Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 2
Næstu verkefni voru að stækka búið og halda áfram að bæta jörðina, en þá brá sól skjótt sumri. Seinni hluta dags i nóvember 1936, er þessir miklu sigrar voruaðbaki, bað Sveinn son sinn einn að ná saman fé sinu, þvi hann ætlaði að hvila sig örstutta stund. Sú hvildar- stund er hann tók sér þá varð lengri en við var búizt, það var sú hinzta er hann naut i þessu lifi, þvi að hann vakn- aði ekki aftur af þeim svefni. Eftir stóð ekkjan Salome Kristjánsd. með börnin sin 9, skuldirnar frá bygginga - framkvæmdunum og brostnar vonir um bjarta framtiö, sem öll fjölskyldan hafði áður séð i hyllingum og hafði verið keppt að með þrotlausu starfi siðustu tveggja ára og reyndar um langan tima. Þessi ár, sem þrekvirkin i uppbyggingu Sveinsstaða voru unnin, voru engin veltuár i þjóðfélaginu heldur eftirhreytur kreppuáranna miklu á fjórða tug þessarar aldar. Hér veröur ekki gerð tilraun til þess að lýsa þeirri sorg er hvíldi yfir ekkjunni og barnahópnum hennar á Sveins- stöðum haustið 1936. En ljóst er, aö mikið þrek, sterka trú og bjartsýni þarf til að takast á viö slik verkefni. Þetta allt hafði Salome á Sveins- stöðum til að bera, auk þess hafði hún sérstaklega glaða og rólega skapgerð, sem hefur án efa létt henni erfiðustu sporin. Salome var myndarhúsmóðir. A hennar heimili var alltaf snyrtilegt og hreint. Það mun aldrei hafa komið i hennar hug að hætta við búskap á Sveinsstöðum við fráfall Sveins. Hennar takmark var að hagnýta sér það sem búið var að gera til góða fyrir jörðina á þann hátt, að annast uppeldi barna sinna þar til þau væru til þess fær að sjá um sig sjálf. Þetta tókst henni með mikilli prýði og þaö svo, að þau nutu flest nám í fram- haldsskóla meðan heimili þeirra var ennþá hjá henni. Salome varð fyrir annarri stórsorg á lifsleiðinni, þegar húm missti elzta son sinn, Friðgeir, af slysförum á bezta aldri. Hann dó frá ungri konu og fjórum ungum börnum. Friðgeir var kennari að mennt og mik- ill afbragðs maöur, hvort sem var til starfs eða leiks. Var hann þá þegar orðinn forystumaður i félagsmálum, og viö, sem bezt þekktum hann, efuð- umst ekki um frama hans og velgengni á þvi sviði, sem og á öðrum sviðum. Fráfall Friðgeirs var ekki aðeins sorgarefni nánustu ættingja hans, heldur og einnig okkur vinum hans og samstarfsmönnum. 1 minum huga er minningin um hann, minning um glaðan og góðan og skemmtilegan félaga, sem ekki gleymist. Enda þótt á lifsleið Salome á Sveins- 2 stöðum féllu þung sorgarský, svo sem hér hefur verið getið, þá lifði hún lika marga sólskinsdaga og naut mikillar gleöi og hamingjustunda. Eins og áður er getið eignuðust þau Sveinn og Salome 10 börn og eru þau þessi, talin upp i aldursröð. Ingunn, gift Valtý Guðmundssyni, verkstjóra, búsett i Stykkishólmi. Friðgeir kennari, er giftur var Sigriði Magnúsdóttir. Gestur, verkamaður, giftur Guðrúnu Valdimarsdóttur. Sigurjón, iðnverkamaður, giftur önnu Benediktsdóttur. Kristinn, byggingameistari, giftur Margréti Jörundsdóttur. Jófriður, gift Birni Baldurssyni, skrifstofustjóra. Ölöf, gift-Haraldi Lýðssyni, heildsala. Baldur, byggingameistari, giftur Guðnýju Pálsdóttur. Steinar, iðn- verkamaður, giftur Marin Jónsdóttur og Kristján, húsgagnasmiður, giftur Hrefnu Ingólfsdóttur. Það var mikil gæfa fyrir Salome Sveinsdóttur að skila þessum börnum sinum albúnum til þess að leggja út i lifsbaráttuna, svo sem hún gerði. En mest var gæfa hennar þó fólgin i þvi, hversu mikið manndóms og myndar- fólk þau eru. 011 eru þau af þeirri gerö, að vera þegar á unga aldri eftirsótt til allrar vinnu og einnig eftirsóttir félagar, sökum glaðlyndis, fyndni og mannkosta. Enda hafa þau sýnt það i lifinuhvaði þeim bjó. Hafa þau skipað sitt starfssvið með mikilli trúfestu og dugnaði og bera heimili þeirra þeim og mökum þeirra góð vitni um myndar- skap og snyrtimennsku. Það orkar heldur ekki tvimælis hjá þeim, sem kunnugir voru, að þrekvirki það, er Salome vann á Sveinsstöðum heföi verið henni sem öðrum ofraun, ef dugnaður og samheldni barna hennar hefði ekki notið við. Heima fyrir mæddi mest á Sigurjóni, sem alla tið var fyrir búskap móður sinnar meðan hún bjó. Arið 1945 tók hann viö búskapnum á Sveinsstöðum, enda var hann þá giftur og var Salome þar til ársins 1948, er hún fluttist til Reykja- víkur. Attu yngstu börnin hennar heimili hjá henni hér I borginni, eða þar til þau stofnuðu sitt eigíð heimili. Salome haföi jafnan sitt eigið heimiii og sinnti margvisl. störfum fram yfir siðustu áramót. Fram til þess tima hafði hún góða heilsu, hélt vel sjón, heyrn og útliti sinu. Þegar heilsu hennar hrakaði i byrjun þessa árs fluttist hún til yngsta sonar sins, Kristjáns, og naut þar sérstakrar umönnunuar hjá honum og konu hans, til þess tima að sjúkrahúsvist var ekki umflúin siðustu mánuðina. Þegar Salome frá Sveinsstöðum var áttræð, héldu börn hennar henni veg- lega veizlu I einum af veizlusölum hér I borg. Þar var mikið fjölmenni saman komið, flestir afkomendur hennar, sem voru þá orðnir hartnær 80. Nú munu afkomendur hennar á lífi vera komnir á 9. tuginn. I þessu afmæli hennar voru öll hennar tengdabörn, flestir bræður hennar og gamlir sveit- ungar og vinir. Þessi kvöldstund verður, og var okkur er hennar nutum, ógleymanleg. Þar gekk Salome um meðal ættingja og vina, teinrétt, létt á fæti og gleöin ljómaði af fasi hennar og tali. Hún naut þessarar kvöldstundar i rikum mæli. Hún fékk að sjá árangur sins erfiðis og hafði ástæðu til aö vera stolt af. Ef efnahagur manna er metinn á hinn heföbundna hátt, i föstum og lausum eignum, var Salome á Sveins- stöðum ekki til efnamana talin. Enginn gat þó séö fátækt á hennar heimili, eða fann þar i veitingum eða á annan hátt. Gestrisni hennar var rómuð og þar bar margan gestinn að garði. Þaö hafa heldur ekki fallið á aðra þær greiðslur, sem Salome átti aö greiða. Þær greiddi hún meö sinu vinnuframlagi og barna sinna. Ef við leiðum hugann að þeim sannindum, sem felast i þessum orðum — „auðæfi þjóðanna eru menn, en hvorki vörur né gull” — þá verður okkur ljóst að sú kona, sem lifði það aö vera formóöir um 80 þegna þessa þjóðfél., ekki sizt er haft er i huga, hversu góðir þegnar þeir eru þjóð sinni, er til starfs eru komnir, var auður, og skilaði þjóðinni þeim verömætum, er henni mega að mestu gagni koma. Þeim, sem eiga svo mikið verk aö baki, sem Salome Kristjánssdóttir átti, geta meö gleði lagzt til hvildar eftir erfiöan en giftu- drjúgan vinnudag. Salome var lögð til hinztu hvildar þann. 11. ágúst við hliö manns sins að Dagveröarnesi. Þegar hún kom heim aftur i sveitina, þar sem starfsdagur hennar var lengst af, mættu henni sveitungar hennar og vinir fjölmennir við útför hennar, svo sem verið hafði einnig i Reykjavik, er minningarathöfn fór fram um hana i Fossvogskirk ju. Veðurguðirnir skörtuðu sinu fegursta, svo að að kvöldi þess dags mátti frá leiði hennar sjá kvöldsólina gylla sléttan Breiöa- fjörð, er hún lauk sinu dagsverki. Það var hinzta kveðja byggöarlagsins til Salome. Viö hjónin þökkum Salome áratuga vináttu og tryggð og færum börnum hennar og öörum nánustu ættmönnum innilegar samúðar- kveðjur. Reykjavik, 14. ágúst 1973. HalldórE. Sigurðsson. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.