Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Page 3
Jónína Magnúsdóttir
Lokið var langri og reynslurikri ævi,
þar sem Jónina Magnúsdóttir kvaddi
þennan heim á átttugasta og fimmta
aldursári, hinn 18. april siðastliðinn.
Hún fæddist 10. júli 1889 að Innri-Ás-
láksstöðum á Vatnsleysuströnd, en
þar bjuggu þá foreldrar hennar,
Magnús Magnússon og Ingibjörg Jóns-
dóttir. Olst Jónina upp i foreldrahús-
um, ásamt sex systkinum sinum. Eru
nú þrjú þeirra eftir á lifi, Vilborg,
Magnús og Guðrún, öll búsett i
Reykjavik.
Fljótt eftir fermingaraldur, eða
jafnvel fyrr, fór Jónina að vinna utan
foreldrahúsa, og þá með þvi fyrsta hjá
þeim hjónum Elinu og Bjarna Stefáns-
syni á Stóru-Vatnsleysu. Þar og þá
mun hún fyrst hafa kynnzt mannsefni
sinu, Helga Jónassyni, . gæða- og
mannakostamanni, sem heima átti að
Nýjabæ , þarna á Vatnsleysutorfunni.
Þau Helgi og Jónina giftust svo 30.
nóv. 1912 og áttu heima i Nýjabæ sin
ing, slikt ævistarf er gott að eiga og
vissulega veit ég af eigin raun hve
sveitastörfin eru tilbreytingarik og
þroskandi á margan hátt. Hann var
maður vel greindur og ihugull, hugsaði
og ræddi ýmis mál og gerði sér far um
að krytja þau til mergjar. Hann var
áhugamaður um landsmál, einlægur
samvinnumaður og framsóknarmaður
alla tið en fordómalaus i annarra garð,
m.a. gladdist hann mjög yfir þeirri
vinstri samvinnu, sem nú hefur rikt að
undanförnu og áleit þar rétt að staðið
hjá sinum flokki. Trúnaðarstörfum
gegndi hann ýmsum, sat m.a. I
hreppsnefnd eitt kjörtimabil, var
ákveðinn án óbilgirni, sveigjanlegur
án hringlandaháttar. Margvisleg
kynni okkar Baldurs leiddu til þess, að
ég mat manninn mikils og tel sjónar-
svipti að honum i okkar fámenna
sveitarfélagi. Greiðasemi var honum i
blóð borin, af henni hafði hann yndi og
ánægju, skapgerð hans öll var eins og
maðurinn sjálfur i sjón, traust og
ákveðin, en jafnframt hlý og einlæg ef
þvi var að skipta.
Baldur var fæddur að Bárðarstöðum
i Loðmundarfirði 28. nóv. 1916, sonur
hjónanna Þóreyjar Sigurðardóttur og
Einars Sölvasonar bónda þar. I
Loðmundarfirði. Atti átti Baldur
svo heimili sitt allt til ársins 1953, að
samvistarár. Þau eignuðust tvö börn,
son, Magnús f. 2. apríl 1914, og dóttur,
Ólöfu f. 17. sept. 1915. En skammvinn
varð sambúð ungu hjónanna i Nýjabæ,
þvi að Helgi drukknaði, er vélbáturinn
Hermann frá Vatnsleysu fórst i aftaka
veðri með allri áhöfn, 24. marz 1916.
Varð það sjóslys þungt áfall fyrir
Vatnsleysubæina og olli óhjákvæmi-
lega djúpum sorgarsárum. Þar fórust
þeir bræður Helgi og Jón Jónassynir
og mágur þeirra Sigurður Lárusson,
sem var formaður á bátnum. Það fólk,
sem þarna hafði mest misst, var Ingi-
björg Jónsdóttir, mann sinn frá þrem
börnum og tvo bræður, aldraðir
foreldrar, Jónas og Ólöf, tvo syni og
tengdason og Jónina mann sinn frá
tveim ungum börnum.
Ekki lét hún þó bugast, fremur en
þetta sorgmædda fólk, en varð það efst
i huga að reyna nú af fremsta megni
að sjá sér og börnum sinum borgið.Um
haustið 1916 flyzt hún til Hafnarfjarðar
hann fluttist að Sléttu I Reyðarfirði og
bjó þar til dauðadags.
1937 útskrifaðist hann frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri og reyndist bú-
fræðinámið honum haldgott vegar-
nesti varðandi ævistarfið, þvl bóndi
var hann ágætur. Hinn 22. nóv. 1940
gekk hann að eiga eftirlifandi eigin-
konu slna, Guðbjörgu Sigurjónsdóttur
frá Borgarfirði eystra, sérstaka dugn-
aðarkonu, glaðlynda og greinda, sem
ævinlega er jafngott að hitta.
Börn þeirra hjóna eru 5: Sólveig
húsmóðir I Reykjavik, Þórey húsmóð-
ir á Reyðarfirði og ljósmóðir þar,
Sigurður bóndi á Sléttu, Einar skóla-
stjóri I Tunguholti, Fáskrúðsfirði
(Sigurður og Einar eru tviburar) og
Sigurjón loftskeytamaöur i Neskaup-
stað. 011 eru þau systkini mannkosta-
fólk hið mesta og barnalán þeirra
hjóna mikið.
Lifssaga Baldurs varð alltof stutt, en
hún var i hvivetna ágæt, minning góðs
drengs, greinds dugnaðarmanns mun
áfram lifa.
Ég færi honum hugheilar þakkir
fyrir kynningu og samstarf og sendi
öllum hans aöstandendum, einkum
konu og börnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Helgi Seljan.
og er þar busiyia uja ukcuíuuí sinum,
Magnúsi og Sigurði, næstu sex árin.
Eftir það býr hún ein með börnum
sinum, og ræðst þá oft til starfa i sveit
á sumrum, en stundar annars vinnu
heima i Hafnarfirði, svo mikið sem
unnt er og vinnu er að fá. En ekkert
uppgripakaup var hjá konum, þá, er
enn rikti það hefðbundna óréttlæti, að
greiða þeim litið meira en hálft kaup,
við það sem karlmenn fengu.
Jónina þurfti vissulega mikið að
vinna, og var orðlagður dugnaður
hennar, starfsþrek og skyldurækni.
Aftur sótti sorgin Jóninu heim, er
einkasonur hennar dó, þá orðinn 17
ára, mesti efnispiltur. En ekki lét hún
þó bugast. Enn átti hún dótturina,
Ólöfu, og hjá henni og tengdasyninum,
Simoni, dvaldist hún siðasta áratug
ævi sinnar. Þá var starfsþrek hennar
farið mjög að bila. Auk þess ágerðist
sjóndepra með hverju árinu sem leið.
En á dótturheimilinu hefur henni ekki
hvað sizt verið dýrmæt samvistin við
dótturbörnin, er verið hafa ömmunni
sem sólargeislar i áfallandi húmi ævi-
kvöldsins. Og á dótturheimilinu munu
lengi lifa hugljúfar minningar um ást-
rika móður og ömmu, sem svo mikið
átti af innilegri guðstrú, góðleik og
hjartahlýju.
Allir þessir nánustu ástvinir, syst-
kini hennar og systrabörn, kveðja
hana með innilegri ósk um eilifa bless-
un á landi lifenda.
Allir, sem Jóninu þekktu bezt,
kveðja hana með virðingu og þökk.
J.H.
3
islendingaþættir