Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Side 4

Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Side 4
Róbert Abraham Ottósson Kveðja frá söngsveitinni Filharmóniu. A þessu sumri eru liðnir fjórir tugir ára siðan ungur maður kom sunnan úr heimi hingað til lands, settist að á Akureyri og hóf þar tónlistarkennslu og kórstjórn. Þau tfðindi spurðust brátt, að hann gæddi alla tónlist nýju lifi, þrótti og fegurð, og jafnframt fylgdi það sögunni, að engin viðhlit- andi skýring væri fyrir hendi á þvi, I hverju þessir töfrar lægju. Þessi ungi maður var dr. Róbert A. Ottósson, sem söngsveitin Filharmónia kveður með þessum fáu orðum að leiðarlokum. Dr. Róbert Abraham Ottósson fædd- ist i Berlin 17. mai árið 1912. Faðir hans var læknir og jafnframt hálærður tónlistarmaður, og sjálfur gekk dr. Róbert ungur i þjónustu tónlistarinn- ar. Hann sagði einhverju sinni, að eftir að hafa hlustað og horft á uppfærslu á Fjdelio á æskuárum sinum hafi hann ekki getaö hugsað sér að helga lif sitt nokkru öðru en tónlist. A fyrstu áratugum þessarar aldar var allt menningar- og tónlistarlif með miklum blóma i Berlin, og bernsku- og æskuár dr. Róberts Abrahams liðu i nánum kynnum við flest eða allt það bezta I þýzkri menningu. Hann var persónulega kunnugur sumum fræg- ustu tónlistarmönnum álfunnar, svo sem Wilhelm Furtwangler, og Bruno Walter var mikill vinur hans allt til dauðadags. Eftir andlát Walters var Róbert gefinn einn af tónsprotum meistarans, sem hann varðveitti eins og helgan dóm. En paradis bernskunnar hrundi i þvi farviðri, sem gekk yfir Evrópu á öðr- um fjórðungi þessarar aldar. Kynþátt- ur Róberts Abrahams gat gert orð Heines að sinum, þegar hann kvað þessar ljóðlinur: Nennt man die schlimmsten Schmerzen, So wird auch der meine genannt. Þaö voru óblið örlög sem fluttu Ró- bert Abraham um haf hingað til Is- lands, en það vill svo vel til, að I skjalasafni Islenzka sendiráðsins I Kaupmannahöfn er að finna merkileg- ar heimildir um þessa ráöstöfun for- lagannna. Sveinn Björnsson, siðar for- seti, þá sendiherra i Kaupmannahöfn, segir svo frá, að dag nokkurn hafi ung- ur maður komið i sendiráðið og leitað upplýsinga um þetta fjarlæga land norður I Dumbshafi, og látið i ljós löngun sina að fara þangað og starfa að tónlistrmálum. Sendiherrann sagði honum, að þarna væri litið verksvið fyrir mann með hans menntun, engin hljómsveit, sem vert væri um að tala, og allt tónlistarlif eins og barn i reif- um. „Ég ætti þá eitthvað að geta hjálpað til við uppbygginguna”, var svarið, sem sendiherra fékk, og þar meö lagði Róbert Abraham af staö til Islands. Hlutskipti tónlistarmanns, sem kom hingað til lands á þessum ár- um, var ekki að öllu leyti ósvipað og landnámsmannanna, sem flúðu hing- að undan ofriki Haralds konungs hár- fagra, en einn þeirra kvað þetta: Hefk lönd og fjöld frænda flýt, en hitt er nýjast: kröpp eru kaup, ef hreppik Kaldbak, en læt akra. Starf tónlistarmannsins var að mörgu leyti svipað og landnemans, sem kemur að litt numdu landi og byrjar starf sitt með þvi að brjóta land og rækta akur sinn, og akurlendi tón- listarinnar hér á landi var litt brotið, þegar Róbert Abraham kom hingað, svo að ekki var annað fyrir hendi en byrja á byrjuninni, og hann gekk þeg- ar til verks með þeim einstaka dugn- aði og fórnfýsi, sem einkenndi allt hans ævistarf til hinzta dags, þar sem trúmennskan við listina og fegurðina rikti ofar hverri kröfu. Hitt var ekki siður merkilegt og mikilvægt, hversu handgenginn hann var öllu þvi bezta i þjóðmenningu okk- ar. Hann tók sliku ástfóstri við Islenzka tungu og bókmenntir, að það hlaut að vekja undrun og aðdáun. Hann talaði og ritaði islenzkt mál, þannig að engu var llkara en hann hefði numið málið af höfundum Eglu og Njálu. Þannig uröu stuttar tækifærisræður, sem hann flutti á góðri stund, ógleymanlegar sakir hrifandi ræðumennsku. Róbert Abraham var ekki fyrr kom- inn til Akureyrar en hann tók að kynna sér islenzkar fornbókmenntir og islenzkan skáldskap. Hann varð brátt handgenginn skáldum eins og Einari Benediktssyni, Matthiasi Jochumssyni og Grimi Thomsen, og þar naut hann handleiðslu þeirra Halldórs Halldórssonar prófessors og Þórarins Björnssonar skólameistara, enda sagðist Róbert vera Norð- lendingur og talaði norðlenzku eins og hún getur fallegust verið. Margur maðurinn ber þess merki alla ævi að verða að skiljast við land sitt og allt, sem honum er kærast á ungum aldri, og það verður hverjum þvi meir raun, sem tilfinningarnar eru rikari, og það sýnir bezt hvilikur efniviður var i dr. Róbert Abraham, hversu vel hann leysti þessa erfiðu þraut. Hér var ekkert auðveldara en að forpokast og halda að sér höndum, en hann sótti á brattann og vann hvern sigurinn á fætur öðrum sem tónlistar- maður og visindamaður, þvi að hann starfaði jöfnum höndum sem kennari, stjórnandi kóra og hljómsveitarstjóri. Flest okkar kynntumst honum ekki fyrr en hann gerðist stjórnandi söng- sveitarinnar Filharmoniu fyrir nær hálfum öðrum áratug, og sennilega höfum við fáa eða enga þekkt honum lika. Hann var hvort tveggja i senn hinn dæmigerði listamaður og strang- ur og nákvæmur visindamaður, og þessar andstæður voru i merkilega góðu sambýli i skapgerð hans.Hann varðveitti i rikum mæli þá guðlegu gjöf að geta hrifizt eins og barn af þvi, sem honum þótti fagurt, en jafnfr. gat hann verið manna raunsæjastur og vegið og metið hvern hlut að skarp- 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.