Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Blaðsíða 3
Gunnar Þór Þorsteinsson F. 12. júli 1930 D. 19. nóv. 1974 Þeir, sem guöirnir elska, deyja ung- ir. Staðfesting þessara oröa kom mér i hug, þegar mér barst fréttin um lát Gunnars, þvi ekki er langt siðan hann kom I heimsókn til okkar með fjöl- skyldu sinni og áttum við þá ánægju- lega stund saman eins og oft endra nær. Ég held hann hafi ekki verið viku- gamall, þegar ég fyrst sá hann, frum- burð og stolt foreldra sinna: Sigriðar Gunnarsdóttur og Þorsteins Ólafsson- ar, sem bæði eru látin en bjuggu allan sinn búskap i Reykjavik. Gunnar ólst upp með foreldrum sin- um og bræðrunum fjórum, sem allir eru vel að manni og góðir þjóðfélags- þegnar, en þeir eru Óli Þór rafvirkja- meistari, Alfreð, borgarfulltrú, Sigurjón, bifreiðastjóri, og Ingvar, framreiðslumaður. Lifsbaráttan var hörð á uppvaxtar- árum Gunnars en skömmu eftir fermingu hóf hann starf undir leiösögn föður sins og gerðist hafnarverkamað- ur. Lengst af starfaði hann hjá Eim- skip og varð þar fastráðinn starfsmað- ur þegar sú skipan mála við hafnar- vinnu varð að veruieika. Barnsár og framyfir unglingsaldur þekkti ég hann vel og kunnugt var mér um að hugur hans beindist á þessu timabili til frekara náms að barna- skólanámi ioknu. örlögin höguðu þvi þó á annan veg, frekara bóknám lagt til hliöar og brauöstritið hófst af full- um þunga. Gunnar var vinnufús og lipur verk- maður sem gott var að starfa með, enda eignaðist hann marga góða og trygga starfsfélaga, sem aölöguðust i traust samstarf um verkhyggni og vinnuhraða. Vor var i lofti þótt vetur væri geng- inn i garð, þegar Gunnar kvæntist unn- ustu sinni, Kjólu Sigurgeirsdóttur, 19. desember 1953. Þau stofnuðu heimili i litilli ibúð, sem þau unnu saman um að gera vistlega, en stilla þurfti öllu i hóf til þess að endar næðu saman. Hvorugt hjónanna geröi miklar kröfur til llfs- íslendingaþættir þæginda og þvi siður til óhófs, en þau undu glöð við sitt og létu erfiðleika lið- andi dags ekki á sig fá, enda búnaðist þeim vel og gleði þeirra jókst með til- komu barna sinna, Ragnars, sem nú er i iðnnámi, og Sigriðar, sem er starfs- stúlka við Kópavogshæli. Með elju og sparsemi,óx ungu hjónunum svo fiskur um hrygg, að þau sáu sér fært að stækka heimili sitt með kaupum á Ibúð við Álftamýri 28, þar sem þau hafa búið siðan i björtu og hlýlegu húsnæði. Þá bregður fyrir skugga, „maðurinn með ljáinn” kveður dyra, húsbóndinn var kallaður, eftir stutta legu á sjúkra- húsi, til annarra starfa, til annarra heimkynna, til endurfunda við áður gengna vandamenn og vini. Lifssaga Gunnars var ekki löng og i litlu frábrugðin hinni almennu hér- vistarveru. Fráfall manns á bezta aldri er tjón samfélagsins en skapar sorg og söknuð eftirlifandi ástvinum og tóm i hugum nánustu ættingja, vina og samstarfsmanna. Minning um góðan dreng mun geymast mér og öðrum samferða- mönnum, sem þekktum Gunnar bezt. Eiginkonu hans, Fjólu Sigurgeirs- dóttur, börnum þeirra, bræðrum og öörum vandamönnum vottum við hjónin okkar innilegustu samúðar- kveðjur. OddurOddsson f Gátur lifsins eru margar hverjar torráðnar og stundum óleysanlegar, að þvi er virðist. Það er til að mynda erfiö gáta, hvers vegna maður, sem ekki er kominn að vatnaskilum lifsins er kallaður fyrirvaralaust burtu. 1 hugum vina og vandamanna hljómar endalaust hin einfalda spurning: hvers vegna? En án þess, að svör fáist. Og þeir bergja bikar harms I hljóði. Það er bjart yfir minningu Gunnars Þorsteinssonar. Slikt er ekki óeðlilegt um menn, sem eru sjálfum sér nógir og hafa það að markmiði að sýna ná- unganum umburöarlyndi I hvivetna. En þegar sannindin um lifsferil manna eru jafn einföld, bregður svo einkenni- lega viö, að lýsingarorð missa mátt. Þærverða ekki fleiri veiðiferöirnar i bráð. Hann naut útivistar i faömi blárra fjalla viö grösuga árbakka. Margs er að minnast úr slikum ferö- um, og byrjað var að ræða um ferðir næsta sumar, enda þótt skuggarnir væru enn að lengjast á köldum vetrar- dögum. Vissan um það, að aftur kem- ur sumar, léttir lund. Þó að Gunnar verði ekki með i næsta skipti, á áreið- anlega eftir að koma sumar, þar sem hitzt veröur á ný. a.þ. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.