Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Page 4
staðar. Á Hafsteinsstöðum blöstu við Jóni ótæmandi verkefni á allar hliðar. Hann hófst þegar handa um ræktun- ina, sem nauðsynlega undirstöðu vax- andi bústofns. Siðar kom bygging ibúðarhúss og peningshúsa og er hvort tveggja með miklum myndarbrag. Er dagsverk Jóns orðið mikið á Haf- steinsstöðum, enda var þess að vænta, að slikur kapps- og atorkumaður héldi ekki að sér höndum er hann var setztur að i eigin riki. Konu sina, Sigriði, missti Jón fyrir nokkrum árum. Varð það honum mikið áfall, þvi hún hafði jafnan verið hans önnur hönd á öllum sviðum. Hin siðari árin hefur Jón rifað seglin við búskapinn, — þótt aldrei sé hann óvinnandi fremur en fyrr, — en látið jörð og bú að verulegu leyti i hendur syni sinum, Steinbirni og konu hans, Esther Skaftadóttur frá Kjartans- staðakoti. Hér hefur, i örstuttu máli, verið drepið á búskaparsögu Jóns á Haf- steinsstöðum. Það er mikil saga og góð, eins og raunar athafnasaga is- lenzkra bænda yfirleitt sem hafa talið það skyldu sina við sjálfa sig, samtið sina og framtiðina að fegra og bæta ábýlisjarðir sinar og um leið landið i heild. I þessari vösku sveit landnáms- manna nútimans hefur Jón á Haf- SAFNARAR ATHUGIÐ Þeim, sem safna Is- lendingaþáttum er bent á eftirfarandi: Nokkur ruglingur varö á númeraröö tslendingaþátta' árið 1972. 6. tölublaö átti áð vera nr. 73, en var nr. 72, eins og næsta blaö á undan. Þá var 10. tölublað nr. 75 eins og næsta blað þar á undan, og munaði þá orðið tveimur númerum, svo þaö hefði átt að vera nr. 77. Þá voru tvö tölublöð merkt 16. tbl. Það fyrra kom út fimmtudaginn 12. október og þaö siðara 16. nóvember. Bæði voru auk þess með sama númeri eða nr. 81, en það siðara hefði átt aö vera nr. 84. Þannig hefði siðasta tölubiað ársins átt að vera þaö 18.Í stað 17. og númer þess 85. steinsstöðum staðið framarlega og skilað þar miklu dagsverki. Ógetið er þó þess þáttar i ævistarfi Jóns, sem eftirtektar- og aðdáunar- verðastur er og sem mig grunar, að lengst muni halda nafni hans á lofti, en það eru störf hans að tónlistarmálum. Ungur að árum hvarf hann til Akur- eyrar i þvi skyni, að nema þar söng og orgelleik. Akureyri átti þá á að skipa ágætum söng- og tónlistarmönnum, sem og jafnan siðan. Lærifeður Jóns i höfuðstað Norðurlands voru þeir Sigurgeir Jónsson, organisti, Magnús Einarsson, söngstjóri og söngkennari og hinn rómaði raddmaður Geir Sæ- mundsson, vigslubiskup. Þegar saman fór slikt úrval kennara og dugnaður, skyldurækni og tónnæmi nemandans var ekki annars að vænta en árangur yrði góður. Akureyri var ekki fjöl- mennur bær á þessum árum en engu að siður þróaðist þar óvenju f jölskrúð- ugt og þróttmikið tónlistarlif. Ekki er óliklegt að freistandi hafi verið fyrir jón aö setjast að i þessu umhverfi og auðvelt fyrir hann að neyta þar náms sins og hæfileika. En bóndasonurinn frá Stóru-Seylu hafði ekki hug á að yfirgefa átthagana. Hann var ákveð- inn i þvi, að sú þekking, sem hann hafði aflað sér i tónmenntamálum, skyldi fyrst og fremst bera ávöxt i Skagafirðinum. Um nokkur ár hafði verið starfandi i Skagafirði karlakór, sem nefndist Bændakórinn. Söngur hans þótti með einstökum ágæturh, enda var kórinn skipaður ýmsum afburða raddmönn- um og naut leiðsagnar ágætis söng- stjóra. Seinast mun Bændakórinn hafa sungið við vigslu brúarinnar á Héraðs- vötnum, (Grundarstokk), og var hann þá raunar hættur störfum. Skagfirö- ingar kunnu illa karlakórleysinu. Og þvi var það i árslok 1927 að nokkrir menn, sem hittust á ,,balli” i Húsey i Vallhólmi, bundu það fastmælum, að beita sér fyrir stofnun karlakórs. Var kórinn siðan formlega stofnaður i janúar næsta ár. Er þangað að rekja upphaf að karlakórnum Heimi, sem i byrjun hét raunar Gýjarfoss. -— hefur Heimir starfað óslitið fram á þennan dag og minntist nýverið 45 ára afmælis sins með hófi i félagsheimilinu Mið- garði. Að sjálfsögðu var Jón einn helzti hvatamaður þessarar félagsstofnun- ar. Til að byrja með voru söngmenn ekki nema 10 eða 12, auk söngstjórans. 1 kórnum söng Jón fyrsta tenór en hann hafði mjög háa rödd og bjarta tenórrödd og • einstakt raddþol. Eftir tvö ár eöa svo tók Jón hins vegar við stjórn kórsins og hafði hana siðan á hendi nærfellt fjóra áratugi. Auk þess að stjórna kórnum annaðist Jón einnig raddkennslu i verulegum mæli. Er starf Jóns i þágu Heimis mikið orðið og ómetanlegt. Er ég þess fullviss, að allir félagar hans úr kórnum munu minnast þess starfs með þakklæti. Auðvitað sló stundum i brýnu. Jón hef- ur ekkert ládeyðuskap. Hann þoldi illa allar úrtölur og þoldi enga minnimátt- arkennd. 1 þá daga var það siður i Heimi, að engin meiri háttar ákvörðun var tekin um starfsemina án þess að bera hana áður undir kórinn i heild. Kom þá fyrir, að sitt sýndist hverjum og við bar, að allhart var deilt. Jón latti aldrei stórræðanna, vildi oftast ganga feti framar en flestir aðrir og fylgdi máli sinu jafnan fram af kappi og skaphita. En aldrei varð ég þess var að hann erfði slikar væringar. Um leið og sverðin voru sliðruð var orrustan gleymd. Þess háttar menn er gott að eiga að samherjum. En þeir eru einnig góðir andstæðingar. En söngstjórn Jóns hjá Heimi er ekki hið eina framlag hans til tónlist- armála i Skagafirði, — og er þó ærið. Um fjölda ára hefur hann verið organ- isti við Glaumbæjar- og Reynisstaðar- kirkjur og nú siðast auk þess við Sauðárkrókskirkju og æft þar og stjórnað kirkjukórum. Er hann lét af störfum hjá Heimi stofnaði hann Sam- kór Sauðárkróks og stjórnaði honum meðan þvi söngfélagi entist aldur. Um skeið kenndi hann orgelleik á vegum Tónlistarskóla Skagfirðinga. Þessu til viðbótar hefur Jón svo verið afkastamikill tónsmiður. Hann hefur samið mikinn fjölda sönglaga, bæði fyrir karlakóra, samkóra, tvi- söng, einsöng auk annars konar og stærri verka. Eru afköst hans i þessum efnum með hreinum ólikindum, ekki sizt þegar þess er gætt, að öll er sú vinna aðeins hluti af hjáverkastörfum, unnin ,,meðan lúinn makrátt svaf, meðan kátur lék sér”. Að sjálfsögðu eru verk þessi misjöfn að gæðum, svo sem verða vill hjá öllum tónsmiðum, en heyrt hef ég menn, sem enginn mun bera brigður á að viti hvað þeir syngja i þessum efnum segja, að margar af tónsmiðum Jóns séu ágæt verk. Og vist er, að almenningur hefur tekið með fögnuði ýmsum af lögum hans. Þeir menn, sem vinna að útbreiðslu og eflingu hvers konar lista út um byggðir landsins, eiga allir þakkir skilið. Þeir eru sannkallaðir menning- arvitar i beztu og sönnustu merkingú þess orðs. Jón á Hafsteinsstöðum er einn af ágætustu liðsmönnum þessarar þýðingarmiklu en þvi miður of fá- mennu baráttusveitar. Slóð hans i tón- menntamálum Skagfirðinga mun reynast auðrakin um langa framtiö. Magnús H. Gislason. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.