Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Page 2
Hann lézt 6. júni s.l., sama dag og
hann kom heim til sin af sjúkrahúsi i
Reykjavik. Um það bil einum mánuði
áður veiktist hann snögglega og var þá
fluttur i Fjóröungssjúkrahúsið á Isa-
firði og nokkru siðar á sjúkrahús i
Reykjavik.
Kristján var fæddur á Hóli i
Bolungarvik 17. júni 1913, og var þvi að
verða sextugur. Foreldrar hans voru
þau hjónin Guðrún Sigriður Guð-
mundsdóttir frá Bæ i Arneshreppi
Strandasýslu og Július Jón Hjaltason,
sjómaður i Bolungarvik, en hann var
ættaður frá Nauteyri á Langadals-
strönd N-ls. Kristján stundaði nám i
unglingaskólanum i Bolungarvik á
árunum 1931-33, en kennaraprófi frá
Kennaraskóla Islands lauk hann 1939.
Hann var kennari i Grunnavikur-
hreppi 1939-41 og i Bolungarvik 1941-43.
Skólastjóri barnaskólans á Finnboga-
stöðum i Arneshreppi var hann 1943-46
og á Flúðum i Hrunamannahreppi árin
1946-48. 1 Hnifsdal var hann kennari
1948-49 og frá 1949 var hann kennari
við Barnaskóla Bolungarvikur, nema
hvað hann kenndi ekki siðast liðinn
vetur. Hann var fjölhæfur, samvizku-
samur og ágætur kennari, sem lét sér
mjög annt um velferð nemenda sinna.
A þeim tima sem kennsla stóð ekki
yfir vann Kristján jafnan að ýmsum
störfum, svo sem skrifstofustörfum
eða smiöum. Hann var hinn mesti
starfs- og hagleiks maður.
Um almenn félagsleg málefni var
Kristján mjög áhugasamur, og mál-
efni stéttar sinnar lét hann sig alltaf
miklu varða. Að málefnum Sjálfsbjarg
ar vann hann mjög mikiö. Hann var
einn af aðalhvatamönnum að stofnun
Sjálfsbjargar-félagsins i Bolungarvik
og lengi formaður þess. A unglings-
árum sinum átti hann sjálfur við lang-
varandi veikindi að striða og skildi þvi
mæta vel.hve störf Sjálfsbjargar eru
mikils virði fyrir hina sjúku og þjóð-
félagiö i heild. Hann var mikill unn-
andi tónlistar og átti veigamikinn þátt
1 þvi að efla kirkjukórinn i Bolungar-
vik á sinum tima. Gagnkunnugur
maöur segir,að Kristján hafi veriö jafn
hraölæs á nótur sem venjulegt prent-
letur. Sjálfur lék hann á fiðlu, sjálfum
sér og kunningjum sinum til hugar-
hægöar og uppörvunar. Um skeið átti
hann sæti i hreppsnefnd Hólshrepps.
Kristján var einlægur félagshyggju-
og samvinnumaöur og hugsaði miklu
meira um þau mál en almennt gerist.
Kristján var einn af forustumönnum
Framsóknarflokksins i sinu byggðar-
lagi og vann vel og lengi að málefnum
flokksins. I mörg ár var hann formað-
ur Framsóknarfélags Bolungarvikur.
Hann var oft fulltrúi á flokksþingum
2
og miöstjórnarfundum, m.a. á siðasta
miðstjórnarfundi, sem haldinn var i
vor. Hann sat mörg kjördæmisþing
Framsóknarmanna i Vestfjarðakjör-
dæmi, og tók þá alltaf mikinn þátt i af-
greiðslu mála. I blaðstjórn ísfirðings
var hann lengi og skrifaði oft greinar i
blaöiö. Hann var fréttaritari Timans i
Bolungarvik um árabil.
Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er
Ketilriður Jakobsdóttir, frá Reykjar-
firði i Grunnavikurhr. hin mætasta
kona. Þau giftust 23. des. 1941. Börn
þeirra eru: Guðrún Hólmfriöur, Björg,
Aöalsteinn, Jakob Hallgrimur, Bene-
dikt Ketill, Július Hraunberg og Guð-
mundur Magnús. Þá ólu þau upp einn
fósturson, Kristmund Sæmundsson.
011 eru börnin myndarleg, vel gefin og
dugmikil.
Kristján Karl Júliusson haföi næmt
auga fyrir fjölbreytni og fegurð lands
sins,og hann kunni vel að meta og
njóta samvista við hina óspilltu is-
lenzku náttúru. Ar og veiðivötn heill-
uðu hann mjög og hann hefur skrifað
skemmtilega þætti, bæði i Isfirðingi.
og önnur blöð, af fangbrögðum sinum
við laxinn. 1 viðkynningu allri og við-
ræðu var Kristján hinn skemmtileg-
asti maður, glaðvær jafnan, og hann
kunni vel að haga svo máli sinu aö eftir
væri tekið. Hann verður samferða-
mönnum sinum eftirminnilegur sök-
um mannkosta sinna og góðvildar.
Jón A. Jóhannsson
t
Minir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld
ég kem eftir kannski i kvöld
með klofinn hjálm og rofinn skjöld
brynju slitna sundrað sverð
og syndagjöld.
H.J.
Þann 6. þessa mánaðar lézt á leið-
inni frá heimili sinu á sjúkrahúsiö á
tsafirði, Kristján Karl Júliusson,
kennari i Bolungarvik. Þann sama dag
haföi hann komið heim eftir nokkra
sjúkrahúsvist, fyrst á Isafirði og siöar
á Landsspitalanum i Reykjavik.
Heimferðin gekk að óskum, heim
þráði hann að fara og þangað var hann
nú kominn glaður og léttur i skapi eins
og hann átti jafnan vanda til, viö eðli-
legar aðstæður, þvi „römm er sú taug
er rekka dregur föðurtúna til”. En
skjótt skipast veður i lofti, nokkru eftir
miðjan dag var hann allur, og má þar
meö sanni segja að enginn ræður sin-
um næturstað. En þrátt fyrir alltheim
var hann kominn á æskustöðvarnar
þangað, sem hann hafði eytt að mestu
starfskröftum sinum s.l. 24 ár.
Kristján var fæddur að Hóli i
Bolungarvik 17. júni 1913 og skorti þvi
aðeins 11 daga til aö fylla sjötta ára-
tuginn þegar hann lézt. Ýmsir atburðir
verða til þess að leiðir okkar mann-
anna liggi saman. Það mun hafa verið
haustið 1939ioktóber-mánuði að góöan
gest bar að garði. Nýr farkennari kom
i Grunnavikurhrepp, sem var og alltitt
þar i þá daga á meðan öll býli voru þar
i byggð. Þessi kærkomni gestur var
Kristján Karl, þá nýútskrifaður úr
Kennaraskólanum og var það i fyrsta
skipti , sem ég sá þennan siunga lifs-
glaða mann fullan af áhuga og lifs-
þrótti, og fús til að miðla öllum af
þekkingu sinni, eldri sem yngri, eftir
þvi sem efni stóðu til, þvi maðurinn
var fróðleiksfús og gat átt skemmti-
lega kýmnigáfu.ef þvi var aö skipta og
hrókur alls fagnaðar i vina-og kunn-
ingjahópi. Þetta ár byrjuðu okkar
fyrstu kynni, sem hafa haldizt óslitið
siðan fram á þennan dag og aukizt
jafnan eftir þvi sem árin liöu. Siðustu
22 árin höfum við verið nábýlismenn
og átt mörg sameiginleg hugðarefni,
sem við unnum að bæði i tómstundum
og utan þeirra. Eitt var það þó, sem
einkenndi þennan vin minn ööru frem-
ur, það var hans hálpfýsi og greiða-
semi. Hygg ég.að sú rausn hafi jafnvel
stundum gengið lengra en efni leyfðu,
en það var hans veika hlið að láta ei
nokkurn bónleiðan frá sér fara. Þann-
ig var hans gerð. Kristján Karl gekk
lengst af ævinni ekki heill til skógar
sjúkdómur herjaði á hann strax i
barnæsku og á tólfta aldursári veröur
hann að fara á sjúkrahús og dvelja þar
samfellt á sjötta ár. Þar fékk hann
sina barnafræðslu og þar staðfesti
hann skirnarsáttmála sinn 1927. Geng-
ur siðan undir stóra skurðaðgerð hjá
Vilmundi Jónssyni, siðar landlækni,
sem mun hafa heppnazt vel og fer
siðan út af sjúkrahúsinu i sept. ’30.
Þessi dvöl mun hafa veriö þungur
reynsluskóli fyrir ungling, sem er að
mótast og ganga fyrstu sporin út i lifið,
en þrátt fyrir það leit hann alltaf björt-
um augum til framtiöarinnar. En
áfram varbrotizt fyrst tvo vetur i ung-
lingaskóla þvi næst Kennaraskólann
eins og áður er sagt. Aðalævistarf hans
var aö visu barnakennsla þó innti hann
af hendi önnur störf, sem á hann hlóð-
ust. Um árabil var hann útsölumaður
dagblaðsins Timans og fréttamaður
hans nú hin siðari ár. Aö söngmálum
starfaði hann allmikið fyrir sitt
byggöarlag og formaður Kirkjukórs
Hólssóknar.þá er hann lézt. Sönggyðj-
an var svo rik i eðli hans,að hún var
hans annar heimur og ekki er mér
islendingaþættir