Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Síða 2
aB gera viðskiptin viö Þýzkalands. Það
munu einkum hafa verið tvær ástæður
fyrir þvi að skrifstofan i Hamborg var
lögð niður og Þýzkalandsviðskiptin
færð undir Hafnarskrifstofu. Annars
vegar hið alvarlega kreppuástand,
sem þá hafði skapazt i heimlnum og
virkaði lamandi á alþjóðleg viðskipti
og hins vegar valdataka nazista i
Þýzkalandi, en þeir bönnuðu starfsemi
samvinnufélaga, auk þess sem þeir
gerðu miklar breytingar á utanrikis-
verzlun landsins, þar sem umsjá rikis-
ins var stóraukin en viðskiptafrelsi
minnkað að skapi.
Oddur Rafnar framkvæmdastjóri
Kaupmannahafnarskrifstofu andaðist
árið 1937 og var Öli þá sjálfkjörinn
eftirmaður hans, enda búinn að fá
mikla reynslu i alþjóðaviðskiptum og
öllum hnútum kunnugur hvað varðaði
rekstur skrifstofunnar og þær kröfur
sem til hennar voru gerðar af Sam-
bandinu og kaupfélögunum.
Framkvæmdastjórastarfi Kaup-
mannahafnarskrifstofu Sambandsins
gegndi öli siðan til ársins 1953 er hann
við 65 ára aldur ákvað að láta af störf-
um. Hann hafði þá starfað fyrir Sam-
bandið i 34 ár og gegnt framkvæmda-
stjórastörfum um 20 ára skeið við mik-
inn og góðan orðstir. Hann naut mikils
traustshjá Islenzkum samvinnumönn-
um og viðskiptamönnum skrifstofunn-
ar erlendis, enda óvenjumiklum
mannkostum búinn. Það kom i hlut
Óla að gæta hagsmuna Sambandsins I
Danmörkuog nálægum löndum á tim-
um seinni heimsstyrjaldarinnar, en
frá árinu 1940, er Þjóðverjar hertóku
Danmörku og til striðsloka 1945 lá
starfsemi skrifstofunnar niðri. Óli
dvaldist i Danmörku á þessum árum
og fékk þá ýms islenzk mál til þess að
ráða fram úr m.a. i Sviþjóð.
Eftir að Óli lét af störfum 1953,
dvaldist hann áfram i Danmörku
næstu árin. Hann notaði þá timann
nokkuð til ferðalaga, ferðaðist m.a. til
Norður-Ameriku og Suður-Evrópu-
landa. Ferðafélagi Óla var þá oft Jón
Guðbrandsson, er áður veitti forstöðu
skrifstofu Eimskipafélags Islands I
höfn. Óli og hann voru miklir vinir. Þá
var Egill heitinn Thorarensen,
kaupfélagsstjóri á Selfossi, stundum
með þeim félögum á ferðalögum. Óli
áttimargar góðar endurminningar frá
þessum ferðum. Hann naut þess að
ferðast, en meðan hann var i starfi gaf
hann sér sjaldan tima til orlofs.
Arið 1965 flytur Óli alfarinn heim til
íslands. Komin voru þá skörð i vina-
hópinn I Kaupmannahöfn. Jón Guð-
brandsson vinur hans hafði látist
2
nokkru áður. 1 Reykjavik fékk Óli bú-
setu á Hrafnistu við Laugarás. Við bú-
staðaskiptin verður mikil breyting á
högum hans. Þegar hér er komið sögu
hafði hann búið erlendis um 44ra ára
skeið, lengst af i Kaupmannahöfn. Það
var þvi margs að sakna frá heims-
borginni. Það kom þó annað I staðinn,
Islenzkt samfélag en ættjarðarbönd
Óla voru alla tið mjög sterk, þrátt fyrir
dvölina erlendis. En það sem skipti þó
mestu máli fyrir Óla var það, að hann
var kominn heim til ættingja og vina.
Hjá bróðurbörnum og þeirra fjölskyld-
um og hjá öðrum ættingjum og vinum
naut óli gestrisni og vinarþels. Hann
var ætið aufúsugestur á heimilum ætt-
ingja sinna og vina. Mér er kunnugt
um, að Óli var sérlega þakklátur bróð-
urbörnum sinum og þeirra fjölskyld-
um fyrir þá vinsemd, sem þau sýndu
frænda sinum I orði og á borði. Var ó-
metanlegt fyrir hann að geta hlakkað
til þessara vinafunda.
Þá skal ekki látið hjá liða að minnast
þeirrar umhyggju, sem óli sýndi
Mariu systur sinni, sem um árabil
dvaldist á sjúkrahúsi á Húsavik. Sið-
ustu árin sem hún lifði heimsótti Óli
hana á hverju ári og stytti henni stund-
ir.
Nú þegar óli Vilhjálmsson er allur,
verður eftir i hugum vina hans minn-
ing um óvenju heilsteyptan persónu-
leika. Starfsmaðurinn Óli var afkasta-
mikill, samvizkusamur, heiðarlegur
og reglusamur svo af bar. Hann gerði
miklar kröfur til sjálfs sin i störfum.
Hann gat verið harður samningamað-
ur, en ávann sér traust og virðingu
viðsemjenda, vegna þess, hve áreið-
anlegur hann reyndist. Sem starfs-
maður Sambandsins gætti hann hags-
muna þess af framúrskarandi sam-
vizkusemi, en hugsaði minna um sinn
eiginn hag. Hann sóttist ekki eftir met-
orðum I lifinu og hefur eflauust fundið
fremur lifshamingju i þroska og fágun
sins innra manns.
Óli var myndarlegur að vallarsýn,
friður ásýndum, fastið létt og óþvingað
og snyrtimennska var honum i blóð
borin. Hann var heimsborgari i um-
gengni, gestgjafi góður og þá aldrei til
sparað. Þeir eru ótaldir Islendingarnir
eru nutu gestrisni og fyrirgreiðslu Óla
Vilhjálmssonar i Kaupmannahöfn. Óli
var hrókur alls fagnaðar i vinahópi,
hafði mætur á söng og tónlist og unni
góðum bókmenntum, enda vel lesinn.
Óla varö gott til vina, enda eftirsóttur
til vinafunda, fólki leið vel i návist
hans.
Það var i ágústmánuði árið 1947, að
fundum okkar Óla bar fyrst saman. Ég
var staddur i Kaupmannahöfn á leið til
Stokkhólms I erindum Samvinnu-
trygginga, en þær höfðu verið stofnað-
ar árið áður. Mér eru minnisstæð
fyrstu kynnin — gestgjafinn, heims-
borgarinn, hrókur fagnaðar. Það var
eitthvað svo þægilegt að vera i návist
hans. Með þessum fyrstu kynnum var
stofnað til vináttu, sem stóð i 27 ár.
Eftir að Óli flutti heim til Islands var
hann oft gestur á heimili okkar hjóna.
Hann var sannur heimilisvinur. Hann
kom með gleði i bæinn og hann flutti
með sér birtu, sem hann miðlaði öðr-
um.
Minningarnar um samverustundir
með Óla s.l. 27 ár eru margar og allar
eru þær sérstaklega hugljúfar. Ég
minnist sólbjartra júlidaga austur i
Landbroti s.l. sumar og ferðar I
Hornafjörð. 85 ára öldungurinn Óli var
þá að vanda glaður og hress. Mér þótti
vænt um, að Óli fékk að sjá þennan
hluta af íslandi, koma I guðshús Jóns
Steingrimssonar, lita Skaftafellssýsl-
ur I ljóma sólar og birtu. Það var á-
nægjulegt hve vel hann naut þessarar
ferðar.
Og nú er komið á leiðarenda. Siðasta
ferðin hér i heimi hefur verið farin,
lifsins hringferð er lokið. En þá hefst
önnur ferð i nýjum heimkynnum æðra
heims. Ég er viss um, að Óli er vel
undir þá ferð búinn og það verður án
efa tekið vel á móti honum þar.
Að leiðarlokum vil ég þakka Óla vini
mlnum fyrir samfylgdina. Við hjónin
þökkum honum vináltuna og við erum
þakklát fyrir að hafa kynnzt mannin-
um óla Vilhjálmssyni. í slikri kynn-
ingu er fólgið margt til eftirbreytni.
Fyrir hönd Sambandsins og sam-
vinnuhreyfingarinnar flyt ég Óla
þakkir fyrir mikil og farsæl störf. Ég
óska honum guðs blessunar I heimi
ljóssins.
Erlendur Einarsson.
f
Integer vitae, segir Horatius. Það
mun vera kallað á Islenzku að vera
vammi firrtur. Ég veit ekki hvern
þetta ætti fremur við en óla Vil-
hjálmsson, sem nú er kvaddur. Ein-
stöku maður lifir lifi sinu þannig að til
fyrirmyndar ætti að verða öðrum
mönnum. óli varð 86 ára og svo vand-
aði hann allt sitt far, að þeir sem bezt
þekkja vita engan blett á hans breytni
heldur er hann þeim imynd góðs
drengs og vammlauss manns. Óli óx
upp úr þingeyskum jarðvegi og tók i
arf þær hugsjónir, sem hafa verið
kenndar við aldamótamennina og
geröi alla ævi kröfur til sjálfs sin i
Islendingaþættir