Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 14

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 14
Guðni Vilhjálmsson Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þina sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þin alla daga sína. Tómas Guðmundsson Að morgni hins 17. desember hringdi móðir okkar i okkur systkinin og sagði okkur, að Guðni föðurbróðir okkar heföi veikzt skyndilega kvöldið áður á heimili sinu að Háteigsvegi 16 og látizt nokkrum mínútum sfðar. Við þessi tið- indi urðum við orðlaus. Að Guðni frændi okkar væri dáinn, að við sæjum hann aldrei framar eða nytum návist- ar hans. Guöni var okkur meira en föðurbróðir, viö höfðum alizt upp með honum, hann var eiginlega okkar elzti bróðir. Guðni Vilhjálmsson fæddist i Hátúni i Nesi i Norðfirði (nú Neskaupstað) hinn 7. janúar 1922. Foreidrar hans voru hjónin Kristin Arnadóttir og Vil- hjálmur Stefánsson. Guðni var þriðji yngsti af 11 alsystkinum, en afi okkar, Vilhjálmur, hafði misst fyrri konu sina, Sveinhildi Hildibrandsdóttur, frá fimm ungum börnum. Ólst Guðni upp hjá foreldrum sinum fram til haustsins 1923. En allt til þess tima hafði Valgerður afasystir okkar þrábeðið afa okkar og ömmu að leyfa sér aö taka I fóstur eitthvert hinna fjöl- mörgu barna þeirra. Varð það að ráði, aö Guðni færi til hennar haustið 1923 að Helgustöðum I Reyðarfiröi. Má með sanni segja, að Guðni hafi orðið gleði- geisli heimilisins þennan vetur, þvi daginn eftir að hann kom að Helgu- stöðum, fórst bátur með fjórum heimilismönnum, þar á meðal Val- geiri Stefáni, 17 ára hálfbróður Guðna, sem einnig hafði verið i fóstri hjá Val- gerði á Helgustöðum. Valgerður átti engin börn sjálf, en ól saman, og hélt svo m.a. til hér syðra hjá systur sinni um tima. Þótt hann væri þá ekki margmáll um sina hagi, var auöfundið, að hugur hans var allur fyrir austan hjá fjölskyldu hans, enda var hann einstakur heimilisfaðir. Ólafur fæddist að Búrfellskoti i Grimsnesi 29. september 1916. For- eldrar hans voru Eirikur Asmundsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Þeim hjónum varð sex barna auðið, og eru nú fjögur þeirra á lifi, en Halla, systir Ólafs, húsfreyja á Sveinsstöðum i Húna- vatnssýslu, lézt fyrir þremur árum. Eirikur lézt fyrir tveimur árum, en Guöbjörg dvelur hjá dóttur sinni I Kópavogi, háöldruð kona. TIu ára að aldri fluttist ólafur með foreldrum sinum aö Stokkseyri, og þar hófst sjómennskan, sem varö snemma hans aðalstarf. Arið 1940 fór ólafur i vélstjóraskóla, og var siðan vélstjóri á fiskiskipum um margra ára skeið. Til Norðfjaröar fluttist hann árið 1944, og þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Lilju Þor- leifsdóttur. Þau giftust árið 1947 og stofnuðu heimili i Neskaupstað, þar sem þau áttu heima siðan. Þeim varð þriggja barna auðið. Ég hygg, að ég megi fullyrða, að Ólafur heitinn hafi verið mjög vel látinn maður af öllum sem kynntust honum og áttu samskipti viö hann. Hann var einn þeirra manna, sem hljóta að afla sér trausts og vináttu hvar sem þeir fara með drengilegri og hógværri framkomu sinni. Og kannski segir það betur en margt annað hvern mann hann hafði að geyma, að börn hændust mjög að hon- um, enda var hann einstaklega barn- góður. Og börnin,ekki sizt þau sem minna mega sin, eru flestum gleggri á það, hvað að þeim snýr. Ég lýk þessum fátæklegu kveðju- orðum með þvi að votta nánustu ást- vinum ólafs heitins, systkinum hans og aldraðri móður, mina innilegustu samúð. Og persónulega þakka ég hon- um ljúfmannalega viðkynningu á, þvi miður, alltof fáum og stopulum sam- vistarstundum. B.G. Leið þú okkar látnu vini ljúfi Drottinn inn til þin. Láttu þina ljóssins syni leiða þá er bænin min. Höfði drúpum í hljóðri bæn helgaöu Drottinn þessa stund. Liknaðu þeim, sem liðið hafa, læknaðu þeirra hjartans und. Vef þá alla ástarörmum, ýttu harmi burt af leið, þerra tár af þeirra hvörmum, þar til ævi rennur skeið. Með þessu kvæði, sem að visu er siðbúið, votta ég öllum aðstandendum og öðrum ástvinum hinna látnu, nær og fjær, minar dýpstu samúðarkveðjur. Óskar Björnsson, Neskaupstað. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.