Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Fimmtudagur 30. ágúst49. tbl. 6. árg. Nr. 134. TIMANS Rannveig Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri ÞEIR, sem lagt hafa leið sina i Skafta- feilssýslurnar og ferðazt þar eitthvað um, eru yfirleitt sammála um, að þar riki meiri fegurð, tign og fjölbreytni i náttUrunni en viðast annars staðar á íslandi. Stórfengleg náttUröfl hafa verið þar að verki og skapað þar fagr- ar og ógleymanlegar myndir, sem blasa þar hvarvetna við augum. Bungubreiðir jöklar skýla fyrir kulda- áttinni hlýlegum og gróðursælum sveitum innan urp miklar hrauribreið- ur og viðáttumikla sanda. Stórvötn og ægibrim Uthafsöldunnar hafa lika sett svip sinn á þetta fagra og stórbrotna hérað. Það er sagt, að náttUruumhverfi hvers byggðarl. hafi sin áhrif á mót- un ibUanna, sem þar ala aldur sinn. Sé það rétt, sem fáir munu draga i efa, þá á það sennilega ekki sizt við um Skaftafellssýslurnar og ibUa þeirra. Einangrunin hefur verið þar hvað mest, erfiðleikarnir oft miklir, barátt- an við illskipt jökulvötn, jökla, elda og sjávarrót, allt þetta hefur haft sin mótunaráhrif meiri en viða annars staðar. Ég hef kynnzt ýmsum Skaftfelling- um, bæði konum og körlum og mér finnst óneitanlega margt af þvi fólki dálitið sérstakt að gerð og mannkost- um. Það hefur verið traust i skapi og trygglynt, sérlega góðsamt og greið- vikiö, dugmikið og vel hugsandi. Efst i huga minum af þessu góða fólki eru þó hjónin, sem um skeið bjuggu á Baldursgötu 13 og mörg siðari árin á Laufásvegi 34, þau Eirikur Ormsson rafvirkjameistari og frú Rannveig Jónsdóttir frá Þykkvabæjarklaustri. Þau hafa vissulega verið góðir fulltrú- ar sýslu sinnar. Nú þegar frú Rannveig er horfin oss sjónum, finn ég ástæðu til að þakka henni og þeim hjónum hjartanlega fyrir vináttu og velgerðir i minn garð og okkar hjónanna. Ég hafði kynnzt Eiriki litið eitt er ég var i skóla i Reykjavik og siðasta veturinn, sem ég var þar við nám, bauð hann mér her- bergi hjá sér á Baldursgötunni. Hann vissi, að ég hafði þröngan fjárhag og var þetta þvi eingöngu af góðsemi gert. Það reyndist lika svo, að þegar ég vildi myndast við að gera upp við hann og greiða honum fyrir húsnæðið, þá sagði hann að ég skyldi ekki hugsa um það að sinni, eða ekki fyrr en ég væri orðinn rikur og þá mundi hann lika vera orðinn rikur, —- og þá væri málið iika úr sögunni! Ég var svo hjá þessum ágætu hjónum um veturinn i bezta yfirlæti. Naumast var hægt að hugsa sér þau umhyggjusamari og elskulegri en þau reyndust mér þennan vetrar- tima. Heimilið var yndislegt og aðlað- andi, stúlkurnar þeirra þrjár, sem all- ar voru þá innan við fermingu voru hver annarri fallegri og geðþekkari. Sonur þeirra Karl var þá enn ekki fæddur. Um vorið hvarf ég burt i fjarlægt hérað, þó var vináttan og tryggðin sú sama frá hendi þessara ágætu hjóna og hélzt þótt árin liðu. Viö hjónin átt- um ýmsar góðar og glaðar stundir á heimili þeirra, bæði uppi á Skeggjast. um og á Laufásveginum. Jafnan var sama gestrisnin og góðvildin fyrir hendi. Avallt munum við geyma i huga okkar þakklátar og gleðirikar minningar frá kynningunni við þessa ágætu fjölskyldu fyrr og siðar. Með þessum fáu orðum er ekki ætlunin að rekja neitt verulega ævifer- il frú Rannveigar. Þaö hefur verið gert, meðal annars i Morgunblaðinu, sem út kom jarðarfaradag hennar. Hún var fædd að hinu sögufræga setri Þykkvabæjarklaustri i Alftaveri 9. júni 1892. Voru foreldrar hennar þau Jón Brynjólfsson bóndi þar og kona hans Sigurveig Sigurðardóttir, alkunn merkishjón þar í héraðinu, bæði skaft- fellsk að ætt. ölst Rannveig upp hjá þeim og þótti hin mesta efnisstúlka, glæsileg og vel gefin. Ung giftist hún góðum efnismanni Eiriki Orms- syni og voru þau gefin saman 23. sept. 1910. Höfðu þau nú verið i hjónabandi i 63 ár. Fyrstu árin voru þau eystra, en fluttu til Reykjavikur vorið 1918, þar sem þau bjuggu ávallt siðan. 1 hálfan sjötta áratug höföu þau nú lifað hér og starfað og unnið sér vináttu og velvild ótal margra, sem jafnan var auðsæ og ekki sizt við hina afarfjölmennu útför, sem fram fór i Dómkirkjunni 14. þ.m., þar sem hvert sæti var skipað. Ég hef að nokkru getið þeirrar þakkarskuld- ar, sem ég á þessum hjónum að gjalda og ég veit að þeir eru svo langtum fleiri, sem slikar þakkartilfinningar bera I brjósti. Rannveig var glæsileg kona og tigu- leg I fasi og framkomu, en hún var ekki siður vel gerð að öllu innræti og

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.