Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Page 3
Sigríður Osland Sigur j ónsdóttir Fædd 27. febrúar 1902. Dáin 24. april 1973. Merk kona og mæt er til moldar borin i dag, Sigriður Ösland Sigurjóns- dóttir, Austurbrún 19, Reykjavik. Sigriöur er fædd að Oslandi I Skaga- firði, dóttir hjónanna, Sigurjóns Jóns- sonar og Sigurjónu Magnúsdóttur konu hans. Hann var af skagfirzkum ættum. Sigurjón var rismikill maður. 1 flestu ofar meðalmennsku. Hann var þéttur á velli og þéttur i lund, þurfti olnbogarúm sæmilegt. Greindar- maður var hann mikill, enda þurfti hann oft á þvi að halda Hann var framsýnn og stórhuga umbótamaður. Og svo mikill jarðabótamaður, að á orði var. Sigurjón keypti Ósland i óslandshlið og byggði bæ sinn vel, svo og peningshús öll. Hann girti land sitt. Mun hafa verið fyrsti bóndinn i Skaga- fjarðarsýslu, sem girti með gaddavir. Hann var gagnrýndur fyrir þetta. Illar tungur hófust á loft og kváðu svo á, að þetta gerði hann til að skaða skepnur nágranna sinna. En bær hans hélt áfram að yppta burstum yfir viðáttu- miklum túnasléttum hans, er hölluðu sér fagurlega móti þjóðbraut og vestursól. Hann fékk meiri og meiri töðufeng ár frá ári i skjóli öruggra girðinga og engin skaðaðist skepnan. Þá tóku margir að skoða hug sinn. Niðurstaðan varð sú, að fleiri og fleiri fóru að girða tún sin og engjar með gaddavir. betta er dæmi um mann, sem var snertispöl á undan samtið sinni. Sá sýnir er öðrum voru huldar. Þaö er til marks um það, hvað þessi jörð var orðin vel gerð og falleg i höndum Sigurjóns, að þegar Sig. Sigurðsson, þáverandi skólastjóri á Hólum I Hjaltadal var kallaöur til meira starfs, sem búnaöarmálastjóri, og þurfti að flytjast til Reykjavikur, þá óskaði frú Þóra kona hans, sem ekki vildi flytjast til Reykjavikur með börn þeirra, að þessi jörð og engin önnur yröi keypt handa henni og börnunum. Það var gert. A þessari fallegu jörð fæddist Sigriður og átti sin barns- og bernsku- ár I sælum hópi margra systkina. Þar naut hún og ástar og vakandi umhyggju ástrikrar móður, Sigurjónu Magnúsdóttur, sem var góðrar ættar frá Eyjafiröi. Hún var á orði fyrir mannúð og myndarskap. Manni hennar hefði ekki heldur fallið það vel, stór i metnaði sinum, ef „skuturinn heföi ekki fylgt þeim sem fram i reri”. Sigriði sá ég I fyrsta sinn, er ég var skólasveinn á Hólum. Hún var eftir- takanlega myndarleg stúlka. Aður en við skólasveinar, sem vorum lengra að komnir i skólann, vissum hverra manna þessi unga stúlka var, höfðum við á orði, að varla hefðum við séð jafn unga stúlku — 18 ára bera islenzka búninginn jafn fallega.Við klæðnað hennar var ekkert fátæklegt, ekkert sem fór öðru visi en fallega. Bæði mær og motur bar skýran vitnisburö heimilis sins og eigin smekks. Þetta var á þorrablóti, sem ætið heyröi til Hólaskóla. Strax við fyrstu kynningu, spurði ég stúlkuna að heiti og hverra manna hún væri: Hún kynnti sig meö skemmtilegum gerðarþokka. ófeimin. Háttur hennar allur féll alveg undir það mat, sem ég hafði alla tið heyrt lagt á heimili hennar, utan stokks og innan. Frá þessu æskuheimili gekk Sigriður út I lifið, að ég hygg með meiri uppeldismennt en almennt þekktist i sveitum I þann tið. Árið 1929 giftist Sigriður Bjarna Jónssyni frá Mýrum i Sléttuhlið, manndómsmanni og góðum dreng. Bjarni var eitt margra barna Jóns Eyjólfssonar,Hrauni, sem drukknaði i Sléttuhliðarvatni, vorið 1910, fyrir sjónum margra manna á næstu bæj- um, án þess að hægt væri að koma við nokkurri hjálp. Jón varð harmdauði, bæði vegna mannkosta hans, svo og hins, hvernig dauða hans bar að.Hann var aö vitja um silunganet, þvi að þörf var mikil i fátæku og barnmörgu heimili. Eftir þetta sorglega slys, var Bjarni tekinn i fóstur, 4 ára gamall, hjá Konráði Sigurðssyni og Indiönu Sveinsdóttur, Gesta-Hóli. Bjarni og Sigriður stofnuöu heimili á Akureyri. Stundaði Bjarni sjómennsku oglandvinnu jöfnum höndum, eftir þvi sem aðstæður leyföu hverju sinni Bjarni var verkmaður mikill og lét hlut sinn hvergi eftir. liggja .Frá fyrstu tið bar heimili þeirra hjóna vitni um dugmikla fyrirhyggju utanhúss og haga hönd og þrifnað innan dyra. Það sýndi sig á öllu, að Sigriður hafði fengið gott uppeldi tii munns og handa. Sem ung stúlka tók hún hvað eftir annað þátt i námskeiðum, sem haldin voru fyrir ungar stúlkur, og hagnýtti sér allt, sem þar fór fram til hins ýtrasta. Bæði var það, að hún var kona vel greind, verkhög og hafði meðfætt næmi til að útfæra það á ýmsa vegu', sem hún sá fyrir sér og nam. Þessa sköpunargreind tók hún i arf frá báöum foreldrum sinum. Sigurjón faðir hennar var alltaf að sjá eitthvaö, sem betur mátti fara og laga sig eftir þvi. Þetta glögga útsýnisskyggni átti Sigriður lika, og vettvangurinn var heimili hennar, sem naut þess i 3 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.