Íslendingaþættir Tímans - 14.09.1974, Side 7
Sigmundur Helgason
bóndi
Núpum, Fljótshverfi.
f. 26.4.1912-d. 15.8.1974.
Sigmundur á Núpum er dáinn. Hér i
heimi finnum við ekki aftur þétta
handtakið hans og sjáum ekki áftur i
hlýju og skæru augun, sem alltaf
horfðu vingjarnlega en ákveðið móti
gestinum,er kvatt var dyra á Núpum,
landnámsjörðinni i Fljótshverfi. Hann
varð bráðkvaddur að heimili sinu þann
15. ágúst s.l. Kallið kom og þvi varð
að sinna, að visu ekki alveg óvænt, en
við sem fjær stóðum, en þó i nálægð,
höfðum vonað að þess væri enn langt
að biða. Bóndinn á Núpum sinnti þvi
kalli og hefur vissulega verið þess
betur viðbúinn en margir aðrir. En
mörgum köllum hafði hann áður sinnt
frá sveitungum sinum og samtið, þvi
að oft var til hans leitað. Til hans var
lika gott að leita, hvort heldur leysa
þurfti félagsleg vandamál eða sinna
þurfti þeim með högum höndum. Allt
var gert sem mögulegt var af sömu
ljúfmennskunni.
Sigmundur Helgason fæddist á
Núpum 26. april 1912, sonur hjónanna
Helga Bjarnasonar og Agnesar
Sigmundsdóttur er bjuggu þar. Á
Núpum átti hann heima frá vöggu til
grafar, þar lék hann sér barn, þar lifði
hann og starfaði öll sin beztu ár og þar
féll hann að móður jörð i fullu starfi.
Og á Núpum tókst honum að vinna
ótrúlega mikið landnámsstarf á undra
stuttum tima, en sannarlega fór þar
saman hugur og hönd. Þótt Núpar séu
landnámsjörð var hún ekki þeim
kostum búin sem æskilegt þykir i dag,
en með aðstoð Þórdisar Ölafsdóttur
frá Blómsturvöllum sem búið hefur
með Sigmundi i mörg-ár og veitt hefur
honum ómetanl. aðstoð tókst honum
að byggja upp öll útihús og ibúarhús
ásamt ræktun jarðar og bústofns svo
aö nú eru Núpar bæði snoturt og
þægilegt býli. En þótt búskapur hafi
orðið ævistarf Sigmundar að stærstum
hluta,hygg ég þó að áhugamál hans
hafi legið á öðrum sviðum. Hann var
smiður ágætur og heyrt hefi ég að faðir
hans hafi látið svo um mælt að senni-
lega mundi hann geta smiðað allt það
sem hann vildi ef hann hefði það áður
augum litið og skorti ekki til þess
verkfæri. Þessara hæfileika lét hann
einnig sveitunga sina njóta, þvi að á
mörgum bæjum hér i sveit sjást merki
um hagar hendur hans. Hér vil ég
minnast eins, en það sýnir vel hug
Sigmundar til framfara og framtiðar i
búskap jafnframt þvi sem það lýsir
einnig félags- og samvinnuhugsjón
hans, en hann var alla tið eindreginn
og ákveðinn samvinnumaður.
Eins og viða i sveitum færðist hér
aukiö lif i starfsemi Búnaðarfélags-
skaparins með bættri afkomu bænda
um miðja þessa öld. Félögin höfðu
meiri fjárráð og mörg þeirra réðust i
kaup á ýmsum tækjum sem þau siðan
leigðu félagsmönnum sinum gegn
vægu gjaldi. Hér i sveit, þar sem sunn-
lenski rosinn ræður oft rikjum marga
daga um sláttinn var ráðizt i að kaupa
mót til þess að steypa við votheys-
gryfjur. Hvort Sigmundur hefur verið
tillögumaður að þvi skal ég ekki um
segja, en þáttur hans i að reisa þær
byggingar er ekki smár, þvi áð hann
sá um byggingu þeirra flestra oft án
mikilla launa, enda mun það aldrei
hafa verið ætlun hans að auðga sjálfan
sig á kostnað sinna stéttarbræðra og
nágranna. Hitt mun fremur hafa vyrir
honum vakað að styðja þá til þess að
verða betur viðbúnir að mæta mis-
jafnri verðráttu um bjargræðistima
islenzkra bænda.
Hitt er svo önnur saga, sem ég hygg
að hafi orðið honum nokkur vonbrigði
að nú, hálfum örðum áratug siðar
standa þessar hlöður margar tómar
þótt i fullu notagildi séu. Svo var ekki á
Núpum og i sólskininu i júli i sumar
hafði hann eitt sinn orð á þvi við þann
er þetta ritar, að nú væri gott að eiga
nógar votheyshlöður svo að ekkert
þyrfti að þurrka, hvað þá þegar verr
viðrar.
Eins og fyrr segir var Sigmundur
alla tið ákveðinn félags- og samvinnu-
maður. Hann var viðlesinn og fróður
vel um hag og sögu lands og þjóðar og
kunni vel að meta vel gerð skáldverk,
hvort heldur var I lausu eða bundnu
máli enda mun það löngum hafa verið
tómstundagaman hans að lesa góða
bók, sem þó var jafnan of litill timi til
að sinna. Hann hafði ákveðnar og
sjálfstæðar skoðanir á mönnum og
málefnum og var fljótur að átta sig á
aðalatriðum hvers máls. Hann sóttist
ekki eftir forystu i félagsmálum, en
rækti vel þau störf sem honum voru
falin. Á fundum var hann tillögugóður
og ábendingar hans og ráð reyndust
jafnan hollráð.
Og nú er sæti hans autt, i dag
verður hann jarðsettur að Kálfafelli.
Sveitin hefur misst góðan dreng, við
þökkum samfylgdina og biðjum
honum blessunar á nýjum ævivegum.
Hollvættir og huldufólk Núpsins
drjúpa höfði, þau sjá nú ekki bóndann
opna bæ sinn að morgni og horfa upp
til fjallsins, þau hafa einnig misst. En
mestur og þyngstur er þó missir þeirra
sem næst standa. Þórdisi Ölafsdóttur,
systrum hins látna svo og öðrum
vandamönnum votta ég mina dýpstu
samúð.
Teygingalæk, 27. 8.1974.
Ólafur J. Jónsson.
Islendingaþættir
7