Íslendingaþættir Tímans - 08.03.1975, Page 16
75 ára
Guðfinnur Þorbjömsson
vélstjóri
Guðfinnur Þorbjörnsson vélstjóri,
varð 75 ára hinn 11. janúar sfðastlið-
inn, en hann er fæddur árið 1900 —
sjálft aldamótaárið, en sem kunnugt
er þá er visst fólk á Islandi gjarnan
kennt við það, sem sé þeir aldamóta-
menn, en það eru einhvers konar Súp-
er-íslendingar, eða rauðir varðliðar,
sem brutu af sér drungalegar hefðir
sögunnar og blóð þeirra náði aldrei aö
kólna.
1 aldamótamönnum mættust
raunverulega tvær aldir, tvær þjóðir,
við undarlegustu aðstæður brutust
þeir til mennta og héldu opinni hurð
fyrir nýjungum erlendis frá, en á
sama tima börðust þeir gegn erlend-
um áhrifum á Islandi og hófu allt is-
lenzkt til skýjanna. I þessu er fólgin
mikil þversögn þótt enginn efist um
gildi aldamótamanna fyrir tsland.
Aldamótamenn eru þvf merkileg-
asta kynslóð Islendinga á seinni öld-
um, en samt veit enginn nú hvers
vegna hann Jónas frá Hriflu var svona
eins og hann var, hann Guðbrandur i
áfenginu, eða hann Jón Baldvinsson,
en þeir og þeirra likar hófu almenning,
Islendinginn sjálfan til virðingar og
leiddu til öndvegis i landinu.
En aldamótamenn voru fleiri en
þeir, sem fæddir voru árið 1900 og
fleiri en þeir, sem stóðu i sviðsljósinu
vegna stjórnmálabaráttu, eða
stjórnmálaskoðana, þótt þeirra sé á
hinn bóginn minna getið i sögu og
umræðu. Þeir eru allir þeir sem, börð-
ust fyrir tsland á fyrstu áratugum
aldarinnar og skila af sér þvi þjóð-
félagi, sem við búum við i dag i skipt-
um fyrir það þjóðfélag er verið hafði i
þessu landi siðan á Sturlungaöld, eða
liölega það. Þetta voru menn, sem
enga framtið áttu aðra er þéir sjálfir
skópu i landi sem virtist án auös og án
nýrra tækifæra. Mér verður oft hugsað
til Guðfinns og annarra sjómanna,
þegar ég hugleiði fylkinguna alda-
mótamenn.
Guðfinnur er bóndasonur, en for-
eldrar hans voru þau Þorbjörn Finns-
son (f. 20. júni 1863 i Álftagróf,
Dyrhólahreppi dáinn 1948) og Jónina
Jónsdóttir (frá Helliskoti i Mosfells-
sveit (1864-1949).
Guðfinnur Þorbjörnsson hóf járn-
smiöanám árið 1920 og lauk prófi frá
16
Vélskólanum árið 1925. Siðan tóku við
alls konar störf, sem ekki er unnt að
telja upp hér, en hann ræðst fyrst sem
vélstjóri á togara árið 1926 siðan taka
við alls konar tæknistörf til sjós og
lands, annað hvort við vélstjórn eða
verksmiðjustjórn i sildarverksmiðj-
um.
Guðfinnur er að þvi leyti til
óvenjulegur vélstjóri, að hann vinnur
einnig verksfræðistörf ef þvi er að
skipta. Honum nægir að hugsa sig um
og hann hefur á stundum leyst auð-
veldlega ýmis verkefni i vélfræði, sem
staðið hefur i ýmsum lærðari. Má
þar nefna daviðurnar, sem halda
björgunarskipinu Gísla Johnsen uppi
og breytingarnar á togaranum
tsborgu i flutningaskip. Er mér það
minnisstætt að þegar Isborgin var
sjósett i slippnum eftir breytinguna,
var djúprista hennar nákvæmlega sú
sem Guðfinnur hafði sagt fyrir.
Nú er það ekki meiningin að fara að
lofa þennan aldna meistara og véla-
mann með þvi að eigna honum meira
en hann á — eða með þvi að kasta
steinum i stéttir verkfræðinga — þvi
enginn maður talar eins virðulega um
þekkinguna og Guðfinnur. Hann hefur
aðeins haft betri haus en margir aðrir
og liklega meiri kjark.
Ég hef átt þess kost að fylgjast með
skrifum Guðfinns og hefi fylgt honum
þannig yfin heiðar noröur fjöll, gengið
að vetrarlagi með honum suður
Strandir. Séð draugalegar sildar-
fabrikkur hima undir fjöllum i vetar-
rökkrum og váskaða. Lika verið með á
sumardegi, þegar sildarstúlkur höfðu
stytt sig og dixiimenn gengu i svefni til
vinnu i törninni, en þá lá mökkurinn og
skitalyktin yfir síldarbænum vikum
saman. Það varð hluti af lifsverki
Guðfinns Þirbjörnssonar, að smiða
svona fabrikkur og láta þær i annan
tima snúast og mala gull.
Nú hefur Guðfinnur lagt af að
teikna vélar — eða segist að
minnsta kosti vera hættur þvi og hann
hefur borið sig i land fyrir fullt og fast.
NU vakir hann um nætur yfir vörum i
draugalegum portum Hafskips hf.,
sem um margt minnir á sildar-
fabrikku, sem skipt hefur á haustnótt-
um á sildarmjölssekkjum og draug-
um. Stundum hringir hann á kvöldin i
mig, eöa ég i hann og guð veit að þá er
hann ekki gamall og hann gefur þér
stundum nýja von. Þá ræðum við um
bókmenntir og ef til vill eitthvað fleira,
sem ekki heyrir undir vélfræði og
smurning, þvi guð gaf honum iika ást á
fegurð og listum. Segja má þvi að þótt
kappinn sé á vissan hátt kominn niður
á annað hnéð núna fyrir elli, þá geti
hann sagt eins og islenzkur ráðherra
þegar hann gekk fyrir danska kónginn
og lét fallast á annað hnéð i staðinn
fyrir bæði, sem var siður við hirðina:
Ég lit hátigninni með öðrum, fætinum
en stend á rétti minum með hinum.
Ég vil fyrir hönd okkar Guðmunda.
Jenssonarog Sjómannablaðsins þakka
Guðfinni ágæt störf i þágu Vikingsins.
Þar hefur hann verið ódrepandi — ým-
ist að segja þjóö sinni til syndanna, eða
til vegar. Ekki hafa allir verið sam-
mála Guðfinni um það sem hann skrif-
ar — sem betur fer — en einhvern veg-
inn er það svo, að þegar grein eftir
hann hefur vantað i Vikinginn þá sést i
þaö skarð. Að lokum óskum við Guð-
finni og konu hans Mörtu Pétursdóttur
alls hins bezta i framtiöinni.
Jónas Guðmundsson.
islendingaþættir