Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Síða 4

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Síða 4
Þórhallur Dan Kristjánsson hótelstjóri, Höfn í Hornafirði Fæddur 1/10 1926. Dáinn 5/1 1975. Þórhallur Dan Kristjánsson lézt i Landsspitalanum I Reykjavik 5. janúar slðastliðinn. Hann fæddist á Seyðisfirði. Foreldrar hans voru hjón- in Olga Þórhallsdóttir kaupmanns Danlelssonar á Höfn, Hornafirði og Kristján Þorgeir Jakobsson bónda Hvammi I Dýrafirði. Kristján Þorgeir var lögfræöingur að mennt. Foreldrar Þórhalls Dan voru þá búsett á Seyðis- firði og var faðir hans fulltrúi bæjar- fógetans. Arið 1928 flutti fjölskyldan til Vest- mannaeyja. Þar vann Kristján við verzlunarstörf hjá Helga Benedikts- syni kaupmanni. Arið 1930 gerðist Kristján kennari við unglingaskólann I Siglufirði. Dvaldist fjölskyldan þar I tvöár, eftir það lá leiðin til Reykjavík- ur. vinnufélögunum varþá mjög farið að vaxa fiskur um hrygg I landinu og mikil þörf fyrir góða starfskrafta. Það mun hafa verið Hallgrimur Kristins- son, forstjóri Sambandsins, sem réði Óla til Sambandsins vorið 1919 og flutt- ist hann þá til Reykjavlkur og starfaði þar til sfðsumars 1921. Sama ár var stofnað útibú Sambandsins I Hamborg vegna aukinnar verzlunarumsvifa á meginlandinu og var Óli framkvæmdastjór þess til ársins 1932, þegar það var lagt niður. Var þá kreppan mikla I algleymingi og nauð- synlegt að draga saman seglin I bili og bföa betri tlma. Óli hélt þá aftur til Kaupmannahafnar og tók upp sitt fyrra starf hjá útibúi Sambandsins. Gerði hann þó jafnan viðreist I við- skiptaerindum fyrir Sambandið á þessum árum, enda fór að draga úr áhrifum heimskreppunnar, þegar leið á áratuginn 1930—40. Þegar Oddur Rafnar, framkvæmdastjór Hafnarúti- bússins lézt árið 1937, tók óli við starf- inu og gegndi þvl allt til ársins 1953, að hann dró sig I hlé, þá 65 ára að aldri. Þetta er I stuttu máli starfssaga Óla Vilhjálmssonar — En maðurinn er öll- um samferðamönnunum og sam- starfsmönnunum svo minnisstæður og hugstæður, að hún segir ekki nema 4 Þegar Þórhallur Dan var 8 ára gam- all lá leið hans að Volaseli I Lóni til sumardvalar. Dvaldi hann þar fyrst I hálfa sögu. Óli Vilhjálmsson var okk- ur, sem vorum samvistum við hann og áttum hann að vini, sönn fyrirmynd I starfi og mannlegum samskiptum. Ahrifin, sem hann hafði ungur orðið fyrir af sterkri vakningu aldamóta- kynslóðarinnar, slepptuhonum aldrei. Hann var einstakt prúðmenni, greiða- samur og ljúfmenni. Landi slnu reynd- ist hann hinn ágætasti fulltrúi öll þau ár sem hann starfaði á erlendum vett- vangi, og naut óskorðaðs trausts við- skiptamanna Sambandsins fyrir hátt- vlsa framkomu og heiðarleika I við- skiptum. Störf sln öll innti hann af höndum með stakri samvizkusemi og iðjusemi. Óli var hinn gervilegasti maður að vallarsýn og hvers manns hugljúfi I umgengni. Hann var gæfumaður. Hann kom til starfa þegar þörf var fyrir mann með hans mannkostum. Slðustu ár ævinnar bjó Óli Vil- hjálmsson I Reykjavik. Naut hann þar mikillar umhyggju af hálfu bróður- barna sinna og fjölskyldna þeirra. Lengstum ævinnar var hann hraustur og heilsugóður. Hann andaðist 10. janúar s.l. og var banameinið kransæðastifla. Það væri vel, ef Island ætti jafnan marga slika syni. Agnar Tryggvason. tvö sumur, en á þriðja sumri kom hann þangað alkominn. Hinn ungi sveinn fann fljótt hvað að honum sneri I Vola- seli, hann naut þeirrar gæfu að dvelja þar hjá þeim heiðurshjónum, Þor- björgu Gisladóttur og Jóni Eirikssyni hreppstjóra. Margra ára dvöl á þessu sumarheimili varð Þórhalli Dan hollt veganesti. Heimilisfólkið var samhent I önn dagsins og tómstundir gefnar til að sinna hugðarefnum. I Volaseli var menningarheimili mótað af kristnu hugarfari, uppeldishættir stuðluðu að og elfdu mannkosti hins unga æsku- fólks, sem á heimilinu var. Mér, sem þessar llnur rita, er kunnugt um að Þórhallur Dan mat að verðleikum Þorbjörgu og Jón, svo og annað heimilisfólk og þar ekki hvað sízt Sigrúnu Eirlksdóttur, sem gift er Guðmundi Jónssyni, bygginga- meistara á Höfn, — vinátta þeirra var traust. Fjölskyldan I Volaseli flutti til Hafnar I Hornafirði árið 1947. Arið 1950, 19. júll gekk Þórhallur Dan I hjónaband með Ólöfu Sverrisdóttur-frá Höfn. Það fór vel á því. Ungu hjónin voru bæði glæsileg og búin þeim mannkostum sem eftirsóttir eru og gefa góð fyrirheit um sanna þegna I þjóðfélaginu. Þær vonir sem bundnar voru við ungu hjónin, brugðust ekki. Þeirra sambúð og framvinda að hverju sem þau unnu var öll I samræmi við mannkosti þeirra. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru Sverrir Hannes vélstjóri kvæntur Margréti Kristínu óskarsdóttur, Olga Þorbjörg gift Jóhanni Kristjánssyni viðskiptafræðingi og yngsta barnið er Guðrún Erna 7 ára. Fyrstu búskaparár sfn bjuggu ungu hjónin I sama húsi og fjölskyldan frá Volaseli. Árið 1954 byggðu þeir Ibúðarhús I félagi Þórhallur Dan og Guömundur Jónsson byggingameist- ari. 1 þvl húsi eignuðust þau Ólöf og Þórhallur Dan fagurt heimili. Þórhallur Dan aflaði sér menntunar vélstjóra og var um skeið vélstjóri á fiskibátum og gat þvi af eigin reynslu metið störf unnin á sjó og störf unnin I landi. Arið 1959 gerðist Þórhallur Dan starfsmaður Rafmagnsveitna rikisins íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.