Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Page 5
Jónas Sigurðsson rafmagnseftirlitsmaður Fæddur 18. júní 1906 Dáinn 26. mai 1973 Siðast liðið sumar dvaldi ég um tima i Sviþjóð ásamt þeim hjónum Jónasi Sigurðssyni og Lilju — hjá börnum okkar, Björgvini lækni og Þórhildi. Þá var svo sannarlega sumar i orðs- ins fyllstu merkingu. Hlýleg borgin böðuð sól og blæjalogn, svo ekki bærð- ist hárá höfði dag hvern og gestrisni og viðmót gestgjafanna eftir þvi. Ég minnist orða Jónasar, er hann sagði eitt sinn: „Þetta eru okkar jól.” Þessi orð grópuðu sig einkennilega i hugann, settust að eins og fyrirboði einhvers, sem ég vildi ekki. Og það varð forspá þess, sem varð, ogviðhöfum nú séðfyrir endann á þvi. Fyrir siðastliðin jól hófst hið langa og stranga strið milli lifsins og dauðans. Aldrei heyrðist æðruorð og lengi skein i lifsvonina hjá þessum hugprúða Sonarsoninn unga sorg er létti þunga elskaðir þú leynt og ljóst, og hans æskugaman ykkur tengdi saman, barnið vermdist við þitt brjóst Heim þú heldur, kæri, — heim þó afi færi, man þig sonarsonurinn, bið ég i bænum okkar bráðum heim mig lokkar mætra feðga minningin. Ég man þá milda i geði, mikil verður sú gleði er ykkur hefi ég endurheimt, þá ævin er á enda öll við munum lenda þar, sem engu, engu er gleymt. Far nú vel, minn vinur, — veslings hjartað stynur, aö visu úti þin er þraut, en ég hef sonarsoninn, svo er það eilifðarvonin, far þú vel á friðar braut. manni. Von um að mega augum Jita börnin sin og barnabörn, Sem hann þráðijen voru flest órafjarri á erlendri grund. En þessi, sem við köllum dauða, sigraði i viðureigninni eins og alltaf að lokum. Það er lögmálið. Nú er Jónas ekki lengur samferða hér. Ég segi eins og skáldið: „Hitt- umst fyrir hinumegin.” Ég þakka persónulega margar góð- ar stundir á heimili Jónasar og Lilju Gunnlaugsdóttur. Þar rikti samhugur, gestrisni, og á kimnigáfu húsbóndans var gott að hlýða. Jónas lifir i verkum sinum,sem munu vera nokkuð viða til, hann var meðal annars tómstunda- málari. Fyrir nokkru færði hann mér að gjöf mynd eftir sig, sem prýðir hi- býli min. Hafðu þökk, Jónas, fyrir allt gott árin, sem við urðum samferða á þessari lifsleið. Ég held, að jarðvistin sé aðeins . áfangi af lifsþróuninni, en vandasamur áfangi. Af þeim, sem er mikið gefið, er mikils krafizt, og þú stóðst fyrir þinu. Ekki má ég skiljast svo við þessar linur, að minnast ekki Lilju konu Jónasar og Oddnýjar, dóttur hans af fyrra hjónabandi, sem léttu honum þrautastundir, svo sem unnt var. Söknuður og sorg er i hugum konu hans, barna, barnabarna, og aldraðr- ar tengdamóður, öndisar, sem dvelur á sjúkrahúsi. Friður guðs fylgi þér i nýrri tilveru. Ólöf Jónsdóttir. f KVEÐJUUÓÐ. Horfinn er vinur frá veröld okkar, dauðinn hann leysti frá likamsþrautum, horfinn héðan, er veldi vorsins vekur til lifsins gróður jarðar. Margir hann muna og margir sakna, manns er gleðina með sér flutti. Manns, sem með orðum marga gladdi og þunglyndi svipti af þreyttum sálum. Börnum hann unni og börn honum veittu traust sitt og viðmótsbliðu. Hann þerraði tár af þeirra hvörmum og kveikti gleðinnar gull i augum. Fegurð hann unni og fögrum listum, hvert verk hans bar svipmót vits og snilldar. Hann dáði þá vinnu, sem vel var unnin, hvar sem hún sást á svæöi jarðar. Horfinn er ástrikur eiginmaður og góður faðir af götum jarðar. Guð honum gefi gleði og fegurð, eilift sumar i æðri heimi. Helga Halldórsdóttir og Hallgrimur Ólafsson frá Dagverðará. islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.