Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Page 14
hjotiu ara
Eiríkur Þorsteinsson
Eirikur Þorsteinsson fyrrv. kaup-
félagsstjóri og alþingismaöur varö
sjötugur 16. febrúar.
Hann fæddist 16. febrúar 1905 í Gróf-
arseli i Jökulsárhlfö. Foreldrar hans
voru Þorsteinn bóndi ólafsson og kona
hans Jónina- Arngrimsdóttir, er siöar
bjuggu i Firði I Seyðisfiröi.
Hann var ungur tekinn i fóstur af
móðurbróöur sinum Eiriki Arngrims-
syni og konu hans Helgu Sigbjörns-
dóttur, er bjuggu á Surtsstöðum i
Jökulsárhliö, ágætum hjónum.
Hann ólst þar upp viö algeng bústörf
og mun snemma hafa tekið til hendinni
á búi fóstra sins, þvi að Eirikur
Arngrimsson var lærður smiður, og
vann mikiö aö smiöum utan heimil-
is. Eirikur Þorsteinsson tók próf frá
Samvinnuskólanum 1928. Vann síöan
næstu tvö ár hjá Kaupfélagi Langnes-
inga og veitti eitt ár forstöðu Kaupfél.
Grimsnesinga, unz þaö var sameinaö
Kaupfél. Arnesinga. Varö kaupfélags-
stjóri á Þingeyri viö Kaupfélag Dýr-
firöinga i sept. 1932 til 1960. Hann kom
til okkar og gerðist kaupfélagsstjóri i
Kaupfélagi Dýrfiröinga þegar okkur
reið allra mest á.
Hiö unga kaupfélag okkar lenti i
fjárhagsöröugleikum á fyrstu árum
þess, upp úr lokum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, er nærri höfbu riðið þvi að
fullu, en meö góðri hjálp Sambandsins
tókst þvi aö halda lifi næstu 10 árin, þó
aö framfarirnar væru ekki stórstigar.
En að loknu þessu timabili, sem hjálp
Sambandsins var bundin við átti að
hefja endurgreiðslu á því láni, sem
veitt var og halda starfinu áfram og
meö rismeiri hætti en verið hafði
þangað til. Og þaö tókst. Þaö var þó
sannarlega ekki létt verk áriö 1932 og
næstu árin á eftir, aö vinna upp fyrir-
tæki og hefja alhliða sókn á framfara-
brautinni, sem allir vonuðu og vildu
vinna aö, og einhvern veginn lá i loft-
inu, aö framundan væri hjá landi og
þjóð.
Þetta tókst meö þvi aö sniöa stakk-
inn eftir vextinum og fara hægt i
sakirnar og þaö kunni Eirikur Þor-
steinsson, þó að flestum þeim, sem
kynni hafa haft af honum, mundu hafa
haldið, að honum væri annað betur
lagiö.
Hitt skal játaö, aö eftir að fór aö
rýmkast um á efnahagssviöinu hjá
þjóðinni uröu framkvæmdirnar stór-
14
stigari, sem vonlegt var. En þó var
góður grundvöllur lagður, m.a. með
samvinnuútgeröarfélagi Sæhrimnis og
fleiru, fyrir þann tíma, og naut héraðiö
þar framsýni og djörfungar Eiríks
Þorsteinssonar, eins og i fleiru, bæöi
fyrr og siðar.
En þessi afmælisgrein átti ekki að
vera saga Kaupfélags Dýrfirbinga, þó
að Eirikur og verk hans mótuöu fyrst
og fremst sögu þess og framkvæmdir i
héraðinu i meir en aldarfjórðung, er
hann veitti kaupfélaginu forstööu.
Þeirri sögu hafa þegar veriö gerð skil
áöur.
Eirikur Þorsteinsson var merki-
legur og mikilhæfur persónuleiki, og
eru slikir menn ekki á hverju strái.
Hann sá alltaf úrræöi framundan og
átti dugnað og skerpu til aö
framkvæma það, sem gera þurfti.
Stundum var eins og hann væri
gæddur ófreskisgáfu og sæi það rétta
og framkvæmanlega, þar sem öörum
kom ekki i hug aö svo ætti aö gera.
Hann var um tima oddviti i Þingeyrar-
hreppi og beitti sér þá fyrir vegagerö
m.a. inn meö Dýrafiröi aö vestan og
flýtti það mjög fyrir vegagerö kring-
um fjöröinn, sem var hin mesta
nauðsyn. Þingmaöur Vestur-ls-
firöinga varð hann 1952, er Asgeir
Ásgeirsson varö forseti Islands og á
þingmennskuárum hans kom hann
ýmsu i framkvæmd, sem viö búum viö
nú i dag, en þá þóttu f jarlægir draum-
ar. Vil ég hér nefna þaö, aö hann var
fyrsti áhuga- og hvatamaður þess aö
Vestfirðir kæmust i akvegasamband
við aðra landshluta. Hann fór fyrstur
manna á jeppabíl af Hrafnseyrarheiði
og inn á hálendiö til aö athuga hvort
þar væri greiðfært vegastæöi. Varð
þaö framtak hans til þess aö þeir, sem
vegamálunum stjórnuðu fóru aö
athuga vegastæði, er tengt gæti hina
einangruöu Vestfirði og var fljótlega
fundin farsæl lausn um vegastæöi. Þá
vil ég nefna það, að þegar I alvöru var
fariö að hugsa um raforkuframleiðslu
fyrir Vestfirði meö virkjun fallvatna i
botni Arnarfjaröar, var lfka verið aö
vinna aö slikum málum fyrir Austur-
land, og varb Grimsárvirkjun á undan
okkar fyrirhuguöu virkjun. Sú virkjun
varð dýr og að ýmsu erfið, en fjár-
hagsgeta þjóöarinnar þá mjög tak-
mörkuð, og kom þá afturkippur I þá
ætlun aö Vestfjaröavirkjun fylgdi
strax á eftir. En þingmaðurinn okkar
sá hve mikiö var hér I húfi, og vann að
þvi og fékk loforð um það hjá viðkom-
andi ráðamanni, aö haldið yröi áfram,
og var það gert, til ómetanlegs happs
fyrir héraðiö.
Ég vil geta þess hér svo aö það
gleymist ekki, aö Eirikur Þorsteinsson
fann fljótt, þegar umsvif jukust, er
peningar striösáranna fóru aö
streyma inn i landið, að samgangur á
sjó, þó betri væru þá en nú, voru ekki
fullnægjandi. Tók hann það þá til
bragös fyrstur manna, aö nota bilveg-
inn til Stykkishólms, til þess að komast
fljótar á milli Reykjavikur og Þing-
eyrar og fara þaban meö Breiöafjarö-
arbátnum til Brjánslækjar, ganga
þaöan yfiriTrostansfjörð, fá þangaö
trillubát frá Hrafnseyri eöa Auökúlu
og ganga siðan yfir Hrafnseyrarheiði
til Þingeyrar. Komst hann þannig á
milli Þingeyrar og Reykjavikur á 23
1/2 tima, eða tæpum sólarhring, og
þótti slfkt mikil hraöferö á þeim tima.
Þessa leiö fór Eirikur oftar en einu
sinni og stundum slógust fleiri i hópinn
og var fariö að kalla leiöina milli
Trostansfjarðar og Brjánslækjar
islendingaþættir