Íslendingaþættir Tímans - 12.07.1973, Side 7
Örnólfur Örnólfsson
búfræðingur og bóndi
Veturinn 1948-49 var ég formaður is-
lenzka söngfélagsins i Kaupmanna-
höfn. Söngstjóri var hinn sami og á
heimsstyrjaldarárunum siðari, Axel
Arnfjörð tónskáld. Á striðsárunum
stóð söngfélagið, eins og annar félags-
skapur Islendinga i Kaupmannahöfn,
með miklum blóma. Seint á striðsár-
unum sungum við i danska útvarpið og
hlutum hól fyrir. Þegar þetta gerðist
var Gisli Kristjánsson, ráðunautur
formaður söngfélagsins og flutti hann
sumarkveðju i sambandi við útvarps-
sönginn, en sennilega heyrði enginn
maður á Islandi hina ágætu ræðu hans.
Á þessum árum stóðu kvöldvökurnar
með mestum blóma, undir frábærri
stjórn þeirra, Jóns Helgasonar, pró-
fessors og Jakobs Benediktssonar, rit-
stjóra isl. orðabókarinnar. Þá má
nefna Róðrarfélagið Heklu og var
sómamaðurinn Jón Helgason, stór-
kaupmaður formaður þess. Taflfélag
isl. Hafnarstúdenta átti aðalstyrk sinn
i Guðmundi Arnlaugssyni, núverandi
menntaskólarektor. Um hann og flesta
aðra Hafnarstúdenta orti Magnús
Kjartansson, núverandi heilbrigðis-
málaráðherra snjallan brag og endaði
visan um Guðmund á orðunum.
Þennan unga itursnjalla
Argentinumann.
En i Argentinu haföi Guðmundur
keppt á alþjóðaskákmóti. Helgi Bergs,
núverandi bankastjóri, var löngum
formaður Félags isl. Hafnarstúdenta,
m.a. á 50 ára afmæli félagsins, en þar
flutti Jón Helgason, prófessor, eina af
sinum bráðsnjöllu ræðum og það sem
meira var, hann fór meö kvæði eftir
sjálfan sig, sem hvergi eru birt og lifa
nú sennilega aðeins i minni þeirra,
sem minnugastir voru á þessari af-
mælishátiö.
Eg minnist þess enn, að á kveðjuhá-
tiðinni, áður en við, sem héldum heim
að striðinu loknu, höfðum þrýst hendur
þeirra, sem eftir sátu að skilnaði.töl-
uöum við Jón Helgason prófessor. Ég
fyrir hönd þeirra, sem kvöddu — en
hann fyrir hönd þeirra, sem eftir sátu,
þótt raunar væri vitaö, að hann myndi
skreppa heim með Esjunni, sem sótti
okkur. Jón taldi, aö ég heföi haldið
góða kveðjuræðu og bar sig illa undan
þvi,að sin ræða myndi verða mun lé-
legri, sökum timahraks, sem hann
hafði lent i. Ég hughreysti hann með,
að það skipti engu máli jafnvel þótt
ræða hans yrði léleg, fólkið væri svo
vant þvi að hann flytti góðar ræður, að
þvi myndi finnast jafnvel léleg ræða af
hans hálfu góð. Þessi sálfræðilegu
sannindi hafði Jón sýnilega aldrei hug-
leitt, en vitanlega var ræða hans að
vanda góð. Það forlag,sem gæfi út
Minningarit um Hafnarislendinga á
heimstyrjaldarárunum siðari myndi
bjarga mörgum sigildum fróðleik frá
glötun.
Skal nú ekki rætt frekar um ljóma-
timabil tslendinga i Kaupmannahöfn,
en horfið að baráttu okkar, sem af
ýmsum ástæðum dvöldu þar árin eftir
striðið. Mér er örnólfur sérstaklega
minnisstæður, vegna hinnar djúpu og
hljómfögru bassaraddar. Annað olli
þvi, aö maðurinn varð mér minnis-
stæður, hann var auk Jóns Helgasonar
stórkaupmanns glæsilegasti bassinn
okkar i ^jón. Þegar þetta gerðist,var
ég við lokanám i Hafnarháskóla, en
örnólfur stundaði nám á Landbúnað-
arháskólanum. Éghafði lagt talsverða
stund á iþróttir á striðsárunum m.a.
tekið iþróttakennarapróf frá íþrótta-
háskólanum danska. Mér fannst örn-
ólfur grannvaxinn og taldi mig hafa
ráð hans i hendi mér, þegar við i
gamni fórum i sjómann. Mér til mikill-
ar undrunar var þessi grannvaxni pilt-
ur þrælsterkur(og man ég nú ekki leng-
ur hvort við skildum jafnir i sjómanni,
eða hvort örnólfur vann.
Fyrir hátiðar 1948 andaðist ung og
bækluð islenzk stúlka, sem ég hafði
reynt að greiða fyrir i Höfn. Ég sá
enga aðra leið til þess að gera kveðju-
stundina,áður en likið yrði flutt heim
til Islands, hátiðlega, en þá að fá söng-
kórinn til þess að syngja nokkra sálma
á undan og eftir kveðjuorðum þeim,
sem ég flutti i þvi sambandi. Einnig i
sambandi við þetta atvik er mér örn-
ólfur minnisstæður, hann gekk að
þessu með þeirri hlýju, sem einkennir
úrvalsmenn.
Eftir heimkomuna til tslands skildí
leiöir okkar örnólfs um langa hrið, unz
hann einn fagran vormorgun gekk inn
um dyrnar á skrifstofunni minni i
Hótel Heklu ásamt konu sinni. Erindi
Örnólfs að þessu sinni verður ekki rak-
ið i þessari stuttu minningargrein, en
það var þess eðlis, að það skapaði
kynni bæði við hina gullfallegu konu
hans, Arndisi, og tengdaföður hans
Steingrim á Nesi, sem Karl Kristjáns-
son hélt yfir einhverja fegurstu minn-
ingarræðu sem ég hef lesið um
íslending. Bæði frá Steingrimi, sem ég
aldrei sá svo og örnólfi á ég falleg
bréf, sem eru meðal kærustu minninga
i sambandi við þá hlið starfs mins i
Reykjavik, sem færöi örnólf á minn
fund. Þar eð ég hef dvalizt erlendis
siðan i ágústmánuði 1965 var mér með
öllu ókunnugt um að örnólfur hefði
gerzt bóndi á Nesi, jörð tengdaföður
sins. Þótt vik væri þannig um langa
hrið milli vina man ég vel innilega
handtakið hans, þegar hann þakkaði
fyrir smágreiða, sem ég gerði honum.
Bjartmar Guðmundsson frá Sandi
endar gullfallega minningargrein um
örnólf með þessum orðum.
„Þann sannleik segja skal,
að sæmdarmanni einum er færra hér
i dal.
Betur get ég ekki endað þessa stuttu
grein, en að lokum vil ég senda Arndisi
konu örnólfs og börnum þeirra inni-
lega samúðarkveðju. Börnin mega
vera stolt af minningunni um sinn
góða og vandaða föður.
Ólafur Gunnarsson frá Vík í Lóni.
0 Guðfinna
Guðmundsdóttir
fara frjáls ferða sinni i landinu
óþekkta hinum megin grafar.
Seinast þegar ég hitti Guðfinnu
kenndi hún mér visu. Henni var
ókunnugt um höfundinn en var hrifin
af visunni, sem er svona:
Ein er sveit við yzta haf
umgirt fjallaböndum.
Gyllir firði geislatraf
gott er að vera á Ströndum.
öllum aðstandendum Guðfinnu
votta ég samúð mina.
Kæra Guðfinna min. Far þú i friði til
hinna ókunnu stranda.
Ingibjörg Jónsdóttir
frá Kjós
íslendingaþættir
7