Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Side 6
Jóna
Hlaðhamri
fædd S/10 1888
dáin 29/10 1974
Þann 9. nóvember s.l. var ég staddur
nor&ur i Hrútafiröi ásamt nokkrum
öörum burtfluttum Hrútfirðingum og
fjölda fólks úr sveitinni. Viö vorum
þangaö komin til þess aö vera viö
jaröarför aldraörar grannkonu minnar
Jónu Jónsdóttur á Hlaöhamri, er fara
átti fram frá Prestbakkakirkju
þennan dag. Veörið var eins og bezt
varö á kosiö á þessum tima árs, iogn
og bjartviöri. Sólin hellti geislum sin-
um yfir láö og lög og speglaöi sig i
sjávarfletinum. Mikil litadýrö var i
lofti. Mér flaug i hug, aö þetta væri
táknræn mynd af lifi og starfi þeirrar
góöu konu, er viö vorum komin til aö
kveöja.
Minningunum skaut upp einni af
annarri. Ég minntist litils drengsnáöa,
8-10 ára er oft var sendur aö
Hlaöharmi ýmissa erinda. Þá var
enginn simi. Eg minntist mjúkrar
handar, er stundum strauk um koll
hans, og ég tninntist þess er hún sagöi:
„Ósköp ertu sveittur, nú hefuröu
hlaupiö”. Stundum sagöi drengur:
„Nú má ég ekkert stanza, mér var
sagt aö flýta mér” — og var þotinn.
Brátt heyröi drengur, aö kallaö var á
eftir honum. Hann stanzaöi og sá hvar
Jóna kom hlaupandi meö eitthvaö gott
I bréfpoka til að gefa honum. Þannig
var Jóna. hún gat ekki hugsaö sér, aö
neinn færi frá heimili hennar án þess
aö þiggja góögeröir, allra sizt ef um
börn var að ræöa. Yfir lffi hennar var
mikii heiðrikja, þaö var alltaf bjartur
og léttur blær yfir öllu i kringum hana.
Hún var að eölisfari lifsglöð og kát.
Jóna fæddist aö Stóru-Hvalsá i
Hrútafirði þann 5. okt. 1888. Foreldrar
hennar voru Jón Jónsson bóndi þar og
kona hans Sigriður Kristjánsdóttir.
Þau bjuggu á nokkrum stöðum i
sveitinni, lengst á Valdasteinsstöðum
og voru kennd við þann stað. Jóna var
aöeins 12 ára að aldri, er faöir hennar
lézt, og var hún eftir þaö i skjóli móður
sinnar á ymsum stööum I sveitinni,
lengst af i Bæ i Hrútafirði.
Hinn 17. april 1915 giftist Jóna Ólafi
Þorsteinssyni á Hlaðharmi, og hófu
6
Jónsdóttir
þau búskap þar sama ár, i fyrstu á
móti Þorsteini, föður ólafs, en fáum
árum siöar lét hann af búskap og tóku
þau þá viö jöröinni allri og bjuggu þar
slöan, nú seinni árin i sambýli viö einn
sona sinna, er reisti nýbýli i landi
jaröarinnar. Mann sinn ólaf missti
Jóna fyrir tveim árum, og stóö þá elzti
sonur þeirra, sem alltaf haföi verið hjá
þeim, fyrir búinu með möður sinni.
Þau hjón Jóna og Olafur voru bæöi
bjartsýn og framfaramanneskjur,
sem trúöu á landiö og bjarta framtið,
og ég er á þeirri skoöun, aö þeim hafi
oröið að trú sinni. Hvaö getur veriö
ánægjulegra eða veitt meiri hamingju
I sambandi viö búskap en aö sjá mörg
strá vaxa, þar sem áöur óx eitt, og sjá
tööuvöllinn stækka frá ári til árs, sjá
gömlu torfhúsin hverfa en þess i stað
risa ný hús, er buöu upp á meiri
þægindi og varanleik, en áður þekktist
almennt? Sjá börn sin vaxa upp, öll
sjö, og strax og þau höfðu þroska til,
taka þátt I uppbyggingarstarfi, er alls
staðar var veriö að vinna, annað
hvort heima eða annars staöar.
Fylgjast vel meö og styöja þau er þau
stofnuðu sin eigin hvort semþað var i
heimasveit þeirra eöa annars staðar.
ömmu-og afabörnin voru mörg, og vel
var fylgzt með þroska þeirra, og sum
þeirra voru oft i sumardvöl hjá ömmu
og afa. Eitt dótturbarn þeirra ólst þar
upp að fermingaraldri og var þvi eins
og sólargeisli á heimilinu, einkum þar
sem börn þeirra voru orðin fullorðin og
mörg þeirra farin að heiman. Þau
Hlaöhamarshjón náðu bæöi nokkuð
háum aldri, þeim auðnaðist þvi aö lifa
þaö aö sjá ævistarfið bera rikulegan
ávöxt. Ég held, að þau hafi verið
hamingjusöm.
Jóna var lagleg kona og vel vaxin,
hugljúf og létt I viömóti og bauð af sér
mjög góöan þokka. Yfir Hlaðhamars-
heimilinu hvildi alltaf léttur og ferskur
blær, og voru þau hjón samhent i þvi
aö skapa þann heimilisanda. Vett-
vangur Jónu var heimiliö, og þvi
helgaöi hún alla krafta sina. Hún var
„bara húsmóðir”, eins og svo oft
heyrist sagt nú til dags, en i þessu hug-
taki felst meira, ef dýpra er skoðað.
Eins og áður er minnzt á, eignuðust
þau hjón sjö börn. Það hefur þvi verið
ærin vinna að annast uppeidi þeirra I
þeim húsakynnum, er þá voru algeng-
ust, baðstofubyggingu með mjög tak-
mörkuðum þægindum. Gestkvæmt var
á heimili þeirra hjóna og gestrisni
mikil, og þvi mikið starf oft og tiöum á
þeim vettvangi. öllum þurfti að gera
gott, og einnig að gera þeim dvölina
sem ánægjulegasta meö glaðværum
viöræöum. Ýmislegt gat borið á góma,
og voru viðræður oft léttar og
skemmtilegar. Þaö var einkennandi
fyrir Jónu, að hún mátti aldrei heyra
neinum hallmælt eöa hnjóðsyrði til
nokkurs manns. Þá var hún strax á
veröi og vildi eyða sliku tali, eða hún
bar I bætifiáka fyrir þann, er ihlut átti,
og sýnir þetta glöggt, hversu grandvör
hún var i allri framkomu.
Þegar börn hennar voru að vaxa
islendingaþættir