Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Side 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 8. febrúar 1975 — 4. tbl. 8. árg. Nr. 195. TIMAIMS Óli Vilhjálmsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Fæddur 1. september 1888. Dáinn 10. janúar 1975. Aö kvöldi föstudagsins 10. janúar s.l. andaöist á Borgarspitalanum Óli Vil- hjálmsson fyrrv. framkvæmdastjóri Sambandsisl. samvinnufélaga i Ham- borg og Kaupmannahöfn. Hann var á 87. aldursári er hann lést. Andlát Ola bar brátt aö, — dagsdvöl á Borgarspitalanum. Banamein hans var kransæöastifla. Vinir Óla áttu ekki von á þessu svona snöggt. Þrátt fyrir háan aldur var hann hinn hressasti og fagnaöi nýju ári á nýársdagskvöldi i hópi vina. En kall- iö kom snöggt og minnti reyndar á vissa eiginleika Óla, — þá aö foröast tvinón i athöfnum. Meö Óla Vilhjálmssyni er genginn mikill sómamaður, mannkostamaður, sem gott var aö kynnast og eiga að vini. Óli Vilhjálmsson fæddist 1. septem- ber áriö 1888 aö Brettingsstööum i Flateyjardal. Hann var af þingeysku bregi brotinn, ættir hans úr Suöur- og Noröur-Þingeyjarsýslu. Faöir hans var Vilhjálmur Guömundsson, Jóna- tanssonar frá Hofi, Hallssonar. Guð- mundur föðurafi Óla var kvæntur Steinunni Þorkelsdóttur frá Brettings- stööum. — Móöir Óla var Ólöf Isaks- dóttir frá Auðbjargarstöðum I Keldu- hverfi, Sigurðssonar. Hún var af hinni þekktu Vikingavatnsætt, en af þeirri ætt eru margir merkismenn og lands- kunnir komnir. Óli átti tvö hálfsystkin, Guömund Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóra hjá Sambandinu i New York og Leith, og sfðar eöa frá 1930 framkvæmdastjóra Eimskipafélags Islands til ársins 1962. Guömundur lést 1965. Hálfsystir Óla var María Vil- hjálmsdóttir búsett á Húsavik. Hún andaöist árið 1970. Náið samband og kærleiksrikt var milli þeirra systkina, en Óli var þeirra elstur. Óli fluttist til Húsavikur innan við fermingaraldur. Hann stundaöi þar nám í unglingaskóla Benedikts Björnssonar, en af skóla þessum fór gott orö. Áriö 1904, þegar óli er 16 ára, byrjar hann störf við verzlun bræöranna Aöalsteins og Páls Kristjánssona á Húsavik. Þar starfaði hann samfleytt til ársins 1919, ef frá er skilin 8 mánaða námsdvöl I Kaupmannahöfn 1916—’17. Arið 1919 réöst Óli til Kaupfélags Þingeyinga og siðar á þvi ári byrjar hann störf hjá Sambandi islenskra samvinnufélaga i Reykjavik. Þaö er einmitt á þessu ári, að mikil þáttaskil veröa i starfsemi Sambandsins. Tekin var þá upp deildaskipting á aðlskrif- stofu, útflutningsdeild og innflutnings- deild, og voru sérstakir framkvæmda- stjórar ráönir fyrir deildirnar, Jón Arnason fyrir útflutningsdeild og Aöalsteinn Kristinsson fyrir innflutn- ingsdeild, en forstjóri var Hallgrimur Kristinsson. Áriö 1919 var mikið veltu- ár fyrir íslendinga, verðlag útflutn- ingsafurða hagstætt. Starfsemi Sam- bandsins jókst mikið á þessu ári og Óli Vilhjálmsson hefur þvi i nýju starfi komist I snertingu viö mikil umsvif. Eftir tveggja ára starf á aðalskrif- stofu Sambandsins i Reykjavik, flytzt Oli til Kaupmannahafnar árið 1921 og tekur við fulltrúastarfi á skrifstofu Sambandsins þar, en skrifstofunni veitti þá forstöðu Oddur Rafnar. Kaupmannahafnarskrifstofa gegndi mjög þýðingarmiklu hlutverki fyrir Sambandið á þessum árum. Viðskipti voru mikil viö Danmörku og fyrsta skrifstofa Sambandsins var einmitt sett á stofn i Kaupmannahöfn árið 1915 og var til húsa i Nybrogade 28. Skrif- stofan gegndi tviþættu hlutverki. Ann- ars vegar að selja islenzkar afurðir og hins vegar að annast innkaup fyrir Sambandið og kaupfélögin. Viðskipti skrifstofunnar voru ekki aðeins tak- mörkuð við Danmörku og þegar kom fram á þriðja áratug aldarinnar fóru viðskipti við Þýzkaland vaxandi og is- lenzk kaupskip hófu beinar siglingar til Hamborgar. Til þess að nýta sem bezt viðskipta- möguleikana i Þýzkalandi ákvað Sam- bandið að setja á fót skrifstofu i Ham- borg. Skrifstofan tók til starfa árið 1927 og var Óli Vilhjálmsson ráðinn til þess að veita henni forstöðu. Sýndi það vel hvers álits Óli naut hjá forráða- mönnum Sambandsins. Hamborgarskrifstofa starfaði siðan til ársins 1932, er hún var lögð niður og Óli flutti til Hafnar og tók þar við fyrri störfum en hafði þó sérstaklega með

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.