Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Qupperneq 5
Jóhann Bjarnason
Fæddur 18. okt. 1902
Dáinn 14. des. 1972
Jóhann Bjarnason var fæddur að
Leiðólfsstöðum Laxárdalshrepp Dal.
Foreldrar Margrét Guðmundsdóttir
húsfrú og Bjarni Hallgrimsson bóndi
Leiðólfsstöðum.
Jóhann frændi dáinn, get vart trúar,
en dauðinn flýr enginn, við sem eftir
lifum, eigum stundum allerfitt með
að sætta okkur við þegar vinir og
vandafólk er kvatt i burtu, stundum
fyrirvaralaust. Eins er það nú,
þegar einn af okkar góðu samferða-
félögum er kallaður burtu, finnum við
sárt til, að þurfa að kveðja fyrir fullt
og allt, góðan og elskurikan félaga.
Hæfileika og mannkostamaður var
hann, hans leiðarstjarna og takmark,
var að láta gott af sér leiða, miðla
öðrum , og greiða götu samferðafólks-
ins með sinu hugljúfa og milda geði,
gerði hann öðrum götuna bjartari
framundan, og tilveruna léttari, þvi
var öðru fremur gott i hans návist að
vera.
Mér er og verður alltaf i minni min
fyrstu kynni við Jóhann, þegar hann
var barnakennari hér i sveitinni
veturinn 1923, var ég byrjandi á skóla-
bekk, hæfileikar hans sem barna-
kennara hafa eflaust verið til staðar,
þótt ég kynni ekki að meta það þá, en
fundið það æ betur eftir þvi sem árin
hafa liðið, að þarna var á ferðinni af-
burða barnakennari, hann var óþreyt-
andi á að skýra fyrir okkur, tilgang til-
veru okkar, skýrði það á þann hátt, að
unglingurinn skildi það.
Ungur fór hann i skóla, eða strax
eftir að barnaskóla lauk, var einn
vetur i Hjarðarholtsskóla, og áfram
stundaði hann nám i þvi augnamiði að
verða barnakennari, sem og hann
.stundaði i nokkur ár, en hvarf frá þvi,
og réðist til Kaupfélags Hvamms-
fjarðar Búðardal árið 1925, og vann
þar i 28 ár samfleytt, eða til ársins
1953. Fluttist þá til Reykjavikur og
réðist til Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga, starfaði á vegum þess til
dauðadags, frá árinu 1959 gerðist hann
framkvæmdastjóri Bréfaskóla S.I.S.
Mikill starfsmaður var hann og
greindur i bezta lagi, hafði yndi af
lestri góðra bóka, og kynnti sér bók-
menntir eftir föngum, átti sjálfur gott
islendingaþættir
bókasafn, stundaði og hafði á hendi i
sveit sinni hreppsbókasafnið um ára
bil, dafnaði safnið vel i höndum hans.
011 þau störf sem honum voru falin á
hendur, leysti hann af hendi með alúð
og samvizkusemi, skrifaði afbragðs
rithönd svo að af bar. Skrifstofustörf
stundaði hann lengi hjá kaupfélaginu,
mun þvi rithönd hans stllhrein og
fögur geymast lengi. Mikill hugsjóna-
maður og listfengur i bezta lagi, átti
gott með að koma skoðunum sinum i
góðan búning, ræðumaður góður, og
þeir sem minna máttu sin, áttu góðan
málsvara, þar sem hann var Snemma
gekk hann i ungmennafélagið „Ólafur
pá” vann i þvi félagi um þrjátiu ár,
formaður þess um árabil, eða sam-
fleitt i stjórn yfir tuttugu ár. Ung-
mennafélaginu unni hann af heilum
hugy undir hans handleiðslu óx það og
dafnaði og einmitt i hans formannstið
eignaðist félagið samkomuhús, og var
það mikil lyftistöng fyrir félagsstarfið,
var það ekki hvað sizt að þakka dugn-
aði og ósérhlifni Jóhanns.
Leikstarfssemi stóð með miklum
blóma innan vébanda félagsins á þeim
árum, og munu margir minnast með
óblandinni ánægju þeirra stunda, er
Jóhann skemmti á sviði. Leiklistar-
hæfileika hafði hann i rikum mæli,
raunar sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, allt virtist svo leikandi létt,
fagurt og gott.
Um skeið var hann formaður Ung-
mennasambands Dalamanna, auk
þess sem honum voru falin ýmis
trúnaðar störf fyrir sveit sina, sem
hann leysti af hendi, með alúð og trú-
mennsku, sem hann hafði i svo rikum
mæli.
Giftur var Jóhann Þuriði Skúla-
dóttur frá Gillastöðum, Laxárdals-
hreppi, Lifir hún mann sinn, mikilhæf
mannkostakona, var hún manni sinum
samhent i öllu, skapaði þeim og
börnum þeirra, myndarlegt, gott og
elskulegt heimili, gestkvæmt var oft á
heimili þeirra, alltaf góður beini
veittur, hverjum sem að garði bar.
Með þakklæti i huga minnist ég
margra gleði og ánægjustunda á heim-
ili þeirra hjóna. Barnaláni áttu þau
hjón að fagna i rikum mæli, hafa
börnin og barnabörnin veitt þeim
marga ánægju og gleðistundina frá
fyrstu stundum þeirra hér i veröld.
Börn þeirr eru:
Bjarni Hliðkvist framkvæmdarstj.
Borgarnesi giftur Guðnýju Þorgeirs-
dóttur, Una Svanborg húsfrú, Búðar-
dal gift Boga Steingrimssyni (hann
látinn). Skúli Hliðkvist, trésmiöur,
Búðardal giftur Guðrúnu Mariu
Björnsdóttur, ómar Hliðkvist,
Reykjavik giftur Sesseliu Hauks-
dóttur. Að lokum þetta, viö ung-
mennafélagar i „Ólafi pá” þökkum
þér, Jóhann, fyrir mikil og vel unnin
störf i þágu félagsins, undir kjörorðinu
„Island allt”, og munum geyma og
varðveita minninguna um góðan og
skyldurækinn félaga, meðan aldur
entist, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Vertu sæll, frændi minn.
Við sendum Þuriði Skúladóttur og
fjölskyldunni allri okkar fyllstu sam-
úðarkveðjur.
29. janúar 1973
Benedikt Jóhannesson
5