Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Side 11
beggja mun minnast hans sem starfs-
manns i þjónustu landbúnaðarins, en
þar átti Bjarni Finnbogason miklum
vinsældum að fagna, bæði meðal
bænda og ekki siður samstarfsfólks i
leiðbeininga- og tilraunastarfsemi
landbúnaðarins. Enda hvarflar hugur
minn við þessa skilnaðarstund, meira
til, æskuára okkar félaganna og siðar
langrar vináttu, sem hefur haldizt yfir
40 ár.
Mér verður þá fyrst hugsað til hinna
gömlu og góðu daga, er við dvöldum og
nutum handleiðslu á Hólastað undir
forystu þeirra merku skólastjóra-
hjóna, Steingrims Steinþórssonar og
konu hans Theódóru Sigurðardóttur,
sem var hin elskaða og virta húsfreyja
þessa stóra heimilis, bæði af okkur
nemendum, kennurum og ekki siður
fólki sveitarinnar, sem fundu sig
kærkomna gesti heima á Hólum, jafnt
hversdags, sem við hátiðleg tækifæri.
Við vorum sammála um það, Bjarni
minn, sem fleiri er þar til þekktu, að
þeim skólastjórahjónum tókst i rikum
mæli að skapa reisn og sannan
menningarblæ á hinu forna mennta-
setri, Hólastað. Á þessum árum voru
Hólar i Hjaltadal menningar- og
kynningarmiðstöð héraðsins, þrátt
fyrir vanefni og erfiðar samgöngur
ekki sizt vetrarmánuðina löngu.
En það voru ekki bara leiðindi kraft-
ar skólaheimilisins, kennarar og þess-
háttar fólk, sem lögðu sitt fram að ver-
an á Hólum yrði i senn gagnleg og
skemmtileg i húmi vetrarins og á
björtum vorkvöldum. Nei, það var
stuðzt við hæfileika og getu hvers og
eins til þess að leggja sitt af mörkum
og þannig þroska hans eiginleika til
dáða og starfs á félagslegum, sam-
stilltum grundvelli.
Við þessar uppeldisaðstæður, ef svo
má segja, þá nutu þinir hæfileikar sin
vel. Þú áttir létt með góðan stil á
móðurmálinu. Það bar okkar skóla-
blað vitni um. Bundið mál var þér
einnig hugleikið, þó feimnin væri of oft
yfirsterkari. Og siðast en ekki sizt þá
var rithönd þin það áferðargóð, skýr
og skemmtileg að ég get ekki látið hjá
liða máli minu til sönnunar, að láta
fylgja hér með ljósritun af visu, er þú
settir i minningarbók eins félaga, þá 18
ára gamall.
Þó hæglátur væri, þá rikti engu aö
siður glens, söngur og græskulaust
,,gaman” i návist þinni. Þú hefur hlot-
ið notadrjúgar gáfur i vöggugjöf, eins
og vænta mátti frá þeim bóða bænda
ættstofni er þú ert af kominn.
Á þeim tima, sem við dvöldum á
Bændaskólanum Hólum, átti ég þess
kost að kynnast 70 til 80 æskumönnum
islendingaþættir
og stúlkum þar á okkar aldursskeiði
og hefi aðeins bjartar og góðar endur-
minningar frá þeim kynnum, (frá
Hólastað þess tima), sem seint hverfa
úr minni, þrátt fyrir fátækt .og um-
komuleysi miðað við nútiðarhætti og
kröfur.
En þegar að þvi kom að mig fýsti
eftir skólavistina á Hólum i Hjaltadal,
að taka mér fyrir hendur námsferð til
fjarlægari landa i leit að frekari
menntun i landbúaði þá varst það þú
og þú fyrst og fremst, sem ég hafði
augastað á úr þessum stóra vinahópi
til þess að fá til samstarfs og liðsinnis i
þessum efnum og erfiðu aðstæðum.
Þrátt fyrir siðar mitt „minna” próf i
sálfræði, þá tel ég mig ekki hafa verið
stóran „mannþekkjara”, en það fór
samt svo að i þetta sinn reyndist min
hugmynd um þennan unga mann á
rökum reist.
I framandi landi, ókunnugur högum
og háttum, félaus og úrræðalitill á
sannkölluðum krepputimum, þá
reyndist þú gætinn, tryggur og góður
vinur.
Ég er ekki að taka þetta fram hér
vegna þess að ég telji að námsdvöl
okkar hafi verið nokkuð erfiðari eða
öðru visi en þá tiðkaðist hjá öðrum
Islendingum erlendis á okkar skeiði er
leituðu út fyrir landsteinana til að
auka við þekkingu sina. Við þessar að-
stæður varst þú alltaf sá rólegi, æðru-
lausi, vinafasti og vongóði félagi á
hverju sem gékk.
Liðsinnis þins i flelags og skemmti-
þáttum skóla okkar á Hólum og siðar i
Noregi, minnumst við samtiðarfólk
þitt með mikilli gleði og þakklæti. Þú
friskaðir upp félagsandann og kimni-
gáfan brást ekki, þó hógværðin væri
ætið i öndvegi höfð hjá þér. Ég veit þvi,
Bjarni minn, að ég mæli fyrir hönd
þins samferðafólks hér og erlendis i
leik og starfi, þegar ég segi: Hafðu
mikla þökk fyrir góðan félagsanda og
trygglindi við menn og málefni.
Ég vil að lokum senda hugheilar
samúðarkveðjur okkar hjóna til Sigur-
laugar og barnanna, ennfremur til
aldraðra foreldra á Akureyri, bræðra
hér i Reykjavik og fóstursystur.
E.B. Malmquist.
t
Bjarni var fæddur 27. febrúar 1918
að Svartárdal i Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði. Foreldrar hans voru hjón-
in Sigrún Eiriksdóttir og Finnbogi
Bjarnason bóndi og siðar verzlunar-
maður Akureyri.
Bjarni lauk námi við bændaskólann
á Hólum i Hjaltadal árið 1935. Fór
skömmu siðar til Noregs og stundaði
þar nám við búfræðikennaraskólann á
Sem og útskrifaðist þaðan i árslok
1939. Skömmu eftir að hann kom heim
til Islands gerðist hann starfsmaður
hjá nautgriparæktarsambandi Eyja-
fjarðar og var hann þar til ársins 1957
að hann réðst til Búnaðarsambands
Dalamanna. Bjarni var héraðsráðu-
nautur i rúm 15 ár og fyrsti ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Dalamanna.
Það féll i hans hlut að móta starfið,
kynna Sér staðhætti, búrekstur bænd-
anna og möguleika þeirra til bættrar
afkomu. Bjarna veittist þetta verk
létt, þvi hann var skarpgreindur,
fróður vel, hress i bragði og gat sér
orðstir góðan, hvar sem hann kom.
Hann átti létt með að .leiðbeina og
11