Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Blaðsíða 5
hér á Höfn og starfaði þar til ársins
1972, en eftir það var hans aðalstarf
hótelstjórn Hótels Hafnar. Arið 1965
réðust þeir Þórhallur Dan og Árni
Stefánsson skólastjóri í það stórvirki
aö reisa gistihús hér á Höfn.sem hlaut
nafnið Hótel Höfn, það ber vott um
stórhug þeirra íélaga og trú þeirra á
framtið þessa staðar, og viljann til að
gera hlut hans sem mestan, enda er
Hótel Höfn vegsauki fyrir byggðar-
lagið og gegnir hér nauðsynlegu
þjónustuhlutverki.
Arið 1958 11. júni var Þórhallur Dan
ráðinn slökkviliðsstjóri í Hafnar-
hreppi. Það kom þvi að verulegu leyti I
hans hlut að móta slökkviliðið og gera
tillögur um nauðsynlegan tækjabúnað
t þess. 1 þessu starfi sem öðrum var
Þórhallur Dan vel metinn, bæði hér
heima og i Landssambandi slökkvi-
liðsmanna og hann átti sæti i stjórn
þess.
Þórhallur Dan var félagslega
sinnaður og starfaði i mörgum
félögum, m.a. ungmennafélögin Hvöt i
Lóni, siðar i ungmennafélaginu Sindra
á Höfn, Leikfélagi Hornafjarðar,
Lionsklúbbi Hornafjarðar, þar sem
hann fyrir stuttu gegndi starfi
formanns með góðum árangri, var
einn af söngfélögum karlakórsins
Jökuls. A leiksviðinu sýndi Þórhallur
Dan hve góðum leikhæfileikum hann
bjó yfir, einnig var hann vel liðtækur
skemmtikraftur við ýms tækifæri.
Honum var létt um að túlka mismun-
andi hlutverk, þó sérstaklega að fara
með gamanmál, enda hafði hann góða
söngrödd, sem hann kunni vel með að
fara. Þórhallur Dan hafði óbilandi trú
á framtíð okkar byggðarlags og vildi
veg þess sem mestan. Hann var kosinn
I sveitarstjórn Hafnarhrepps árið 1970
og f annaö sinn á siðastliðnu vori.
Sveitarstjórnarmál lét hann mjög til
sin taka.bæði með því að flytja mál og
veita lið málum, sem hann taldi til
hagsbóta fyrir byggðarlagið. Mér er
það minnisstætt, þegar I nóvember-
mánuði síðastliönum — við Sigurður
Hjaltason sveitarstjóri litum inn til
hans á sjúkrastofuna, þrek hans og
brennandi áhugi fyrir þeim
veigamiklu málum, sem verið er aö
vinna að i Hafnarhreppi og langt út
fyrir þau mörk, svo sem málefni er
alþjóð varða. Þórhallur Dan var
þrekmaður bæði andlega og likam-
lega, hafði sérlega létta lund, honum
var eiginlegt hlýtt, hressandi og
aðlaðandi viðmót.
Kista Þórhalls Dan var flutt með
áætlunarflugvél frá Flugfélagi tslands
frá Reykjavik til Hornafjarðar. Fyrir
utan nánustu aðstandendur vottuðu
slökkviliðsmenn úr slökkviliði Horna-
fjarðar og félagar úr Lionsklúbbi
Hornafjarðar hinum látna virðingu og
þökk með þvi að vera viðstaddir og
báru slökkviliðsmenn kistuna úr
flugvél á bil og Lionsfélagar af bil I
Hafnarkirkju.
Útför Þórhalls Dan fór fram frá
Hafnarkirkju 15. janúar s.l., að
viöstöddu fjölmenni. Séra Fjalar
Sigurjónsson flutti útfararræðuna, en
séra Gylfi Jónsson jarðsöng. Kirkju-
kór Hafnarkirkju söng undir stjórn
Eyjólfs Stefánssonar organista. Til
heiöurs hinum látna söng Karlakórinn
Jökull þjóðsönginn undir stjórn Sig-
jóns Bjarnasonar söngstjóra.
Sveitarstjóri og sveitarstjórnarmenn
báru kistuna úr kirkju og nánustu
aöstandendur i kirkjugarð. Athöfnin
var öll hin virðulegasta. Ég þakka
Þórhalli Dan vel unnin störf I þágu
Hafnarhrepps, Lionsklúbbs Horna-
fjarðar svo og önnur margháttuð störf,
sem hér verða ekki talin. Persónulega
þakka ég og min fjölskylda honum
margra ára vináttu og vottum
eiginkonu hans, ólöfu Sverrisdóttur,
börnum, tengdabörnum og öðrum
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Óskar Helgason
t
Miðvikudaginn 16. janúar 1975 fór
fram frá Hafnarkirkju útför Þórhalls
Dan Kristjánssonar, hótelstjóra á
Höfn i Hornafirði.
Fádæma fjölmenni var við athöfn
þessa, sem haföi yfir sér viröulegan
blæ, þrátt fyrir hin þunga undirtón
trega og mikillar sorgar. Hinn mikli
fjöldi fólks af Höfn, úr nágranna-
byggðum i Austur-Skaftafellssýslu,
svo og aðrir, sem lengra voru að
komnir, urðu nú að játa staðreyndir og
reyna aö sætta sig viö hinn grimma
örlag^dóm. Þórhallur Dan var allur,
maður á bezta aldri, aöeins 48 ára.
Lifsljós þessa glaðværa, góða drengs
var slokknað. óbætanlegur skaði
steðjaði að ástvinum, ættingjum og
óvenju stórum vinahópi, og Höfn var
svipt einum sinum ötulasta og heiöar-
legasta félagsmálamanni. Við vorum
öll svo miklu fátækari.
Þrátt fyrir tiltölulega stutt, en all-
náin kynni, tel ég mig hafa kynnzt
Þórhalli Dan nægilega til þess að sjá
og heyra að þar fór enginn
miðlungsmaður. Hann var sistarfandi,
en hafði þó ávallt nægan tima til að
ræða alvörumál eða bregða á glens.
Greiðvikni hans og velvild til
náungans var einstök. Allt var fært og
sjálfsagt að gera, þó aldrei látið að þvi
liggja, að þetta væri svo sem nokkur
skapaður hlutur og ekkert að þakka.
Þó mátti öllum vera ljóst, er nánar
kynntust Þo’rhalli, að hann var mála-
fylgjumaður og lét hlut sinn hvergi, og
trúi ég þvi, að hann hafi ávallt fylgt
sannfæringu sinni.
1 hópi sveitarstjo”rnarmanna hér um
slóðir var Þórhallur i sérflokki. Hann
vildi i raun vinna fyrir almenning, það
var honum eðlislægt. Sjaldgæf blanda
af góðum samvinnumanni, i fullri sátt
og samstarfi við einkaframtakið. Þeir
voru ekki margir þættirnir I félags- og
menningarmálum Hafnar og ná-
grennis, sem Þórhallur lét sig ekki
varða. Hann átti um árabil sæti i
hreppsnefnd Hafnarhrepps, svo og
ýmsum nefndum á hennar vegum.
Virtur þátttakandi i pólitisku starfi,
ávallt sjálfum sé trúr og samkvæmur.
Hann vann að málefnum leikfélags,
karlakórs, slökkviliðs, og margt fleira
mætti telja. En það, sem mestu máli
skipti — hann var ávallt hið drifandi
afl, varpaði hvorki ábyrgð né vinnu á
annarra herðar. Þannig kom Þör-
hallur Dan mér fyrir sjónir og þannig
fræddist ég um hann af fjölmörgum.
Þegar ég kom hingað fyrir liðlega
einu ári, húsnæðislaus og nær öllum
ókunnugur, fékk ég dvöl á Hótel Höfn
um 5 mánaða skeið. Mér fannst ég þó
aldrei i raun búa þennan vetur á hóteli,
ópersónulegri stofnun. Þakka ég það
viömóti þeirra félaga, og eigenda
hótelsins, Þórhalli Dan og Árna
Stefánssyni, svo og lipru starfsliði. Að
leiöarlokum þakka ég Þórhalli kynnin
og persónulega velvild. Ef mér leyfist
svo að taka til orða, fannst mér, sem
ég ætti um flest samleiö með þessum
jákvæða félagsmanni. Megi hans for-
dæmi og lifsskoðun lifa og blómgast.
Hann sáði af trúmennsku og heiðar-
leika, slikt hlýtur að bera ávöxt.
Um leið og ég bið þeim, sem um
sárast eiga að binda, liknar i þraut,
votta ég hinum látna dýpstu virðingu
mina.
Höfn I Hornafirði, 16. janúar 1975.
Friðjón Guðröðarson.
Leiðrétting
í íslendingaþáttum 1. tbl. þessa árs
eru tvær prentvillur i minningargrein
um Guðmund Hermannsson. Þar er
sagt að fyrri kona hans, Vilborg hafi
dáið 1915, á að vera 1913. Sagt er og að
maður Vilborgar á Núpi heiti Gaukur.
Hann heitir Haukur Kristinsson. Þetta
leiðréttist hérmeð.
islendingaþættir
5