Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 22.08.1973, Blaðsíða 4
Haraldur Sveinbjörnsson íþróttakennari Fæddur 19. júlí 1901. Dáinn 15. júli 1973. Sunnudaginn 15. júli s.l. andaðist á sjúkrahúsi i höfuðborg Bandarikj- anna, Washington, Haraldur Svein- björnsson, iþróttakennari, eftir lang- varandi veikindi. Er þar fallinn i val- inn góður og gegn tslendingur og mik- ill afreksmaður á sinu sviði, og eins og segir i minningargrein um hann i bandarisku blaði, „þjálfari, kennari og trúnaðarvinur heillar kynsló.ðar ný- liða i herskólanum. Gisli Haraldur, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Hámundar- stöðum i Vopnafirði, sonur Svein- björns Sveinssonar, bónda þar og konu hans Guðbjargar Gisladóttur. bau hjón fluttust i Vopnafjörð austan af Héraði 1895 og bjuggu allan sinn bú- skap, um hálfa öld á Hámundarstöð- um. Móðir Haraldar, Guðbjörg Gisla- dóttir, var fædd á Hafursá á Völlum, dóttir hjónanna Gisla Jónssonar og Sigriðar Árnadóttur, er þar bjuggu. Faðir hans, Sveinbjörn Sveinsson, var Húnvetningur i báðar ættir, sonur Mariu Guðmundsdóttur, Skúlasonar, frá Efri-Þverá i Vesturhópi og seinni manns hennar, Sveins Stefánssonar. Bjuggu þau i Selási i Viðidal. Með fyrri manni sinum, Jónasi Guðmundssyni, átti Maria mörg börn. Meðal þeirra voru þrir bræður, Guðmundur, Þórður og Björn er allir fluttu austur á land á æskuárum sinum. Munu þar hafa komið til ættartengsl þeirra við sr. Svein Skúlason, siðast prest á Kirkju- bæ i Hróarstungu, er hann flutti sig frá Staðarbakka austur i Kirkjubæ, en sr. Sveinn var afabróðir þeirra. Fluttisr hálfbróðir þeirra, Sveinbjörn, og þeirra yngstur, svo austur lika. Starfs- dagur þessara fjögurra bræðra varð svo allur á Austfjörðum. Guðmundur gerðist útvegsbóndi á Seyðisfirði, en hinir þrir fluttu allir i Vopnafjörð 1895 og gerðust bændur á tveim nágranna- jörðum á norðvesturströnd fjarðarins, Þórður á Ljósalandi og Björn og Sveinbjörn á Hámundarstöðum, sem er tvibýlisjörö og stórbýli frá fornu fari. Fyrir aldamótin voru þeir bræður allir kvæntir menn og þarna bjuggu þeir svo i sátt og samlyndi, svo sem bezt verður á kosið allan sinn búskað, eða fram undir miðja þessa öld og þar óx upp á fyrstu áratugum aldarinnar stór og mannvænlegur hópur frænd- systkina, er viða hafa komiö við sögu i þjóðfélaginu á þessari miklu fram- faraöld, og enn búa synir tveggja þess- ara bræðra á báðum þessum jörðum. Haraldur var einn úr þessum hópi. Hann óx upp i foreldrahúsum fram undir tvitugt við venjuleg bústörf og sjósókn, þvi á Hámundarstöðum var mikil útgerö á hans uppvaxtarárum. Hann vakti strax unglingurinn á sér eftirtekt fyrir fræknleik sinn og fimi og komst enginn i hálfkvisti við hann i hvers kyns iþróttum og fiml.eikum. Sérstaklega unni hann islenzkri glimu og var fegurðarglimumaður mikill og reyndi allt hvað hann gat til að koma glimunni til vegs og virðingar vestan- hafs, en þar var við ramman reip að draga, þvi erlendar þjóðir eru tor- næmar á isl. glimubrögð. Það mun snemma hafa vaknað hjá honum þrá til að afla sér þekkingar og reynslu i Iþróttum og likamsrækt og leita sér fjár og frama úti i hinum stóra heimi á þvisviði. Varhonum slik útþrá i brjóst borin. En á þeim árum vissi ég lika, að hugur hans stefndi ákveðið að þvi, að koma aftur til Islands, eftir að hafa menntað sig vel i sem flestum iþrótta- greinum, og láta þjóð sina njóta sinna starfskrafta. En örlögin sáu um að svo varö ekki og önnur þjóð fékk að njóta þeirra. Haustið 1919 fer hann alfarið úr heimahúsum til Reykjavikur i at- vinnu- og þekkingarleit og átti ekki afturkvæmt á æskuslóðir sinar eftir þaö nema sem gestur tvisvar sinnum. Hann fór i Hvitárbakkaskólann haust- ið 1920 og var þar i tvo vetur og útskrif- aðistúrhonum vorið 1922. Haustið 1923 fer hann til Danmerkur og innritast i hinn fræga fimleikaskóla N. Bukhs i öllerup á Fjóni. Var hann þar fyrstur allra tslendinga ásamt Jóni Þorsteins- syni, iþróttakennara. Niels Bukh fékk strax hið mesta dáiæti á Haraldi fyrir hans framúrskarandi leikni i öllum Iþróttum og hans lifandi áhuga á nám- inu. Var Haraldur I hópi úrvalsnem- enda, sem hann valdi i sýningarferðir um Danmörku það sumar. Var hann svo i skólanum næsta vetur lika og var Niels Bukh honum á ýmsan hátt hjálp- legur þá, en Haraldur var sá maöur, er gat endurgoldið honum þaö vel þó siö- ar væri, þvi þegar Niels Bukh var löngu siðar á heimsferðalagi með fim- leikaflokk sinn og sýndi sina „Primitiv gymnastik” i New York, þá var það Haraldur Sveinbjörnsson, sem allra manna mest og bezt greiddi götu hans i heimsborginni og réði fram úr mörg- um vanda fyrir hann þar. Hélzt mér vitanlega mikil og góð vinátta með þeim alla ævi. Vorið 1924 fer Haraldur vestur um haf og staðnæmist fyrst i Hartford Connecticut, og i Bandarikjunum átti hann heima ætið siðan og stundaði Iþróttakennslu, þjálfun, nudd o.fl. Hann varö kennari i þessum greinum við miðskóla og háskóla og siðar á æv- inni viö herskóla. Einnig þjálfaöi hann fólk i iþróttafélögum og fór með þeim sýningarferðir. Hann lærði snemma nudd og sjúkraþjálfun og stundaði þaö i og með i fritimum. Þannig gerðist hann sumarið 1929 einkaþjálfari hins 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.