Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Síða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR
Fimmtudagur 21. júní 37. tbl. 6. árg. Nr. 122 TIMANS
Kristján Karl Júlíusson
kennari
f. 17. júni 1913, d. 6. júni 1973.
Örfá kveðjuorð
ER MÉR að morgni þess 7. þ.m. barst
sú sorgarfregn, að vinur minn og fyrr-
verandi samstarfsmaður Kristján
Karl Júliusson, kennari i Bolungarvik
væri látinn, setti mig hljóðan. Það er
eins og dauðinn komi manni alltaf
jafnmikið á óvart, þó er hann sá, sem
við öll eigum visan, og getum svo að
segja við hvert fótmál átt von á.
Kristján Júliusson var fæddur á Hóli
i Bolungarvik 17. júni 1913. Foreldrar
hans voru Július Hjaltason og Guðrún
Guðmundsdóttir.
Kristján stundaði nám i unglinga-
skóla Bolungarvikur 1931-1933.
Kennaraprofi frá Kennaraskóla
Islands lauk hann 1939.
Kristján kenndi á mörgum stöðum
næstu árin. Hann var skólastjóri við
barnaskólann á Finnbogastöðum i
Arneshreppi og barnaskólann á
Flúðum i Hrunamannahreppi, en
lengst af kenndi hann i fæðingarhéraði
sinu, Bolungarvik, eða frá 1947 og til
dauðadags.
Hann kvæntist árið 1941 eftirlifandi
konu sinni, Ketilriði Jakobsdóttur,
ættaðri frá Reykjafirði á Ströndum.
Þessi þurra upptalning um störf,
nám og æviatriði segir fátt um
manninn sjálfan, gerð hans og lifsvið-
horf, en það er þó það eina, sem skiptir
máli.
Fjörutiu ár er langur timi, miðað við
hina skammvinnu mannsævi. Eftir þvi
sem við eldumst finnst okkur timinn
fljótari að liða. Það eru nú nákvæm-
lega 40 ár siðan fundum okkar
Kristjáns bar fyrst saman. Það var i
Kennaraskólanum. Þótt margt hafi
breytzt, þá finnst mér, er ég lit til
baka, þetta vera aðeins örstuttur timi,
— eins og eitt svipstundarfiug.
Og nú er hann allur. Kynni okkar
Kristjáns urðu allnáin. Við vorum
sambýlismenn um tima,og i átta ár
vorum við samkennarar við barna-
skólann i Bolungarvik. Við fáa sam-
starfsmenn mina hefur mér likað
betur en Kristján, og ber margt til, en
þó einkum hreinlyndi hans, brennandi
áhugi góðvild og bjartsýni.
Saga hans var svo sannarlega bar-
áttu- og hetjusaga. Hann var i minum
augum framúrskarandi karlmenni.
Ungur að árum veiktist hann mjög
alvarlega og lá rúmfastur svo árum
skipti. Lækning tókst að nokkru, — en
örkumlamaður varð hann þó ævilangt.
1 raun og veru var hann ófær til
erfiðisvinnu, þótt hann yrði oft, vegna
þröngs efnahags að stunda hana. Það
hefðu ekki margir gert i hans sporum.
Kristjáni var og ljóst, að hann yrði
að leita sér annarra úrræða, ef hann
ætti að geta séð sér farborða. En hér
var við mikla örðugleika að etja.
Föður sinn hafði Kristján misst ungur
og skyldfólk hans var ekki svo efnum
búið, að það gæti stutt hann til náms,
enda ástand i atvinnumálum eitt hið
erfiðasta, sem um getur hér á landi —
heimskreppan i algleymingi. En
óbugandi karlmennska og bjartsýni
voru dýrmætustu eiginleikar
Kristjáns. Svo að segja allslaus brauzt
hann áfram til náms.
Ég held að Kristján hafi valið sér
heppilegt ævistarf. Hann var góður
kennari. Hann hafði svo einstaklega
gott vald á nemendunum, einbeittur,
ákveðinn, en hlýr.
Þótt Kristján væri alla tið snauður af
veraldlegum fjármunum og ætti við
mikla örðugleika að striða, var hann
þó að ýmsum leyti mikill gæfumaður.
Hann naut virðingar i starfi og hlýju
sinna mörgu nemenda — en mesta
gæfa hans i lifinu var hans góða kona,
sem reyndist honum ætið dásamlegur
lifsförunautur. Hann eignaðist einnig
mörg börn, sem öll eru manndóms-
fólk.
Siðast er ég kom til Bolungarvikur
hafði hann einmitt orð á þvi við mig,
hve mikill gæfumaður hann væri að
þessu leyti.
Mér finnst, að nú verði ekki eins
gaman að koma til Bolungarvikur er
Kristján vinur minn er horfinn, en um
þetta þýðir ekki að sakast, þetta er
leiðin okkar allra.
Ég votta Ketilriði og börnunum
mina dýpstu samúð. Ég kveð þig með
söknuði Kristján minn. —-
Agúst Vigfússon
f