Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Síða 4
Guðbrandur Magnússon
fyrrverandi kaupfélagsstjóri og forstjóri
Guðbrandur Magnússon, fyrrv.
kaupfélagsstjóri og forstjóri Afengis-
verzlunar rikisins, andaðist 13. júli
s.l., 87 ára.
I minningargreinum ágætum um
Guðbrand hefur ekki verið ritað eins
itarlega og ég hefði kosið um árin sem
hann var kaupfélagsstjóri i Hallgeirs-
ey. En þá er á það að lita, að nú eru
þeir flestir horfnir til feðra sinna sem
voru félagsmenn Kaupfélags
Hallgeirseyjar i tið Guðbrands fyrir
um það bil hálfri öld, og hefðu þar
kunnað bezt um að fjalla.
Landeyjar voru all einangraðar
sveitir á fyrstu áratugum þessarar
aldar: stórár, stundum ófærar, voru
útverðir sveitanna Og við vorum i þá
daga eiginlega með annan fótinn i
fornöldinni. Búnaðarhættir alda-
gamlir, helztu lifsbjargartækin orfið,
hrifan og árin. Flutningatækin klyfja-
hestarnir og vagninn. Frá þessum
árum man ég eftir einni sláttuvél i A-
Landeyjum — sem ryðgaði úti i mýri.
Það var likast sem timinn stæði i
stað. Vordagarnir, næstum óendan-
legir, minna enn á fuglasinfóniuna i
mýrinni, hlýjuna i loftinu og gróður-
ilminn.
Þetta voru góðir dagar, en það gerð-
ist fátt sögulegt. En ungir menn vilja
hafa nokkra tilbreytingu, jafnvel
ævintýri — eitth vað þarf að gerast sem
markar spor.
Landeyingar voru — og eru reyndar
enn — traustir menn: þeim brá litt við
váleg tiðindi, en þeir urðu ekki heldur
uppnæmir fyrir nýjungum. Mér fannst
Guðbrandur koma eins og storm-
sveipur inn i þessa hljóðlátu sveit.
Hann hafði mikil umsvif á þessum
frumbýlingsárum Kaupfélags
Hallgeirseyjar. Hann var mikill hug-
maður, sem kallað er, og hreif furðu
marga með sér. Það leyndi sér ekki
hver var á ferð þegar maður kom rið-
andi sunnan Affallsbakka á harða-
spretti. Þar fór Guðbrandur á Skjóna
sinum.
Guðbrandur kom stundum heim að
Úlfsstöðum á þessum ferðum sinum og
var mikill aufúsugestur, sem hvar-
vetna i sveitinni. Hann sópaði burt
deyfö og drunga. Ég held, að orð séra
4
Sveins Vikings um Magnús, föður
Guöbrands hafi ekki siður átt við um
hann sjálfan: „Magnús var svo bjart-
sýnn, svo eldfjörugur og kvikur og svo
brennandi af ákafa og umbrotahug, að
ég hygg að til eindæma megi telja.”
Kaupfélagið hleypti nýjum og
ferskum straumum i mannlifið i Land-
eyjum. Aðdrættir höfðu um aldir verið
erfiðir. Bændur verzluðu i Eyjum,
gátu haft 50 — 100 kg. i fari sinu. Þurfti
þvi að fara margar ferðir á hverju
vori. Sumir sóttu nauðsynjar sinar út á
Eyrarbakka, viku lestarferð.
Nú varð sú breyting á, að kaup-
félagsskip komu á vorin til Vest-
mannaeyja, þar sem vörunum var
umskipað og siðan fluttar i vélbátum
til lands. Þetta reyndist mjög
kostnaðarsamt. Siðar komst sú skipan
á aö fá skip frá Kaupmannahöfn með
vörurnar upp að Söndunum. Það var
stór viðburður i lágsveitunum þegar
„siglingin kom.”
A vorin varð þvi fjaran leikvangur
okkar strákanna, sem vorum látnir
„færa i sandinn.” Það var ævintýri að
fá aðfara um borð i mótorbátana, sem
sumir kölluðu nótora, hvað þá stóru
skipin frá útlandinu. Við lékum okkur
lika að þvi að stökkva upp á tundur-
duflið fyrir ofan flæðarmálið, sem
sumir brúkuðu sem hestastein. Allir
voru vissir um að það væri óvirkt. En
svo komu dátar af dönsku herskipi og
sprengdu þetta leikfang okkar. Þá var
mikill hvellur.
Þá er við höfðum aldur til var farið i
uppskipun.Við bárum kornvörupokana
upp á kampinn fyrir 90 aura til krónu á
timann, jafnt nótt sem dag. Þetta var
þrælavinna. Feginn varð ég er Guð-
brandur sagði mér að fara út I skip og
vinna i lestinni: það fengu færri en
vildu.
Kaupfélagsverzlunin hófst i Hall-
geirsey vorið 1920, i hlöðu sem var inn-
réttuð sem sölubúð, en skrifstofan
hafði áður verið lambhús.
Þetta var verzlun sem fólkið átti
sameiginlega. Eftir langvarandi skort
á margri vöru — jafnvel nauðsynja-
vöru — þurftu margir að bæta sér i búi.
Þetta var mannlegt — kannski mann-
legur veikleiki. En þarna svignuðu
hillur undir finustu kramvöru, gnægð
var af kaffi og sykri osf. en langt til
áramóta — skuldadaganna. En þeir
komu, og urðu mörgum erfiðir. Það
gekk illa að láta innleggið hrökkva
fyrir skuldinni, og árferðið misgott.
En þessir timar hlutu lika að vera
Guðbrandi kaupfélagsstjóra erfiðir.
Annarsvegar knýjandi þörf viðskipta-
manna, hinsvegar kröfur lánardrottna
um skuldaskil. Og árið 1926 var svo
komið að allhart varð að ganga eftir
greiðslum. Bændur þurftu að setja veð
og skrifa undir skuldbindingar um skil
á settum gjalddaga.
Sú saga var sögð, að þá er Guðbrand
bar að garði eins félagsmanns og bað
hann skrifa undir sem aðra, hafi veriö
skotið á einskonar heimilisráðstefnu.
Þótti ekki verða undan vikizt að verða
við ósk kaupfélagsstjórans. En áður
þótti rétt að kalla til yngsta son bónda
sem sat inni i bæ og las Is-
lendingasögur, en i þá daga lásum við
unglingar mjög þær bókmenntir og
börðumst þess á milli. Piltur segir:
Eigi hræðumst vér hótanir yðvarr,
Guðbrandur, og munum vér hvergi
skrifa undir.
Jón R. Hjálmarsson skólastjóri
islendingaþættir