Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Qupperneq 8
Sjöfn Aðalsteinsdóttur eiga 4 börn.
Allir þessir synir eiga góð heimili og
efnilega afkomendur.
Sonur Asgrims, Halldór, — alnafni
afa sins — skipar nú virðulega, þótt
ungur sé, sæti á Alþingi fyrir Aust-
fjarðakjördæmi. Efast ég ekki; um að
sú endurtekning sögunnar og ættar-
starfsins er vel að skapi hins fram-
liðna.
Anna Guðmundsdóttir var lagleg
kona og mikill kvenkostur. Reyndist
hún manni sinum framúrskarandi lifs-
förunautur. Þorsteinn M. Jónsson — sá
dómgreindarmikli maöur og
nákunningi, sagði i afmælisgrein um
Halldór Asgrimsson að hann heföi
veriðsvo lónsamur aðeiga konu, sem I
engu hefði verið minni en hann sjálf-
ur.
Heilsa Onnu hefir lengi verið biluð.
Eigi að siður sýndi Anna frábært þol
við að hjúkra manni sinum. 1 hvert
sinn er honum þyngdi, var sem henni
yxi ásmegin til að hjúkra honum og
íeitahonum liknar. Hún reis af sjúkra-
beði til þess að vaka yfir honum og
þerra svita hans. Hun var að visu ekki
ain við að annast hann, þvi
öll fjölskyldan bar umhyggju fyrir
honum —og var reiðubúin til liðveizlu
með sérhverjum hætti. Það var endur-
gjald kærleika og sterkrar umsjár-
hyggju, sem synirnir höfðu notið
meðan þeir þöfnuðust.
Mestrar hjálpar nutu þau Halldór og
Anna þó hjá syni sinum Guðmundi og
konu hans. Báðar ibúðirnar voru á
sömu hæð á Háaleitsibraut 123 og lágu
saman. Þetta var daglegt samneyti,
aðgát og óþreytandi liðveizla og
þjónusta, — og þar er Anna enn við
sömu skilyrði.
8
Heimili Halldórs og önnu var alla tið
—hvar sem þau höfðu bústað—rómað
fyrir stórmannlega rausn og gestrisni.
Hús þeirra stóð öllum opið, er dyra
leituðu. Gistivini áttu þau óteljandi
marga. Meðal þeirra var meistarinn
Jóhannes Kjarval. Hann var hjá þeim
langdvölum. Heimili þeirra var prýtt
sæg mynda, er hann hafði gefið þeim
að vinargjöfum. lbúð þeirra i Reykja-
vik var hlaðin fjölbreyttu skrauti
málverka og minjagripa.
Geta má nærri, að Anna Guðmunds-
dóttir hafði miklu hlutverki að sinna á
þessu stóra og rausnarmikla heimili,
ekki sizt af þvi að skyldustörf hús-
bóndans kölluðu hann að heiman lang-
timum saman. Þá varð hún oft að vera
bæði húsbóndi og húsfreyja. Fórst
henni þetta svo vel að annálað er.
Astæða er til að taka það fram að hún
naut alltaf aðstoðar góðr a og tryggra
hjúa. Um langt árabil dvöldugamal-
menni og einstæðingar i skjóli þeirra
hjónanna, og léttu þeir undir með
heimilisstörfin, meðan kraftar entust.
VI. „Aldrei gleymist
Austurland”.
Halldóri Asgrimssyni var Austur-
land „landið vöku og drauma”.
Bókasafn hans, er áður hefir verið
minnzt á, var orðið einstakt i sinni röö
sem heimilisbókasafn. Það var ekki að
eins stórt, vel bundið og skipulega
skrásett, heldur voru þar mörg tor-
fengin heimildarrit, sem hann hafði
haft mikið fyrir aö koma i heildar-
eintök og kostað miklu fé til. Þar var
t.d. timaritið Skirnir — allur frá
upphafi. Eimreiðin, Iðunn, Samvinnan
o.s. frv. i heilsteypum.
Hvernig átti hann nú — maður á
förum — að ráðstafa safninu á þá leið,
að það sundraðist ekki, en yrði Austur-
landi aðstöðuauki til menningar?
Þessa spurningu ræddi hann við fólk
sitt. Nú hefir Anna Guðmundsdóttir og
fólkið þeirra fundið svar við spurning-
unni.
Hinn 17. april 1974 ritaði Anna
Guðmundsdóttir, sem situr i óskiptu
búi, sýslumönnum Múlasýslna eftir-
farandi bréf, sem birt eru hér aðalat-
riðin úr:
„Ég leyfi mér að óska þess, að þér
komið eftirfarandierindi á framfæri
við sýslunefndirnar i Norður og
Suður-Múlasýslum.
Hinn 1. des. s.l. lézt eiginmaður minn,
Halldór Asgrimsson fyrrv.
kaupfélagsstjóri og alþingismaður.
Við hjónin áttum bókasafn, sem er
nærri 4000 eintök. Við Halldór .
ákváðum að þessar bækur yrðu
gefnar eftir okkar dag til einhverrar
mennta- eða menningarstofnunar á
Austurlandi.
Ég hefi heyrt að fyrirhugað sé að setja
á stofn héraösskjalasafn á Egils-
stööum fyrir Múlasvslur, og hefi
ákveðið að gefa bokasafn okkar
héraðsskjalasafninu, ef við þvi yrði
tekið með eftirgreindum skilyrðum:
1. Bókasafninu yrði haldið sérgreindu,
eftir þvi sem unnt er.
2. Það verði til afnota á lestrarsal fyrir
þá, er vinna að rannsóknum og
fræðiiðkunum á skjalasafninu, en
ekki til venjulegra útlána.
3. Yfirumsjón með safninu hafi þrir
menn. Kjósi sýslunefndir Múla-
sýslna sinn manninn hvor en ég og
siðan erfingjar okkar Halldórs,
tilefni þann þriðja.
4. Safninu verði tryggð árleg framlög
til viðhalds þess og eflingar, t.d. 10%
af áætluðu verðmæti safnsins við af-
hendingu þess, og yrði það árlega
framlag verðtryggt, þannig að það
hækkaði t.d. i hlutfalli við verð á
bókum.
5. Þegar menntaskóli ris á Egils-
stöðum, fái sá skóli þau afnot af
safninu, er forráðamenn skólans
telja æskileg.
Virðingarfyllst”
Varla þar að efast um það að
Austurland taki manndómlega á móti
gjöfinni og hagnýti hana til
menningar.
Þegar byggt var félagsheimili i
Borgarfiröi eystra, gaf Halldór As-
grimsson myndarlega fjárhæð til
islendingaþættir