Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 2
Jónas veðurfræðingur F. 3. mars 1917. D. 18. des. 1974. Jónas Jakobsson, veðurfræðingur, var framarlega i þeirri mikilvægu fylkingu íslendinga á tuttugustu öld, sem heyjaði sér þekkingu og reynslu úti i heimi og færði hana þjóð sinni heim i lifsstarfi, sem bætti lifshag hvers einasta manns i landinu. Slikir menn eru i senn hamingjugjafar og hamingjuþegar i rikum mæli, hafi þeir manndóm og styrk til þess að leysa hlutverk sitt af hendi með þeirri reisn, sem til þarf. Slikur maður var Jónas Jakobsson að allra dómi, er gerst þekktu og skildu. Hann var einstakt valmenni i öllum mannlegum sam- skiptum og ágætur vfsindamaður, sem kunni að beita þekkingu til rikulegs árangurs við erfið, islenzk viðfangs- efni. Jónas Jakobsson fæddist i Haga i Aðaldal I S-Þing. 3. marz 1917 og ólst þar upp i fjölmennum systkinahópi viö mikla fátækt i bernsku en jafnframt brunn menningarheimilis, þar sem saman fór mikið likamlegt starf, og lestur góðra bóka. Faðir hans var Jakob Þorgrimsson, bróðir Adams Þorgrimssonar hins kunna kennara og prests íslendinga i Kanada, og Bald- dóttir hennar, Ernu frænku, sem var stoð og stytta móður sinnar á ævi- kvöldinu, sem var orðið langt. Sólveig var á 88. aldursári og hafði mestan hluta ævinnar verið mjög hraust. En siðustu árin þjáðist hún af hjartasjúkdómi, sem hún gerði sér fulla grein fyrir að yrði hennar aldur- tili. 1 minum augum var Sólveig stór- brotin heiðurskona, sem hélt fast við gamla siðu. Hún var dóttir embættis- manns og giftist embættismanni og bar þess augljós merki i allri reisn inni, enda barn þeirrar kynslóöar, sem nú er senn á förum. Hún var f lifi sinu gæfukona og mikil gæfa varð þaö henni að geta haldiö heimili með dótt- ur sinni, þegar hún var orðin ekkja, halda heimili, þar sem allir vinir og kunningjar voru ævinlega velkomnir. Sólveig giftist 2. júli 1908 Sigurði Eggerz. og var fyrsta heimili þeirra i 2 Jakobsson vins Þorgrimssonar föður Steingrims skálds i Nesi. Þorgrimur var sonur Péturs Jónssonar á Stóru-Laugum. Móðir Jónasár var Sesselja dóttir Vik i Mýrdal. Þar eru börn þeirra tvö fædd, Erna, lengst bannkaritari i Ot- vegsbankanum og Pétur, sendiherra. Ég votta þeim og öðrum aðstandend- um samúð mina. Blessuð sé minning Sólveigar Egg- erz. Kristján B.G. Jónsson Sólveig var dóttir Kristjáns Jóns- sonar, dómstjóra, f. 4. marz 1852, d. 2. júli 1926, Sigurðssonar bónda og al- þingismanns á Gautlöndum, og Sóí- veigar Jónsdóttur, Þorsteinssonar prests i Reykjahlið, og önnu, f. 30. júli 1852, d. 2. des. 1921, Þórarinsdóttur prófasts i Görðum á Alftanesi, Böðvarssonar. Þau Kristján og Anna áttu alls 8 börn og lifir nú aðeins ein dóttirin, Ása, f. 2. des. 1892, yngsta barnið. Hún dvelur nú á elliheimili i Hróarskeldu. Jónasar Sigurðssonar frá Fagranes- koti og Jónu Andrésdóttur, Ölafssonar 1 Fagranesi. Jónas Jakobsson var snemma bók- hneigður og námfús og vakti athygli fyrir góðar námsgáfur þegar á ung- lingsaldri og i Laugaskóla, þar sem hann var við nám 1932-’33. Siðan lauk hann gagnfræðaprófi og settist i stærð- fræðideild i 4. bekk Menntaskólans á Akureyri 1939 og lauk stúdentsprófi þar 1941. Hann hélt þá þegar vestur um haf og stundaði veðurfræðinám við Kaliforniuháskóla i Los Angeles, lauk B.A-prófi i þeirri grein 1944. Siðan stundaði hann veðurfræðistörf hjá Pan American Airways i San Francisco næsta ár og kom heim 1945 og réðst veðurfræðingur á Veðurstofu Islands, þar sem hann starfaði alla stund siðan viö miklar vinsældir og góðar orðstir. Námsárin i Ameriku munu hafa orðið Jónasi örðug vegna þröngs fjárhags, og hann reyndi að framfleyta sér með ýmsum störfum þar samhliða námi. En þrautseigja hans, námshæfni og dugnaður sigraði þar i hverri raun. Samfara störfum i veðurstofunni kenndi Jónas flugnemum og flug- mönnum veðurfræði á mörgum nám- skeiðum allt frá 1947. 12. október 1946 kvæntist Jónas eftir- lifandi konu sinni Ljótunni Bjarnadótt- ur frá Héðinshöfða á Tjörnesi, dóttur Bjarna Stefánssonar frá Kaldbak og Hólmfriðar Jónasdóttur. Þau eignuð- ust þrjár dætur. Elzt er Unnur, gift Brynjólfi Þórðarsyni, vélstjóra. Þá Sif gift Hauki Jóhannssyni jarðfræði- nema. Þau dveljast erlendis, þar sem Haukur er að ljúka doktorsprófi. Yngst er Erna ógift og dvelst enn heima. Það er ekki ofmælt, að Jónas hafi verið óvenjulega vinsæll maður og vinmargur, enda studdi starfið að miklum mannakynnum. Hann var glaðlyndur og alúð hans brást aldrei. Jafnframt var hann gerhugull i bezta lagi og átti bæði þá mýkt og styrk i lunderni, sem laðar og vekur óskorað traust, jafnt i sambúð við nákomna sem samverkamenn og kunningja. Aðaldalur er einkar fögur sveit, og umhverfi Haga á eystri bakka Laxár íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.