Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 3
samræmi við þær hugsjónir. Þegar
fagurt mannlif er metið er vant að
greina sundur hvað sé áunnið og hvað i
blóð borið. Óbrigðul háttvisi og nær-
gætni var óla eðlislæg, umhyggja og
hugulsemi við samferðafólk. Honum
var eðlilegt að vera ævinlega veitandi,
viö sem þekktum hann fundum, að við
vorum einlægt þiggjendur, hvort sem
hann miðlaði af geði sinu eða þvi sem
jarðneskir fjármunir fá keypt. En þá
hluti sem mölur og ryð fá grandað mat
Óli harla litils. Yndi hans var að gefa
og gleðja aðra, það segir sina sögu að
þegar hann fluttist heim eftir áratuga
starf i góðri stöðu erlendis hafði hann
ekki hirt um að eignast rúm til að sofa
íhvað þá aðra veraldlega hluti. En þvi
rlkari var hann hið innra. Og þess nutu
allir sem kynntust honum. Öli kvæntist
ekki en það hygg ég að sé ekki ofmælt
að mörgu ungu fólki reyndist hann
sem umhyggjusamur faðir, fólki sem
minnist hans ætið. Tryggð hans og vin-
festi var með eindæmum og brást
aldrei hvernig sem aðstæður voru og
hver sem átti hlut að máli. Óhjá-
kvæmilega hlýtur slikur maður að
skilja eftir sig spor i ævi samferða-
manna.
Óli var manna hæverskastur og frá-
bitinn þvi að tala um sjálfan sig. Hann
vandaði allt dagfar sitt til orðs og æðis
og þoldi illa hyskni og slóðaskap hvort
sem var i orði eða verki.
Óli var mjög skemmtinn maður og
hinn mesti gleðivaki. Hann hafði
næma kimnigáfu eða húmor og skop-
legar hliðar mannlifsins fóru sannar-
lega ekki framhjá honum. Hann haföi
viða farið og margt séö og heyrt. Jafn-
framt var hann með afbrigðum þjóð-
rækinn, og sýndi lika átthögum sinum
og frændum slika tryggð að það mætti
kalla hann þingeyzkan heimsborgara.
Æskudrauma um langskólamenntun
sem aðstæður hindruðu lét hann rætast
i ævilöngu sjálfsnámi. Hann var allra
manna fróðastur og minni hans með
mestu ólikindum. Hann hafði margs-
konar kveðskap og skemmtisögur á
hraðbergi og kom á óvart með nýjum
og nýjum sögum fram á hinzta dag.
Hann kunni vel að segja frá þannig, að
varð iðulega i senn skemmtun og hug-
vekja.
Óli Vilhjálmsson er kvaddur með
kærleika og söknuði. Hver hann var
verður ekki með orðum sagt en kynni
af honum verða ævilangt vegarnesti
þeim sem nutu þeirrar gæfu að þekkja
hann.
Margrét Indriðadóttir.
f
Þaö orkar ekki tvimælis, að þjóðhá-
tiðin 1874, er íslendingar minntust 1000
islendingaþættir
ára afmælis byggðar I landinu, mark-
aði merkileg timamót I sögu þjóðar-
innar. Var sem hún vaknaði af löngum
dvala og hófust með þjóðhátiðinni
ýmsar þær breytingar og umbætur
sem skiptu sköpum I atvinnuháttum og
menningarlifi þjóðarinnar.
Þjóðhátiöarárið olli gagngerum
þáttaskilum I sjálfstæðisbaráttunni
við Dani, þvi að þá hlaut Alþingi lög-
gjafarvald með endurbættri stjórnar-
skrá, en til þess tima hafði Alþingi
aðeins farið með ráðgjafarvald og var
allt úrslitavald um islenzk málefni I
höndum Dana. Upp frá þessu gat þing-
ið fært út starfsemina á mörgum svið-
um, meðal annars lagt á skatta og
veitt fé til margháttaöra framfara-
mála, þótt ekki væri um stórar upp-
hæöir að ræða fyrst framan af.
Þegar leið á siðustu áratugi 19. aldar
fór ýmsum félagsmálahreyfingum á
mörgum stöðum á landinu að vaxa
fiskur um hrygg. Komið var á fót ýms-
um félögum, sem beittu sér fyrir
framförum I landbúnaði og urðu visir
m.a. að Búnaðarfélagi Islands og öðr-
um þjóðþrifafyrirtækjum. Fyrsta
samvinnufélagið var stofnsett 1882 og
mörg fylgdu i kjölfariö úr þvi til alda-
móta. Þá urðu allmiklar framfarir I
útgerð og fiskveiðitækni landsmanna,
Þegar leið að aldamótum með tilkomu
skútualdarog siðar útgerð togara. Var
þá sköpuð forsenda fyrir mun fjöl-
breyttari atvinnuháttum, en áður
höföu tiökazt. Þó bar öll þessi viðleitni
landsmanna litinn árangur fyrst i stað,
þvi að við ærna erfiðleika var að etja á
nær öllum sviðum þjóðlifsins. Stjórn-
málabaráttunni við Dani var haldið
áfram en jafnframt áttu sér stað mikl-
ar innbyrðis deilur meðal islenzkra
stjórnmaálamanna um, hvernig hald-
ið skyldi á málum gagnvart Dönum og
ollu þær þvi, að Alþingi gat siður beitt
sér fyrir viðreisn atvinnuveganna og
ööru þvi, sem varðaði innanlandsmál-
in. Þá urðu harðindin, sem gengu yfir
frá þvi um 1880 og fram til aldamót-
anna, landsmönnum þung I skauti.
Fjöldi manns fluttist úr landi á þessu
áraskeiði og fækkaði fólki um nær 2000
manns á áratugnum 1880-1890.
Tvennt var það sem einkum auð-
kenndi tvo síðustu áratugi 19. aldar-
innar. Annarsvegar var það öflug við-
leitni manna til að bæta lifskjörin.
Samtök voru mynduð til að rækta
landið meir og betur en áður var hægt
og til að vinna að auknum fiskveiðum.
Þá reyndu menn eftir megni að losna
úr viðjum þrúgandi kaupmannavalds
ög aö efla ýms menningarmál. Hins-
vegar flúði fólk unnvörpum landið og
illt árferöi og önnur óáran olli mörgum
þungum búsifjum, svo að til landauðn-
ar horfði, ef ekki létti innan tiðar. í
hlut þess fólks sem hófst til starfa um
aldamótin féll mikil eldraun, sem
krafðist ótakmarkaðrar bjartsýni og
trúar á gögn og gæði landsins og
trausts á eigin getu og þrótt.
Upp úr þessum jarðvegi óx svo alda-
mótakynslóðin svonefnda, sem átti
eftir á fyrri hluta þessarar aldar að
skapa og móta að verulegu leyti þá
þjóölifsmynd, sem við okkur blasir I
dag. Þar var að verki margt óvenju-
lega vel gert fólk, dugmiki.0, þraut-
seigtog hugsjónarikt. Það var ákveðið
i aö gera ísland að betra landi en það
var og hóf nýtt landnám i sögu þjóðar-
innar.
Góður fulltrúi þessa fólks, var Óli
Vilhjálmsson, sem nú er nýlátinn i
Reykjavik á 87. aldursári.
Óli Vilhjálmsson fæddist 1. septem-
ber 1888 á Brettingsstöðum á Flateyj-
ardal I Suður-Þingeyjarsýslu. Faðir
hans var Vilhjálmur Guðmundsson,
Jónatanssonar frá Hofi Hallssonar.
Kona Guðmundar Jónatanssonar var
Steinunn Þorkelsdóttir frá Brettings-
stööum. Móðir Óla var ólöf Isaksdótt-
ir, frá Auðbjargarstöðum I Keldu-
hverfi Sigurðssonar, af Vikingavatns-
ætt, sem margt þekkt fólk er komið af,
Óli átti tvö hálfsystkin, Guðmund Vil-
hjálmsson, sem um langt árabil var
starfsmaður Sambandsins á tslandi,
New York og Leith og framkvæmda-
stjóri þess þar ytra i rúman áratug og
frá 1930—1962 forstjóri Eimskipafé-
lags íslands. Guðmundur lézt 1965.
Hálfsystir Óla var Maria Vilhjálms-
dóttir, sem lengst af var búsett á
Húsavik, látin 1970.
Óli átti til mikils atorku og gáfufólks
aö telja i báðar ættir og frændaliö hans
fjölmennt i Þingeyjarsýslu og viðar.
Var jafnan mikið kærleikssamband
meö Óla og systkinum hans og þeir
bræður einstaklega umhyggjusamir
systurinni i langvarandi veikindum
hennar.
Óli flutti til Húsavikur um aldamót-
in og stóð hugur hans til nokkurra
mennta. Gekk hann þar i unglinga-
skóla hjá Benedikti Björnssyni og naut
þar ágætrar undirbúningsmenntunar.
Nokkrum árum siðar gekk hann i
þjónustu Aðalsteins og Páls Kristjáns-
sona, sem þar ráku verzlun og starfaði
hjá þeim að mestu til 1919 Óli hleypti
heimdraganum 1916 og dvaldist i
Kaupmannahöfn til 1917 til ferkara
náms i málum og bókhaldi. Arið 1919
gekk hann i þjónustu Kaupfélags Þing-
eyinga á Húsavik. Þar hafði hann orð-
iö fyrir miklum áhrifum frá þeim
mönnum, sem ruddu samvinnustefn-
unni braut, og hugsjónir þeirra áttu
greiðan aðgang að huga hans. Sam-
3