Íslendingaþættir Tímans - 06.07.1974, Side 7
® Þórður
prestakalli þann vetur, vegna fjarveru
séra Guðmundar Helgasonar, sem var
þá að taka við forstöðu Búnaðarfélags
Islands úr hendi Þórhalls Bjarnarson-
ar, siðar biskups.
Við stöldruðum nokkuð að messunni
lokinni, og kom þar tali okkar, að
Þórður segir við bróður sinn : „Eigum
við ekki að nefna það við hann?” og
benti til min, og játti Jóhannes þvi. En
málefnið, sem þeim var nú efst i huga,
var stofnun ungmennafélags i sveit-
inni okkar, en félögin voru þá að hefja
göngu sina. U.M.F. Akureyrar var
stofnað 1906 og U .M .F. Reykjavikur og
Iðunn 1907, tekin til starfa.
Ég tók máli þeirra bræðra af fegin-
leik, enda hafði ég verið með það i
huga um stund hér i Reykjavik. Hann
sagði mér frá U.M.F. Akureyrar og
störfum þess nánar en ég hafði séð af
blöðum. Hafði Runólfur kynnzt þvi og
orðið hrifinn af anda og stefnu þess.
Hann varð siðar bóndi á Kornsá og for-
ystumaður i félagsmálum Húnvetn-
inga, og þjóðkunnur hæfileikamaður.
Af samtölum við hann hreifst ég af
ungmennafélagshugsjónunum og
fannst, að mér bæri að kynnast þeim
meir, anda þeirra, stefnu og starfi. —
Frá þessu samtali okkar fjögurra i
Reykholti þennan dag var það eitt að
segja til viðbótar, að við bundum það
fastmæium að hefja þá þegar undir-
búning að stofnun sliks félags.
hafa not af hjálpartækjum,sem hafa
fullkomnast með árunum. Svo ekki
verður annað sagt en að mikið hafi birt
upp i þeim ranni.
En þrátt fyrir erfiða ævi verða sól-
skinsdagarnir fleiri. Fyrir allnokkrum
árum kynntust þau Elias Bernburg og
Inga, og var það mikil gæfa fyrir hana
að eignast heimili og finna umhyggju
hans, sem var frábær, ekki sizt i henn-
ar mikla sjúkdómsstriði. Giftu þau sig
nú fýrir stuttu til að innsigla þá miklu
ást og virðingu, sem þau báru hvort til
annars.
Séfstöku þakklæti er mér ljúft að
koma á framfæri frá vinafólki sem
tregar nú góðan vin. Stórt skarð er
höggvið i þann litla hóp, þegar vinur
hverfur úr þessu jarðlifi, ekki sizt i
fámennum hóp, sem stundum virðist
vera litill heimur i okkar stóra jarðlifi.
Þar verða kynnin meiri innbyrðis,
hjálpsemi og samúð meiri ef eitthvað
skyggir á.
Við hjónin vottum eiginmanni, móð-
ur, syni, öðrum ættingjum og vinum
innilega samúð okkar.
Guðmundur Egilsson.
islendingaþættir
Við notuðum siðan tækifærin, sem
gáfust til samtala við unga fólkið i
sveitinni um félagsstofnun, og fengum
vinsamlegar undirtektir hvarvetna.
Undirbúningur þokaðist áfram og var
loks fullráðið að boða til stofnfundar á
sumardaginn fyrsta, sem þá var 23.
dagur aprilmánaðar. Var fundarins
beðið með óþreyju, en mikilli tilhlökk-
un. Sumardagurinn fyrsti þótti vel val-
inn, enda var hann þá ekki siður en nú
uppáhaldsdagur i huga margra og
þjóðlegur hátiðisdagur, þótt ekki væri
hann lögskipaður helgidagur þá, frem-
ur en nú er, og loks rann hann upp, að
vlsu með kuldagjósti af norðri eins og
oft hefur gerzt á landi okkar. „Það
sumrar svo seint á stundum, þótt sólin
hækki sinn gang”. En ekki dró veðrið
úr fundarsókn né áformum. Unga fólk-
ið safnaðist á fundarstð með fagnandi
huga og þeim ásteningi að verða sveit-
inni okkar að liði, fyrst og fremst vit-
andi það, að við vorum að taka hönd-
um saman við fjölda annarra æsku-
manna viðs vegar um landið. Félagið
var stofnað þennan dag og fékk heitið:
Ungmennafélag Reykdæla. Sam-
þykktir fyrir það voru settar og stjórn
kosin. Um félagið verður ekki nánar
rætt hér, en það var fyrsta ungmenna-
félagið i Borgarfirði og gerðist þá þeg-
ar og hefur verið eitt af forgöngufélög-
um þar, og á nú sextiuogsex ára starf
að baki.
Að Erlendi á Sturlureykjum látnum,
tók Jóhannes, sonur hans, sem var
elztur bræðranna, við jörð og búi, sem
hann rak af dugnaði og ágætri forsjá
til æviloka, ásamt konu sinni, Jórunni,
dóttur Kristleifs á Stóra-Kroppi, er var
manni sinum samhent og ágætum
hæfileikum búin.
Fyrstu árin eftir lát föður sins var
Þórður á Sturlureykjum og Deildar-
tungu og stundaði smiðar, einkum
húsasmiðar, allt slikt lék i höndum
hans og var áhugi hans fyrir starfinu
og dugnaðurinn eins og bezt getur ver-
ið.
A vordögum 1924 festir hann ráð sitt
og kvænist Björgu Sveinsdóttur en hún
var Húnvetningur, frá Hólabæ i
Langadal, en hafði um skeið verið hjá
þeim heiðurshjónum, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur og Andrési Eyjólfssyni i
Siöumúla i Hvítársiðu. Sama vor, þ.e.
1924, reistu þau bú að Skógum i Flóka-
dal og ráku það i þrjá tugi ára, en flutt-
ust þá til Akraness, en sonur þeirra tók
við Skógum. Frá þeim tima var
heimili þeirra á Akranesi, og stundaði
Þórður þar smiðar meðan heilsa
leyfði, enda slik verkefni þar mikil
fyrir slikan hagleiks- og dugnaðar-
manna sem Þórður var.
Bú sitt i Skógum ráku þau af dugnaði
og fyrirhyggju, gerðu þar miklar
húsabætur, reistu meðal annars nýtt
ibúðarhús og bættu jörðina stórlega
með aukinni ræktun, en jafnframt bú-
rekstrinum stundaði Þórður smiðar
hjá öðrum, enda eftirsóttur til allra
starfa. Bústjórn heima fyrir hefur þvi
oft verið i höndum húsfreyjunnar og
siðar sona þeirra, er þeir höfðu aldur
til. Synir þeirra voru þrir. Sveinn elzt-
ur, býr á Akranesi og stundar húsa-
smiði, kvæntur Björgu Loftsdóttur.
Guðmundur er næstur að aldri, var
bóndi i Skógum nokkur ár, en rekur
siðan vélsmiðju i Reykholti og bif-
reiðaviðgerðir. Hann er kvæntur
Sigurrósu Arnadóttur. Yngsti sonur-
inn, Andrés, er búsettur á Akranesi, og
er kona hans Auður Þorkelsdóttir.
Þórður hefur innt af hendi mikil og
gagnleg störf á langri ævi og margir
notið þeirra. Hann var maður, sem
kunni vel til verka, og gæddur miklum
áhuga um allt það, er hann tók að sér
eða þurfti að sinna, enda naut hann
trausts og góðvildar þeirra, er kynnt-
ust honum, ætið glaður og hress i
framkomu og hafði þvi holl áhrif á alla
þá, er með honum störfuðu.
Kona hans var honum samhent, góð-
um hæfileikum búin og var heimili
þeirra þvi með miklum myndarbrag,
aðlaðandi og vinsamlegt. Mér auðnað-
ist að heimsækja þau á Akranesi næst-
siðasta sumarið, sem Þórður lifði, var
mér það mikil ánægja. Hann var þá
enn við allgóða heilsu, en að sjálfsögðu
tekinn að þreytast og aldurinn tekinn
að minna á sig, en samfunda okkar þá
minnist ég með mikilli ánægju eins og
allra þeirra, er við áttum heima i
sveitinni okkar, á Sturlureykjum og
annars staðar. Margt rifjaðist upp frá
æskudögunum og æskustöðvunum,
þótt samveran væri skammvinn, og
verði ekki i letur fært.
Ég þakka Þórði innilega öll hin
gömlu kynni og óska eftirlifandi konu
hans og niðjum þeirra farsældar og
blessunar.
JónIvarsson
L
7