Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Page 8
Sigríður Þorvarðardóttir Kjerúlf Reyðarfirði 20. júní var jarðsett i heimagrafreit á Egilsstöðum frú Sigriður Þorvarðar- dóttir, er andaðist á Landspitalanum 13. þ.m. Ekki kom fráfall hennar, vinum og vandamönnum algerlega á óvart, þvi ab heilsu hennar hafði farið ört hnign- andi siðustu árin og nú um skeið hafði hún legið á Landspitalanum i Reykja- vik og lifsþrótturinn smá fjarað út. Með frú Sigriði er gengin góð og merk kona — sómi islenzkrar húsfreyju- stéttar. Ung og glæsileg kom hún til Reyðar- fjarðar árið 1918 og settist að sem hús- freyja i nýju húsi, sem ber nafnið Hermes. Þar hefur hún gegnt húsmóð- urstörfum siðan með sóma og prýði i hálfan sjötta áratug. Frú Sigriður er fædd á Ormarsstöð- um i Fellum 25. mai 1891, dóttir hjón- anna Þorvarðar læknis Kjerúlf og Guðriðar ólafsdóttur Hjaltested. Tveggja ára gömul missti hún föður sinn, en fluttist 8ára með móður sinni i Vallanes, er hún giftist sóknarprestin- um þar, Magnúsi Blöndal Jónssyni. Sigriður ólst upp i Vallanesi með hálf- systur sinni Þorgerði og fyrri konu börnum séra Magnúsar. Samstaða þessa unga fólks var eins og bezt varð á kosið og þá sjaldan út af bar, var Sig- riður reiðubúin að brúa bilið, með sinu milda brosi og góðgirni. Sigriður fór i æsku i Kennaraskóla tslands, en lagði þó aldrei fyrir sig kennslustörf, sem þó eflaust hefðu far- ið henni vel úr hendi, vegna skapgerð- ar hennar og fórnfýsi. Hún giftist 12. ágúst 1916, Þorsteini Jónssyni á Egils- stöðum, sem þá var að taka að sér framkvæmdastjórastarf fyrir Kaupfé- lag Héraðsbúa. Arið 1918 fluttust þau til Reyðar- fjarðar og settust að i húsinu Hermes, eins og áður segir. Þar hefur verið heimili þeirra siðan. Þetta heimili hefur alla tið verið með miklum myndar- og glæsibrag. Rómað fyrir gestrisni og höfðing- skap. „Fegurðin er ein höfuðdrottning lifs- ins” hvar sem hún birtist. Sigriði var sýnt um að taka hana i þjónustu sina, það sýnir hve öllu er þar vel fyrir kom- ið, iburður enginn, en margt er þar fallegra muna og minjagripa, sem njóta sin svo vel að unun er á að horfa, enda ,,sveitar og héraðsprýði”. Glaðværð og hlýlegt viðmót hjón- anna beggja, gerði og sitt til að laða gesti að heimilinu og það var engin viss tegund manna, sem þar átti að- gang að, heldur fólk upp og ofan, óbreyttir viðskiptamenn sem innlendir og erlendir góðborgarar. Alla hina löngu starfsævi Þorsteins Jónssonar, var hann yfirhlaðinn alls konar störfum. Hús- og heimiiishald hvildi þvi að langmestu leyti á frú Sig- riði, enda helgaði hún þvi krafta sina, af mikilli umhyggju og nærfærni. Hús- bóndinn átti þar sinn örugga hvildar- og griðastað, frá hinum margvislegu lýjandi störfum. Börnum sinum og barnabörnum, sem hjá henni voru,var hún sem elskulegur vinur og félagi. Hún skildi svo vel unga fólkið, draum- óra þess og þrár. Frú Sigriður var friðleikskona, gáf- uð og andlega þroskuð, vildi öllum vel og heyrðist aldrei hallmæla neinum. Lifsgleði hennar var sterk og hrein og skemmtilegu skopskyni gat hún brugðið fyrir sig, sem engan meiddi, en hún var i eðli sinu hlédræg, vildi sem minnst láta á sér bera, en vakti þó hvarvetna eftirtekt, fyrir sina fallegu og vingjarnlegu framkomu. Frú Sig- riður var trúuð kona, þó að hún væri ekki alltaf með „guðsorð” á vörunum og lánsöm var hún i sinu lifi, á morgni þess var henni fagnað af ástrikum for- eldrum, ólst upp á góðu menningar- heimili i skjóli móður og með glæisleg- um ungmennahópi. Giftist þjóðkunn- um athafnamanni, þau eignuðust fjög- ur efnileg börn og ólu upp tvo fóstur- syni. Allt er þetta svo þekkt fólk, að óþarft er að rekja nöfn þeirra hér. Við brottför frú Sigriðar, er hennar sárt saknað af ástvinum öllum og vin- um nær og fjær, en sárast þó af öldruð- um eiginmanni. En minningarnar um hana eru bjartar og ánægjulegar og þetta er leiðin vor allra. Sjálfur minnist ég, sem heimilisvin- ur, margra ógleymaniegra ánægju- stunda i Hermes, bæði i fámenni og fjölmenni og þakka þær af alhug. Þorsteini Jónssyni, börnum hans og öllum aðstandendum vottum við hjón- in einlæga samúð. Með frú Sigriði Þorvarðardóttur er gengin ein af sæmdarhúsfreyjum eldri kynslóðarinnar. Hún er þvi kvödd með virðingu og einlægu þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum. 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.