Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 3
Jóhann Jónsson frá Jarðbrú Þann 23. júni siðastliöinn andaðist i Kristneshæli Jóhann Jónsson á Dalvik, löngum kenndur við Jarðbrú i Svarfaðardal. Hafði hannátt við langvarandi vanheilsu að striða og sið- ustu misseri, annað veifið aö minnsta kosti rænulaus. Jóhann var fæddur I Bröttuhlið, ööru nafni Tungu á Árskógsströnd 18. april 1901. Foreldrar hans voru Jón B. Hallrimsson frá Hámundarstöðum á Árskógsströnd og kona hans Þóra Jóhannsdóttir frá Ytra-Hvarfi i Svarf- aðardal. Bæöi voru hjónin greind vel og gerðarleg. Faöirinn hæglátur en fastur fyrir og móðirin rösk og gæzku- rik. Áttu þau ættir að rekja til dugnaðar- og sæmdarfólks. Tveggja eða þriggja ára fluttist Jóhann með foreldrum sinum að Jarðbrú i Svarfaðardal.Þar óx hann upp i föður- garði ásamt fjórum yngri systkinum við svipuð skilyrði og tiðkaðist á efnasmáum heimilun. Þó hygg ég að þau systkinin hafi búið viö öllu meira frjálsræði i uppvextinum en algengt var á þeirri tið. Má ef til vill til þess rekja, hve þau voru á ungum aldri djarfleg og fumlaus i framkomu þó að ættarfylgja kunni að hafa komið þar við sögu. Jóhann naut venjulegs skyldunáms i æsku og var ekki um lengri skólavist aö ræða i bili. En haustið 1919 hóf hahn nám i Hólaskóla og útskrifaðist þaöan tvitugur. Lá svo leiðin heim um sinn. Jóhann var snemma félagslyndur og var kært aö blanda geði við aöra. Á þessum tima var aðeins eitt ungmennafélag i dalnum. Ungmenna- félag Svarfdæla. Það hafði aösetur sitt á Dalvik og átti þar hús. Miklu var óhægara fyrir ungmenni úr fremri hluta sveitarinnar að taka þátt i starfsemi félagsins en hin, sem höfðu heimili á Dalvik og nágrenni. Þess vegna stóð býsna margt af ungu fólki frammi i sveitinni utan við ungmenna- félagsskapinn. Var þvi timabært að leita ráða til að efla samtök og félags- kennd þeirra, sem enn stóöu utan dyra. Jóhanni var þess þörf vel ljós og þvi beitti hann sér, ásamt nokkrum öðrum fyrir stofnun ungmennafélags, sem hlaut nafnið Þorsteinn Svörfuður. Félag þetta varð strax talsvert fjöl- mennt og lét á ýmsan hátt verulega til sin taka. Jóhann var kjörinn fyrsti formaður þess enda hafði hann verið aðalforgöngumaður um stofnun þess. Og ég held, að á engan sé hallað þó aö fullyrt sé, að hann hafi verið helzti krafturinn i félagsskapnum fyrstu árin og mótað stefnuna. Félagið mat lika störf hans aö verðleikum með þvi aö kjósa hann heiðursfélaga sinn, og á vegum þess var honum haldið samsæti, þegar hann varð fimmtugur. Skömmu eftir 1920 skaut þeirri hugmynd upp, að ákjósanlegt væri að reisa yfirbyggða sundlaug skammt frá Tjarnargarðshorni eöa Laugahlið, eins og jörðin heitir nú, og leiða i laug- ina vatn frá heitum laugum, sem þar eru i grennd. Ungmennafélag Svarf- dæla tók þessa hugmynd á sina arma og kom Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður til liðs til aö hrinda málinu i framkvæmd. Nefnd var kosin frá báð- um félögunum og varð Jóhann einn nefndarmanna, og formaður Verkefni nefndarinnar var örðugt og vanda- samt, en hún skyldi hafa forgöngu um, að sundskálinn yrði reistur og hafa umsjón með byggingunni. Starfiö var þvi erilssamt og timafrekt og krafðist dugnaðar og hagsýni. Vist var, að Jóhann stóö ekki að baki öðrum nefndarmönnum að áhuga eöa i aö finna leiðir til heppilegra úrlausna á erfiðum stundum. Og upp komst byggingin vegna samtaka eldri og yngri Svarfdælinga. Sundskáli Svarfdæla var vigður á sumardaginn fyrsta árið 1929. Fullyrða má, að þetta var talsvert átak, en einhver skemmtilegasta og þarfasta framkvæmd, sem hér hefur verið gerð. Jóhann naut sin vsl á sviöi ung- mennafélags og æskulýðsmála. Hann var baráttuglaöur, kjarkgóður og fylgdi málum fast eftir. Hann var gæddur talsverðum hugsjónaeldi og átti glöggskyggni til að meta hvað væri helzt til þrifa og umbóta. Það fór þvi að likum, að honum yrðu falin störf á þessum vettvangi á viöara sviði en heimaslóðum. Hann sat tvö ár i stjórn Ungmennasambands Eyja- fjarðar, annað árið gjaldkeri en hitt formaður. Munu einkaástæður ekki hafa leyft honum að sinna þessu starfi frekar. Þá má geta þess, að oft var hann fulltrui félags sins á þingum Ungmennasamb. Eyjafjarðar. Arið 1924 kvæntist Jóhann Ólöfu Vigfúsdóttur frá Þverá i Skiðadal, myndarlegri og vænni stúlku. Þau hófu búskap á Jarðbrú 1925, en hættu honum eftir árið, liklega vegna heilsu konunnar. Næstu árin voru þau á ýmsum stööum ýmist i húsmennsku eða á smábýlum. En liklega um 1934 flytja þau að Upsum á Upsaströnd, enda haföi Jóhann fengið þá atvinnu á Dalvik. Eftir nokkur ár færa þau sig um set til Dalvikur og eignast þar hús, er timar liða og dvelja þar á meðan bæði lifðu, en Ólöf dó 1964. Hjónaband þeirra Jóhanns og Ólafar var ákaflega gott og elskulegt. En þungbært var, að Olöf missti snemma heilsuna og varð oft að dvelja langtimum á sjúkrahúsi. Og heima fyrir var hún tiðum sárþjáð. Má nærri geta, hver raun þjáningar hennar voru fyrir eiginmanninn. En ekki var kvartað eða jafnvægi misst. Og i veikindum konunnar sýndi Jóhann þá einstöku lipurð, nærgætni og umhyggju, sem lofa má. Var iika á orði, að naumast væri betur hægt að sýna maka sinum alúö og ástriki en hann gerði á þessum erfiðu timum. Jóhann og Ólöf eignuðust eina dóttur, sem Hildur heitir, og er búsett á Dalvik. Hún giftist Bjarna Th. Jóns- syni vélstjóra á Dalvik. Eignuðust þau fjögur börn. Eru þrjú þeirra gift og eiga afkvæmi. Bjarni er látinn fyrir fáum árum. Þó að Jóhann menntaðist i þvi skyni að verða bóndi, höguðu örlögin þvi svo, að önnur störf urðu hans hlutskipti. En hann var svo vel gerður, að honum var ekki markaður bás i þessu efni. Hann hafði getu til að leysa vel af hendi margs konar verkefni og gerði það. En flest æviárin liöu við skrifstofustörf hjá útibúi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvik. Þangað kom hann, að ég held, lausteftir 1930 og vann á skrifstofu úti- islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.