Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 15

Íslendingaþættir Tímans - 08.02.1975, Page 15
upp mörg fósturbörn ásamt manni sín- um, Gunnlaugi Björgólfsyni. Var Gu&ni alla tíð augasteinn Gerðu fóstru sinnar og minntist hennar ætlð með hlýjum hug, enda getum við systkinin um þaö vitnað, að Valgeröur var ein- stök gæðakona. Guðna var einnig hlýtt til sambýlisfólks Valgerðar og Gunn- laugsá Helgustöðum, þeirra Guönýjar Stefánsdóttur og bændahöfðingjans Ólafs Helgasonar, og þá ekki siöur barna þeirra, sem hann umgekkst eins og systkini I æsku. A Helgustaða- heimilinu rlkti alltaf góður andi og glaöværð, þrátt fyrir þung áföll, sem heimiliö varð fyrir, bæði af völdum slysa og sjúkdóma. Um fermingaraldur fékk Guðni vægt berklasmit og dvaldist um eins árs skeið á Kristneshæli. Nokkru síðar fór Guðni i Laugarvatnsskóla og slðar I bændaskólann að Hvanneyri. Ekki átti fyrir Guðna að liggja að verða bóndi. Upp frá þessu var lifsstarf Guðna bundiö sjónum. Reri hann á vertiðum bæöi frá Vestmannaeyjum og Reykja- vlk, auk þess sem hann var nokkur sumur á slld. Ýmist var Guðni háseti eöa vélstjóri. Mörg sumur og haust vann hann svo I byggingarvinnu i Reykjavik. Um 1964 fór Guðni I land og starfaöi upp frá þvl við netagerð. Fyrstu kynni okkar systkinanna af Guðna voru, er hann kom til Reykja- víkur árið 1949. Atti hann þá heimili og athvarf hjá foreldrum okkar, fyrst I Lönguhlið 23 og seinna I Grænuhlið 9, allt til ársins 1962. A heimilinu var hann þúsundþjalasmiður, hann var laginn I höndum svo af bar, og ýmis- legt, sem aflaga hafði farið, var geymt þangað til Guðni kæmi. Hann einn kunni þá list að skipta um klær og tengja ljós og vissi einn skil á þeim dularfullu eiginleikum, sem I raf- magninu bjuggu. Ekki var hann marg- máll við þá iðju sina, fremur en endra- nær, en þegar hlé varð á störfum, nutu þeir þess pabbi og Guðni að spila tveggja manna spilið piquet, en l’hombre, er góðan gest bar að garði, og ekki var hann siður eftirsóttur sem fjórði maður I bridge. En þegar minna var um að vera réð hann krossgátur og myndagátur af hugkvæmni. Guöni eignaðist snemma bll og var lengi framan af hinn eini I stórum hring fjölskyldunnar sem slikt tæki átti. Við minnumst sunnudagsferða yf- ir sólbakaða Uxahryggi eða suður að særoknum Reykjanesvita. Þá var staflað I gamla Moskvitsinn, börnin voru ekki talin aftur I, en svona ferðir voru okkur bæjarbörnunum ævintýri. Sá gamli var fyrst kallaður Gráni, en slðan Rauöur, án tillits til þess litar, sem hann bar. Seinna eignaðist Guðni nýjan Moskvits, en endalok hans uröu að vef jast utan um ljósastaur, þegar hann rann I hálku, og þannig rákum viö systkinin augun I hann á förnum vegi hvert af öðru, skelkuð og óttasleg- in um örlög bilstjórans, en þá átti ekki aö verða hans skapadægur. Sem fyrr segir flutti Guðni frá okkur 1962, og skömmu siðar hóf hann bú- skap með eftirlifandi konu sinni, Guð- leifu Magnúsdóttur, en Guðni og Guð- leif gengu I hjónaband fyrir réttum 7 árum, eða hinn 29. desember 1967. Var þaö mikil breyting fyrir Guðna. Auk dætra Guðleifar af fyrra hjónabandi, bjuggu á heimili þéirra um tima aldraðir foreldrar Guðleifar, en þeim sýndi Guðni mikla ræktarsemi. Guðni var þvl orðinn mikill fjölskyldumaður, og kunni því vel. Heimilislifið veitti honum áreiðanlega þá kjölfestu, sem flestir þrá. A heimili slnu hélt Guðni uppi fyrri iðju við að lagfæra það sem aflaga fór og laga það, sem betur mátti fara. Var hann að þvl alveg fram til hinztu stundar. Þótt Guöni flytti af heimili foreldra okkar, þá rofnuöu tengslin ekki, þvi samband foreldra okkar og Guöna og Guðleifar var engu minna en okkar systkinanna við æskuheimili okkar. Er skemmst að minnast ánægjulegrar kvöldstundar á heimili foreldra okkar nú I haust, er þar voru samankomin 7 systkini frá Hátúni, en þá grunaði engan, að duðinn ætti eftir að berja að dyrum svona óvænt og skyndilega. Enda þótt við systkinin höfum misst góðan föðurbróður, þá hafa aðrir misst meira. Sárastur er missir Guðleifar og dætra hennar, sem kunnu vel að meta mannkosti Guðna. Megi þær öðlast þann styrk, sem þarf til að yfirvinna þann missi, sem fráfall Guðna er. Kristin og Elísabet Bjarnadætur Eiríkur og Vilhjálmur Bjarnasynir Sigurður kurteis, en fylginn sér. Hafi hann myndað sér ákveðnar skoðanir á mönnum eða málefnum er mér ekki kunnugt um neinn, sem getur fengið hann til þess að skipta um skoðun. Heilbrigðir drengskaparmenn eins og Sigurður Þorsteinsson eru til þess fallnir að auka trúna á lifið og tilgang þess. Sllk hefur verið reynsla mín af viðskiptum okkar. Það er svo margt sem ég er Sigurði þakklátur fyrir og ekki sizt hinn mikla fróðleik, sem hann hefur miðlað mér. Allir sem kynnzt hafa Sigurði telja hann merkan mann og góöan dreng. Sigurður og kona hans hafa eignazt tvær dætur, Þórunni og Ernu. Þórunn er gift Einari Ágústssyni utanrlkisráð- herra. Erna er gift enskum manni, L.H. Nash. Reykjavik I janúar 1975 Pétur Eggerz. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. íslendingaþættir 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.