Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Page 6
Asmundur Gunnar Sveinsson
Oft ber það við er maður fréttir
skyndilegt fráfall góðs vinar, að manni
bregður óþægilega. Svo fór fyrir mér,
þegar ég kom frá vinnu einn daginn, er
konan mín sagði mér, að hann Gunnar
væri dáinn. Mér brá svo að ég svaf lítið
næstu nótt.
Gunnar hafði um nokkurt skeið
kennt lasleika, þótt hann ynni til sið-
asta dags, er honum versnaði svo
skyndilega að hann var innan fárra
stunda liðið lik.
Ásmundur Gunnar Sveinsson hét
hann fullu nafni þótt hann væri i dag-
legu tali kailaður Gunnar. Hann var
fæddur i ölafsvik 15. október 1927,
andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 16.
ágúst 1974. útför hans fór fram frá
Garðakirkju 23. s.m. að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Gunnar var frekar lágur maður
vexti en þéttur á velli og svipurinn
góðmannlegur. Foreldrar hans voru
sæmdarhjónin Sveinn Árnason og
Guðný Jóna Asmundsdóttir. Þau hjón
eignuðust sex börn sem uppkomust. Á.
þeim árum var lifsbaráttan oft hörð,
það þurfti þvi samhent átak til að
koma svo stórum barnahópi vel til
manns. En með sérstökum dugnaði,
ástundun og hagsýni tókst þeim hjón-
um það með prýði. Þau eru nú bæði
dáin fyrir allmörgum árum. Börn
þeirra eru öil gift. Þau eru auk
Gunnars, Þórkatla, húsfrú i Reykja-
vik, Björgvin, bifreiöastjóri i Hafnar-
firði, Kristrún húsfrú i Garðahreppi,
Arni rafvirki i Grindavik og Kristþór
leigubilstjóri i Hafnarfirði. öll
sæmdar- og myndarfólk. Þau sjá nú á
bak heittelskuðum bróður.
Þegar Gunnar var drengur innan við
fermingu, var hann hjá mér sem vika-
drengur i fjögur sumur. Ég get sagt
þaö alveg skrumlaust, að betra barni
hefi ég ekki kynnzt. Öll verk hans sem
hann vann voru svo vel unnin að á
betra varö ekki kosið, þar sem fylgdi
frábær dugnaður og ástundum. Ég
vil nefna hér dæmi um vinnusemi hans
og vandvirkni. Fyrsta sumarið sem
Gunnar var hjá mér unnum við faðir
minn aö þvi að rifa hlöðu og byggja
hana upp á öðrum stað. Við unnum af
kappi við hlöðusmíðina, ég fór þá að
taka eftir þvi að drengurinn sat
skammt frá okkur, alltaf á sama stað
og var alltaf að berja i sama kubbinn.
Ég fór þá að athuga að þvi hvað hann
6
væri að gera, hann hafði þá tínt saman
alla þá nagla, sem við faðir minn
höfðum dregið úr hlöðuviðnum og var
búinn að rétta þá svo vel að varla var
hægt að sjá annað en þetta væru nýir
naglar. Svona vann Gunnar öll sin
verk.
Ég þurfti aldrei að kalla hann til
verks. Hann fylgdi mér svo, að óðar er
hann sá að ég gekk til verks, þá var
hann kominn. Hann kaus heldur að
fylgja mér, en vera að leik með börn-
um, sem voru mörg i nágrenninu og
hans góðir vinir. Vinnan virtist vera
honum allt.
Hann var svo prúður og háttvis, að
frá honum heyrðist ekki nokkurt orð
sem óþægilegt gat verið fyrir einn eða
neinn. Svona var Gunnar á öllum
sviðum, það er þvi ekki að furða þó
hlýja vaknaöi hjá manni við nálægö
sliks barns, enda var það svo aö börnin
okkar elskuðu hann sem bezta bróður
og við hjónin og tengdamóðir min unn-
um honum sem okkar börnum.
Fyrir samveruna þessi fjögur
sumur, viljum við hjónin og börnin
þakka þér með hrærðum huga, ástkæri
vinur.
Þegar Gunnar var innan tvitugs
aldurs, fluttist hann hingað suður með
foreldrum sinum og settust þau að i
Silfurtúni. Stuttu eftir komu sina suður
geröist hann leigubilstjóri frá Hafnar-
firði og stundaði þá vinnu til dauða-
dags. Hann var einn af stofnendum
bílastöðvar þar. Og er ég þess fullviss
að Gunnar hefur eignazt þar marga
góða vini sem færari væru mér að
minnast þessa mæta drengs.
Gunnar giftist 3. október 1952, eftir-
lifandi eiginkonu önnu Kristjönu Þor-
láksdóttur frá Álfsnesi á Kjalarnesi.
Hún reyndist honum hinn traustasti
lifsförunautur sem aldrei brást, enda
unni hann henni og virti af alhug. Eftir
giftinguna hófst Gunnar handa um að
koma upp húsi. Fyrst byggði hann
húsið að Asgarði 4, siðan húsið að
Stekkjarflöt 2, bæði húsin með eigin
höndum og fyrir eigið fé, Þau hjónin
komu sér þar upp mjög fallegu heimili
sem ber þeim ljósast vitni um dugnað
þeirra, smekkvisi og vandvirkni.
Þau eignuðust 2 börn, Guðnýju Jónu,
f. 8. október 1950 og Þorlák, f. 5. febrú-
ar 1957. Gunnar reyndist börnum sin-
um ástrikur faðir, sivakandi yfir vel-
ferð þeirra. Börnin eru sérlega
mannvænleg og myndarleg. Þá var
það dótturbarn hans, Anna f. 16. april
1969. Yndi og eftirlæti afa sins.
Astkæri vinur nú ert þú horfinn yfir
móöuna miklu meira að starfa Guðs
um geim. Skyldi maður ekki mega
vænta þess að sagt hafi verið við heim-
komuna:
Þú góði dyggi þjónn
yfir iitlu varst þú trúr
yfir mikið mun ég setja þig
Gakk inn til fagnaðar herra þins.
Þegar ég svo kom að leiðarlokum,
skyldi ég þá ekki mega vænta þess, að
þú standir við vegamótin og takir á
móti mér með faðminum þinum
mjúka og hlýja eins og svo oft áður.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
haföu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Að siöustu sendum við hjónin og
börnin, öllum vinum og venzlamönn-
um hins látna, okkar hjartfólgnustu
samúöarkveðjur, þó sérstaklega til
eiginkonu, barna og dótturdóttur hans,
þar er missirinn mestur.
Guð j*efi ykkur styrk i ykkar sáru
sorg.
Kristinn Sigmundsson.
islendingaþættir