Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Síða 13

Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Síða 13
Friðjón Þórarinsson Fæddur 10. nóvember 1925. Dáinn 27. janúar 1975. Skrifað stendur með hinu gullna letr- inu sögunnar: „Vertu trúr yfir litlu og ég mun setja þig yfir mikið”. Ég, sem þessar linur skrifa, hef þekkt marga menn, sem voru og eru trúir yfir litlu, sem unnu af öllum sin- um hug og af öllu sinu hjarta að þeim verkefnum, sem þeim voru falin hverju sinni, og að þeim hugðarefnum, sen. þeim voru heilög skylda, sjálfra sin vegna og vegna þeirrá, sem þeir unnu hugástum. Friðjón var einn af þeim mönnum, hann vann sér traust i starfi af þeirri trúmennsku, sem vinn- an framast krefst. Hann vann af heil- um hug aö þeim félagslegu malefnum sem hann bar fyrir brjósti, og lagði allt sitt lið sameiginlegri baráttu vinnandi manna fyrir betri lifskjörum, bjartara mannlifi. Hann var heimili sinu, konu og börnum, sá förunautur og faðir, sem allt leggur i sölurnar, sem allt gefur. Hann var vinur i raun, fáorður um sinn eigin hag, hægur og gagn- prúöur i allri framgöngu, hver sem i hlut átti. Aö vera trúr yfir litlu, er að vaxta sitt pund á þann veg, að hver ein manns gerð verði sjálfum manni og samfélaginu til góðs, og það er að vera settur yfir mikið, þar sem hin mikla mannfélagsheild er uppbyggð af þeim éinstaklingum, sem eru trúir yfir litlu, og gera lifið þess virði að lifa og gleðj- ast meðal manna. Og þvi auðugra er vort land og vort fámenna þjóðfélag, sem fleiri menn ganga brautina fram með þeim lifsvilja að láta ætið gott af og isingarhættu vegna væntanlegra raflinulagna um þessi svæði, hvar sem handtaka var þörf að hverju sinni, ávallt sami brennandi áhuginn um að verkefnið væri fljótt og vel af hendi leyst. Guðmundi tókst ævinlega aö safna að sér ótrúlega góðu starfsiiöi til þess- ara erfiðu verka og einnig á þeim tim- um sem hvað erfiöast var um starfs- menn vegna mikillar eftirspurnar. Honum tókst þvi að ná miklum og góö- um árangri i þessari sérhæfðu bygg- ingargrein. íslendingaþættir sér leiða, en þannig var Friðjón, og slik voru kynni min af honum, þau tuttugu ár sem við áttum samleið. Friðjón fæddist 10. nóvember 1925 á Þorbrandsstöðum i Vopnafjarðar- hreppi. Foreldrar hans voru hjónin Salina Einarsdóttir Helgasonar bónda á Þorbrandsstöðum og vfðar, fædd 5. april 1889, dáin 1952, og Þórarinn Ketilsson Ogmundssonar úr Borgar- firði eystra, fæddur 7. nóvember 1875, dáinn 1948. Þórarinn faðir Friðjóns var tvigiftur, fyrri kona hans var Helga Sigurborg, fædd 1874, á Valþjófsstað, i Fljótsdals- hr. Guðnadóttir Oddbjarnarsonar og Ra.f magnsveitur rikisins sem hann helgaði starfskrafta sina, allt frá þvi hann var unglingur og til dauðadags eða i um 27 ár munu lengi búa að giftu- drjúgum störfum Guðmundar E. Hannessonar við raflinulágnir um byggðir og öræfi Islands.þótt hiö svip- lega fráfall hans hafi borið að á miðj- um starfsaldri. Hann varð islenzku þjóðinni giftudrjúgur þegn með starfi sinu. Við hjónin vottum fjölskyldu hans innilega samúö. Guðjón Guðmundsson Signýjar Jónsdóttur, Þórarinn og Helga áttu fimm börn. Alsystkini Friðjóns voru þrjú. Af þessum systkinahópi eru þrjú farin yfir á friðarlandið á undan hon- um. Þau fimm, sem eftir iifa, eru flest hér á höfuðborgarsvæðinu, og hefur ætið verið mjög góð og náin vinátta milli þeirra systkina sem bezt kom fram einmitt nú að undanförnu þegar aö bar veikindi og andlát bróður þeirra. Friðjón ólst upp hjá foreldrum sin- um til 15 ára aldurs, var siðan i vinnu- mennsku á ýmsum stöðum þar til hann fluttist til Reykjavikur á vordögum 1947, og þar bjó hann lengst af siðan. Ekki verður i þessari fáorðu vinar- kveðju rakinn æviferill Friðjóns, en aðeins sagt að hann ólst upp i fátækt, eins og flest börn alþýðunnar á þeim árum, hann gekk þvi ekki menntaveg- inn, þó hann hefði til þess góða hæfi- leika, aðeins vinnan var hans skóli. Hann var verkhagur og sivinnandi reglumaður, hann unni mjög fögrum listum og þvi var hans mesta yndi að ganga þar um sali sem málverk og önnur myndlist var til sýnis. Það voru þau frávik, sem hann neitaði sér sizt um. t Reykjavik kynntist Friðjón eftir- lifandi konu sinni Fanneyju Tryggva- dóttur og gengu þau i hjónaband 3. október 1953. Þau eignuðust þrjú börn saman, Tryggva f. 1955, Þórarinn f. 1958 og Gróu f. 1965. 011 eru þau syst- kini á viðkvæmum skólaaldri. Auk þess átti Fanney son áður en hún gift- ist Friðjóni, hann heitir Jóseph og er f. 19. marz 1944, en milli þeirra Friðjóns og Jósephs tókst svo góð vinátta frá fyrsta til siðasta dags, að betra verður ekki á kosið, og var Jóseph eins og þau öll systkinin móður sinni styrkur og stoð i veikindum Friðjóns og honum Frh. á bls. 15 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.