Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.12.1974, Síða 6
hafa lif okkar hamingjusamt og bjart, og veröldina fegurri og betri. Þvi er þa6 i dag, þegar við kveöjum þig, elsku pabbi, aö hæst ber i hjörtum okkar þakklæti fyrir ást þina og um- hyggju og minningin um drengskap þinn og hógværð, æðruleysi I hverjum vanda, orðheldni og tillitssemi við smáa og stóra. A kveðjustund megna orð svo litiö, en ég, sem þessi orð rita, og hef notið leiðsagnar þinnar, um- hyggju og góðvildar i rúmlega þrjá áratugi, verö þér ævinlega innilega þakklátur. Reynir. f F. 10.3. 1914 D. 19.11. 1974. 27. nóv. var til moldar borinn frá Fossvogskapellu i Reykjavik Hilbert Jón Björnsson, en hann varð bráö- kvaddur þriðjudaginn 19. nóvember sl. viö Reykjavikurhöfn, þar sem hann starfaði tæplega tveggja áratuga skeiö. Að velli lagði hann sjúkdómur, sem haföi gert vart við sig fyrir fá- einum árum. Hilbert fæddist I Vest- mannaeyjum 10. marz 1914, og varð hann þvi liölega sextugur að aldri er hann lézt. Faðir Hilberts var Björn Bjarnason, verkstjóri, frá Eystri-Tungu i Land- broti (f. 20. júni 1884, d. 8. april 1957), en móðir hans var Þorbjörg Asgrims- dóttir (fædd i Reykjavfk 20. september 1895, d. 14. desember 1964). Björn var verkstjóri hjá Kárafélaginu frá 1919, fyrst i Reykjavik og siðan i Viðey, þar sem Hilbert ólst upp. Leit Hilbert á sig sem Viöeying æ siöan. Þau Björn og Þorbjörg eignuðust sex börn og var Hilbert næstelztur þeirra. Systkini hans eru öll á lifi, elzt er Laufey, þá Bjarni, verkamaöur i Reykjavik, þá Asgrimur, starfsmaður vitamálastjóra, fyrrum stýrimaður og skipstjóri, þá Björn, smiður hjá vita- málastjóra, en yngstur er Sigurður, vélvirki á Neskaupstað. Einnig eru á lifi föðursystir og föðurbróðir, og þrjár móðursystur. Hið óvenjulega nafn, sem Hilbert bar, hlaut hann frá norskum vini föður sins, sem greitt hafði götu hans áriö 1912 i Noregi, er hann dvaldist þar til að kenna Norömönnum sérstaka verk- unsaltfisks. Vildi Björn heiöra þennan norska vin sinn meö þvi að skira fyrsta soninn i höfuöiö á honum. Þessa rækt- arsemi og tryggð, sem Björn sýndi fjarlægum vini, átti Hilbert sjálfur i rikum mæli, enda er það samdóma álit þeirra, sem til þekktu, að Hilbert hafi 6 verið hið mesta tryggðartröll þeim, sem hann batt vináttu sina við, og bar hann hag og velferð þeirra mjög fyrir brjósti. Þegar Kárafélagið hóf útgerð sina frá Viðey fluttust foreldrar Hilberts þangað. Þar reis litið sjávarpláss með rúmlega eitt hundrað ibúum auk margra tuga aðkomumanna, sem störfuðu þar á mesta annatima ver- stöðvarinnar. A herðum Björns, föður Hilberts, hvildi öll verkstjórn i Viðey, og elzti sonurinn, Hilbert, dróst ósjálf- rátt og fljótlega inn I þá hringiðu, sem starfi Björns fylgdi. Hilbert var aðeins tólf ára gamall, þegar fyrsta ábyrgð- arstarfið féll honum i skaut, er hann gerðist ferjumaður milli lands og Við- eyjar — flutti hann fólk og vörur ýmist til Reykjavikur, Vatnagarða eða Gufuness, eftir þvi sem þörfin kallaði hverju sinni. Þetta traust, sem honum var sýnt með þessu starfi svo ungum að árum, lýsir vel þvi áliti, sem hann naut hjá samferðamönnum sinum. Ekki brást Hilbert þessu trausti i ferjumannsstarfinu og hann rækti þau skyldustörf af samvizkusemi og ör- yggi- Það má með sanni segja, að fyrsta trúnaðarstarfið hafi markað lifsbraut og lifshlaup Hilberts upp frá þvi. Snemma beygist krókur til þess, sem veröa vill. Ferjumannsstarfið færði hann að hafinu, kom honum i beina snertingu við það, sem upp frá þvi seiddi hann til sin án afláts, hið magn- þrungna haf, sem býr yfir svo miklum leyndardómum og fyrirheitum handan sjónarrandar. Hvað um það, fimmtán ára gamall hleypti Hilbert heimdrag- anum og réði sig á togarann Kára, sem gerður var út frá Viðey. Þar með var lifsstarfið ráðið, sjómennsku lagði hann fyrir sig upp frá þvi. Nú fór i hönd spennandi timi fyrir ungan dreng. Hilbert réði sig á næstu árum á hvert skipið á fætur öðru til þess að kynna sér sem bezt sjó- mennsku og öölast dýrmæta reynslu i þvi starfi. Fjörðungur aldar leið unz hann tók pokann sinn og gekk i land i siðasta sinn sem sjómaður. Þá tók við annað starf i landi en i beinni snert- ingu viö sjómennsku, sem hann unni svo mjög, en það var viö Reykjavikur- höfn, fyrst sem háseti á dráttarskipinu Magna, siðan umsjónarmaður með hafnsögubátunum. Að þvi starfi gekk hann, er hann féll i valinn langt fyrir aldur fram. Eftir nokkurra ára sjómennsku á fiskibátum, varðskipum og kaupskip- um, þá réðist Hilbert til Asgeirs Sig- urðssonar, skipstjóra, sem háseta og siðan bátsmann á Esjurnar, fyrsta og annað skip Skipaútgerðar rikisins, sem báru það nafn. Hilbert var siöan i þessu skipsrúmi fram til ársins 1955, er hann réðst til Reykjavikurhafnar. Eftirminnilegasta ferðin, sem Hil- bert fór með Esju, var farin haustiö 1940, er Esja var send til Petsamo i Finnlandi til að sækja íslendinga, sem höfðu oröið innlyksa á Noröurlöndum, er siðari heimstyrjöldin brauzt út. Til marks um það mikla álit, sem Hilbert naut i röðum skipstjórnar- manna, þá gat hann ávallt valið úr skipsrúmum, ef hann vildi breyta til frá venjubundnum strandferðum rikisskipanna og fara túr og túr með öðrum skipum til útlanda, þá lá ætið opin leið fyrir hann að fá skipsrúm annars staðar i lengri eöa skemmri tima. Það er samdóma álit starfsféiaga Hilberts, að æðruleysið hafi einna helzt einkennt hann i starfi. Enginn vandi var svo stór i starfinu að hann yxi honum yfir höfuð. Starf sjómanns- ins er nú einu sinni þannig I eðli sinu, að atvikin gerast án fyrirvara og við- brögð sjómannsins geta skipt sköpum fyrir skip og áhöfn. Hilbert hafði ein- mitt þá eiginleika til að bera, að geta brugðizt rétt við óvæntum atburðum um borð i skipi sinu. Hilbert kvæntist 17. desember 1938, eftirlifandi konu sinni, Astu Þorkels- dóttur (f. 27.12 1908 i Reykjavik), en hún er dóttir Þorkels Guðmundssonar, bátasmiðs i Reykjavik, og konu hans Signýjar Guðmundsdóttur frá Leiru- lækjarseli á Mýrum. Þau Asta eignuöust tvö börn — Þor- björgu, sem er gift Jóhannesi Þórólfi Guðmundssyni frá Króki i Grafningi, leigubilstjóra hér i borg, og Sævar, kennari við Kvennaskólann i Reykja- vik. Hilbert gekk i föðurstað syni Astu, Reyni G. Karlssyni, æskulýðsfulltrúa rikisins, sem er kvæntur Svanfriði Guðjónsdóttur frá ísafirði. Þorbjörg á þrjá syni á lifi, þá Skarphéöinn, Þórólf og Hörð, og Reynir á eina dóttur. Ástu Mariu og einn son, Guðjón Karl. Afabörnin hafa mikiðmisst viö fráfall Hilberts, enda voru þau mjög hænd aö honum og undu sér hvergi betur en i návist hans, sem var svo natinn að sinna þeim, leysa þeirra vanda, greiða úr óljósum barnaspurningum þeirra. Þorbjörg átti son af fyrra hjóna- bandi, Asgeir Guðmundsson (f. 25.8. 1958, d. 9.10. 1964), sem var augasteinn afa sins og ömmu. Eftir langvarandi og erfiða sjúkdómslegu lést Asgeir aö- eins sex ára gamall.. Hilbert tók sárt vonlaus barátta Asgeirs við sjúkdóm- inn vitandi það, að ekkert var hægt að gera til að stemma stigu við honum. Hilbert varði löngum öllum sinum tómstundum með Asgeiri, stytti hon- um stundirnar með öllum ráðum og sinni föðurlegu hlýju, sem hann átti i rikum mæli. Veikindi Asgeirs og lát islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.