægð renna tvö furðu ólík fallvötn til sjávar, Laxá og Skjálfandafljót, önnur áin fegursta bergvatnsá landsins. en hin Skjálfandafljót eitt hinna tröllauknu jökulfljóta en í suðurátt er hraunið vaxið kjarri og litríku blómaskrúði með breyti legum svipmyndum. Jónas Jónsson varð helzti hvata- maður stofnunar Tímans og áhrifa- mestúr og stórvirkastur þeirra sem um þjóðmál hafa ritað og rismesti stiórnmálaforingi þjóðarinnar og áhrifaríkur samkvæmt því. Stórvirki Jónsar Jónssonar á stuttu valdaskeiði og þingmanns- ferli eiga sér enga hliðstæðu eða samanburð. I-Iann var sverð og skjöldur samvinnuhreyfingarinnar í landinu um langa hríð, auk þess að vera forsjármaður, stofnandi og skólastjóri skóla hennar og bardaga maður var Jónas var mikill og góð- ur að honum tókst í hverju máli ávallt, að snúa vörn upp í sókn. Jónas var hverjum manni hug- kvæmari og áræðnari á starfsskeiði sínu, og bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaforingja í landinu. Sem dæmi um starfsþrek og af- kastaorku Jónasar, þá hefur einn af samstarfsmönnum hans frá bar- áttuárunum sagt frá fundi þar sem Jónas vann samtímis þrenn störf, stýrði fundinum, tók þátt i um- ræðunum og skrifaði blaðagrein sem beðið var eftir í prentsmiðj- unni. Jónas var gæddur yfirburða rit- snilli, söguþekking hans og skiln- ingur ásamt með hve hann hafði víðtæka þekkingu á bókmenntum var með eindæmum. Ef Jónas Jónsson hefði verið uppi á hinum Norðurlöndunum, þá er líklegt að hann hefði hlotið Nóbelsverðlaunin fvrir upnbtöðu- rit sitt, ,.Komandi ár“, auk ann- arra rita sinna. Hér verður ekki haldið lengra á þeirri braut, að freista þess að rekja stjórnmála- og félagsmálafef- il Jónasar Jónssonar. slíkt er of umfangsmikið og víðtækt efni til þess að rúmast innan blaðagreinar en í þess stað verður þess freistað að víkja lítils háttar að mannínum og konunni, Jónasi .Tónssvni og Guðrúnu Stefánsdóttur G"ðrún og Jónas voru í orðsíns beztu merk- ingu, glæsileg hjón, svipmikil og sviphrein, höfðingleg í framgöngu og fasi, og vöktu vei;ðskuldaða at- hygli hvar sem þau fóru eða komu og hvers manns hugljúfar, þeinra sem þekktu þau og umgengust þau, og þar var aldrei um neina minnimáttarkennd að ræða, enda höfðu þau ávallt ávinning í hverj- um mannjöfnuði. Ólíklegt eir að nokkur hjón hafi nokkru sinni haft jafn almenna mannhylli og jafn almenna umgengni við fólkið í landinu eins og Guðrún og Jónas, og enginn var hvorki svo smár eða stór að þeir gætu ekki leitað og ættu víst skjól hjá þeim hjónum, ef á móti blés eða úrræða þurfti að leita. Heimili Jónasar og Guðrúnar var í samræmi við þau sjálf, fágað, án íburðar og öllu á þann veg fyrir komið, að ekki varð betur gert, og gestrisni þeirra var einlæg og hlý og á heimili þeirra leið öllum mönn um vel þar var gott að koma. Vinir og kunningjar minntust fimmugsafmælis þeirra, en sameig inlegra afmæla þeirra var minnzt sameiginlega 1. maí, þótt afmæli Guðrúnar væri nokkru síðar á ár- inu, sextíu ára afmælis, sjötíu ára afmælis og sjötíu og fimm ára af- mælis, í öll skiptin með svo mikilli og almennri þátttöku, að jafngilti því að verið væri að hylla þjóð- höfðingja. Jónas var mikill baráttumaður, en hann barðist ávallt af fullum drengskap, og kunni manna bezt að meta kosH og verðleika andstæð inga sinna. Á fyrstu áratugunum eftir að flokkaskipun í landinu féll í farvegi núverandi flokksskipun- ar, var harkan slík í íslenzkri stjórnmálabaráttu að úr hófi keyrði og urðu íslenzkir stjórnmálamenn á þeim árum skammlífari en aldur þeirra stóð til. Þá var það Jónas Jónsson, sem gekk fram fyrir skjöldu og bar klæði á vopnin og gerði mönnum ljóst í hvern voða stefndi, ef svo héldi fram, og varð smám saman á sú breyting að meira var stillt í hóf en hafði verið. Um einn af þeim andstæðingum sínum. sem Jónas deildi hart við, utan þings og innan, segir Jónas í mintiinsíargrein: Hann ýtti sér aldrei fram til mannvirðinga en var hlýr og tillögugóður um allt samstarf í flokknum og gætinn og varfærinn um framkvæmdir út á við.“ Þejjyr nýliðar komu í flokk- inn á Alþingi, leituðu þelr venju- lega ásjár hjá honum um frumvörp sín og tillögur, meðan þeir voru að fá æfingu um þingvinnuna. Og hann lét þessa hjálp í té með þeirri óeigingjörnu góðvild, sem lengi hefur einkennt íslenzka sveita- menn. En þó að hann sækti ekki um mannvirðingar, þá voru flok-ks bræður hans þvl fúsari að veita honum þá þjónustu. Slíkur mað- ur er eftirsóttur í hverjum þing- flokki. Hann vekur ekki samkeppn istilfinningu stéttarbræðranna, en er öruggur, ráðhollur og þraut- seigur í hvers konar áreynslu og baráttu. Mér þykir sennilegt, að ef hann hefði náð jafn háum aldri og tíðk- ast um forustumenn í stjórnmál- um á Bretlandi, þá myndu per- sónulegar vinsældir hans í Sjálf stæðisflokknum hafa rutt honum leið í hver ráðuneyti, sem flokk- urinn tók þátt í að mynda. Hitt er annað mál, að hjálpsemi og góð- vild við samherja 1 stjórnmálum er hvergi nærri hættulaus fyrir stjórnmálamann, og var það held- ur ekki fyrir Magnús Guðmunds- son.“ Síðan lýsir Jónas því, hversu samstarf tókst á milli bans og Magnúsar Guðmundssonar, utan skotgrafanna á hættustund í fjár- málum þjóðarinnar. Þarna kemur glöggskyggni og ábyrg lagni Jón- asar glöggt fram og það hversu honum var auðvelt að laða and- stæða krafta til samstarfs. Jónas Jónsson frá Hriflu er sá maður sem hæst hefur borið i ís- lenzku þjóðlífi á þessari öld, lík- legt er að sagan eigi eftir að telja hann helztan íslending tuttugustu aldarinnar, hliðsætt við það sem Jón Sigurðsson var maður nítjándu aldarinnar. Jónas náði háum aldri og skotreykirnir eru viðraðir burt og vopnabrak liðinna áratuga hljóðnað, en eftir s-tendur minn- ingin um manninn sem setti ser ungur það takmark að vinna ís- landi allt, og efndi það heit án frá- vika. Jónas Jónsson eftirlætur öldnum og óboriium mikinn auð í hug- myndaauðlegð sinni og þar á þjóð- in nægtarbrunn til að ausa af. Stærð Jónasar Jónssonar var sú, að hann varð meira en flokksmað- ur ákveðins stjórnmálaflokks, hann héfur komizt næst því sem kom- izt verður að verða maður þjóðar- innar allrar. Þau hjónin Jónas og- Guðrún, 22 IslendingaþættiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.