Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Page 5
htin mikill augasteinn afa sins. Ég hef verið beðinn um fyrir hönd starfsfólks Iðnaðardeildarinnar að skila hinztu kveðjum og láta i ljós þakklæti fyrir að hafa fengið að kynn- ast og starfa með svo ágætum heiðurs- manni sem Harry var. Að leiðarlokum þakka ég Harry góöa samvinnu og vináttu við mig og mitt fólk, og við hjónin sendum konu hans, börnum og öðru venzlafólki okk- ar innilegustu samtiðarkveðjur og biöjum góðan Guö að styrkja þau á sorgarstundu. Steinar Magntisson. t Kveðja frá félögum i fram- kvæmdastjórn Sambands isl. samvinnufélaga. Vinur okkar og samherji, Harry 0. Fredriksen er hniginn að velli, mitt i önn dagsins. Miðvikudaginn 29. janúar sat hann með okkur fund i framkvæmdastjórn- inni, glaður og reifur. begar við hitt- umst næst, réttri viku siðar, var sæti hans autt. Hins vegar á blaðið, þar sem hann hafði sjálfur ritað fundar- gerð siðasta fundar, var nú færö til bókar hinsta kveðja okkar til látins félaga og vinar. Engum okkar duldist, að hér var flett blaði i tviþættri merkingu þeirra orða. Um leið og Harry Frederiksen skrifaöi nafn sitt undir siðustu fundar- gerðina, sem hann færði i letur sem ritari framkvæmdastjórnar Sam- bandsins, var á enda runninn starfs- ferill, sem var ekki aðeins óvenjulang- ur, heldur og gæddur óvenjulegri far- sæld. Hann gekk ungur i þjónustu Sambandsins og vann þvi siöan til hinsta dags af fágætri trúmennsku. Merku framlagi hans i þágu islenzkra samvinnufélaga og islensks atvinnu- lifs munu gerð skil á öörum vettvangi. Handan við fátæklegan btining þess- ara kveöjuorða leynast hugsanir og tilfinningar sem slungnar eru mörgum þáttum. Hinn gildasti þeirra er tengd- ur endurminningum um persónuleg samskipti okkar við Harry Frederik- sen. Hvar sem spor hans lágu, gat ekki hjá þvi farið, að ljtifmennska hans og fáguð framkoma gæddu umhverfiö hið næsta honum sérstakri hlýju. begar hann nú eP horfinn af sjónarsviöinu, erum við allir að fátækari. Hafi hann að leiðarlokum heila þökk okkar allra fyrir langa og farsæla samfylgd. Eiginkonu hans, börnum og öðrum íslendingaþættir ættingjum vottum við dýpstusamúð. A þessum sorgarinnar degi biðjum við þau að minnast þess, að „minningin lifir, þótt maöur deyi björt eins og sól á sumarvegi.” Agnar Tryggvason, Guðjón B. Ólafsson, Hjalti Pálsson, Hjörtur Hjartar. Jón bór Jóhannsson. Sigurður Marktisson. t Fréttin um hið skyndilega fráfall Harry Frederiksen framkvæmda- stjóra, kom sem reiðarslag fyrir sam- starfsmenn hans i Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna. Harry Frederiksen sat f stjórn Vinnumálasambandsins frá upphafi, eöa frá árinu 1951. Var hann varafor- maður fyrstu árin, en tók við for- mennsku af Vilhjálmi bór, fyrrver- andi forstjóra S.l.S. árið 1955. Starfaði hann sem stjórnarformaöur, utan 2 ár vegna starfa hans erlendis, allt til ársins 1972, að hann sagði af sér for- mennsku. Hafði hann þá starfað i stjórninni i 21 ár, og þar af 15 ár sem formaður. Síöustu árin og allt til dauðadags sat hann i stjórn Vinnumálasambandsins, sem varaformaður fyrir sérstaka beiðni meöstjórnarmanna sinna, sem óskuðu eftir þvi að samtökin fengju enn um sinn að njóta mikillar reynslu hans á vinnumálasviðinu. í starfi sinu sem formaður Vinnu- málasambands Samvinnufélaganna ávann Harry Frederiksen sér sérstakt traust og virðingu hvort sem var meöal félaga Vinnumálasambandsins eða hinna ýmsu forystumanna verka- lýösfélaganna. 1 langvinnum og erfiðum samningsgerðum á vinnu- markaöinum vann hann mikið og óeigingjarnt starf fyrir samtök sin og ófáar eru þær vökunæturnar, sem hann þannig bætti við annars sinn langa vinnudag, sem framkvæmda- stjóri Iönaðardeildar S.I.S. Stendur Vinnumálasambandið i þakkarskuld viö hann fyrir trausta forystu og vel unnin störf. Við, sem störfuðum með Harry Frederiksen í Vinnumálasambandinu minnumst hans fyrst og fremst sem góös drengs, sem mannbætandi er að hafa átt samleiö með. Við kveðjum hann hinztu kveöju með virðingu og þökk og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu okkar innilegustu samúöar- kveöjur. Stjórn og framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Kveðja frá Aldisi Lárusdóttur og Richard bórólfssyni. Harry O. Frederiksen, framkvæmdastjóri. Fæddur 15. marz 1913. Dáinn 2. febrtiar 1975. Horfinn er vinur, heiður, mildur dagur hulinn af rökkurtjöldum þungra skýja. Minningar vakna — þinn var ferill fagur, fylgir þér bæn og einlæg þakkarhlýja. Heil var þin hyggja —sönn i sorg og i gleði. Sumarið brosti, hvar sem spor þin lágu. Góðhugur sannur gerðum þinum réði gekkstu um samur, hjá þeim lágu og háu. Kveðju viö flytjum og þökk við þáttaskilin, þökk fyrir að þti reyndist drengja beztur. Kveiktir þti ljós og glæddir arinylinn alls staðar þar, er birtist þti sem gestur. Færra nti verður um á vinamótum var þér æ tamt að skapa félagsanda. I þinum sporum skutu rósir rótum — rúmið er autt — en merki þitt mun standa. Vormanni sæmir vist i ljóssins löndum, ljúf er þin mynd og skýrt i vitund grafin. Drifhvitu fleyi siglt er seglum þöndum. — Særinn er blár og ströndin geislum vafin

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.