Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 30.08.1973, Blaðsíða 6
80 ára Dagbjört Ágústa Jónsdóttir frá Hópi í Grindavik Afmæliskveðja á áttræðisafmælinu Dagbjört frænka min. fyrr og nú, með friðustu myndarkonum. Afmælisbarnið áttræð þú, yngst af Hópssystkinunum. Dæja þú ert i andanum eins, og þú varst forðum daga. Þrátt fyrir tökin mæðu og meins, sem margoft þór gera baga. Þú liknaðir ömmu, er lengi sjúk lá á heimili þinu. hjúkrunarkona mild og mjúk, mjög hennar léttir pinu. Dóttirin góð henni gerði þá, gott sem að bezt skal heita. Nú móður og ömmu má þig sjá, af mildi og kærleik veita. þann 23. ágúst 1973. Systirin yngsta sönn og blið, sómi i hóp þeirra stórum. Elskuð af systrunum alla tið, eins sinum bræðrum fjórum. Brosið þitt hlýja bjart og létt, birtu og fögnub veitir. Það hefur Guð i sál þér sett, sannkölluð Dagbjört heitir. Hamingjuóskir, heill sé þér, hugljúfa frænkan kæra. Með virðingu og þökk, sem verðug er viljum nú hjónin þér færa. Drottinn leiði þig. Dæja min, og drýgi þér sólarbauginn. Gæfurik verði gangan þin, með Guði á niunda tuginn. G.A.F. Áttræður Halldór Sigurðsson beykir, Kirkjuhvoli, Fossvogi Mánudaginn 27. ágúst 1973 varð Halldór Sigurðsson áttræður. Halldór fæddist að Pétursborg i Glæsibæjar- hreppi i Eyjafirði og ólst hann þar upp fram yfir fermingu. En þá réð hann sig á póstbátinn, sem gekk um Eyjafjörð. Var hann nokkur ár i póstflutningum en stundaði svo sjómennsku á ýmsum skipum. þar á meðal á hinni lands- frægu Súlu frá Akureyri, sem þótti gott aflaskip og gat tæpast nokkur talizt fullgildur sjómaður, nema hann hefði verið i skipsrúmi á Súlunni. Hann kynntist þvi snemma undirstöðuat- vinnugreinum þjóöarinnar og komst fljótlega i kynni við silfur hafsins, sild- ina, þvi að við Skjaldarvikina var á uppvaxtarárum Halldórs útgerðar- stöb. Atti hann siðar eftir að vinna mikið við vinnslu sildarinnar. 1 upp- hafi striðsáranna fyrri fór hann til Reykjavikur til þess að nema beykis- ibn hjá Jóni beyki Jónssyni á Beykis- vinnustofu Reykjavikur. Var hann einn af þremur mönnum, sem luku námi hjá Jóni beyki meö prófi. Vann hann þar i nokkur ár eftir það, en árið 1924fórhann að vinna hjá Óskari Hall- dórssyni, útgerðarmanni, á sumrum. Likaði honum stórvel að vinna hjá óskari, enda vann hann hjá honum i mörg ár, og Óskar sýndi það á margan hátt að hann kunni að meta störf Hall- dórs og tókst með þeim góö vinátta svo og fjölskyldum þeirra. Skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina hóf Halldór störf hjá Lýsissamlagi islenzkra botn- vörpuskipaeiganda. Hafði hann þar með höndum ýmis störf fram til 1956, er hann réðst til Kirkjugarða Reykja- vikur og hefur unnið þar siðan. Halldór Sigurðsson óslt upp á þeim árum. þegar allt miðaðist við að geta haft i sig og á. Menn þurftu að hafa all- ar klær úti til þess aö geta fleytt sér og sinum. Unglingarnir tóku ungir þátt i störfum á heimilunum, ekki sizt, þeg- ar eitthvaöbjátaði á. en Halldór missti fööur sinn ungur, og voru systurnar þrjár allar yngri en hann. Kom það þvi snemma i hans hlut aö afla heimilinu matar. Þegar timi gafst til var dorgað af bryggjunni, fugl skotinn og selur veiddur. Er þvi eðlilegt, að kringum- stæður og aðbúnaöur séu metin i ljósi þessarar reynslu. Nýtni og umhugsun- in um það, hvernig bezt megi hagnýta Islendingaþættir 6

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.