Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 22.03.1975, Blaðsíða 16
Áttræður Georg Jónsson fyrrum bóndi Mánudaginn 24. febrúar sl. varð átt- ræður sá sómamaður Georg Jónsson, fyrrverandi bóndi á Reynistað i Skerjafirði. Þegar maður litur Georg eða tekur hann tali, hvarflar aldrei að manni að þar fari svo aldraður maður. Slfkt er allt hans fas og hugsun. Hann er sistarfandi og les mikið. Hefur alla tið bókhneigður verið, og á mikið bókasafn. Þau eru orðin nokkuð löng kynni min af Georg Jónssyni og hans heimili, eða allar götur siðan 1939. Þau urðu mjög náin 1942 þegar ég fluttist með mina fjölskyldu undir hans þak. Við vorum leigjendur hjá þeim hjónum næstu 16 árin. Það má með réttu segja að Georg sé mjög sérstæður maður að manngildi. Ég held að ég hafi engum manni kynnzt jafn vinnuglöðum, harðdugleg- um og vammlausum i öllu sinu iiferni. Það var oft langur vinnudagur hjá Reynistaðarbóndanum, t.d. stundaði hann vor- og sumardaga hrognkelsa- veiðar með búskapnum. Þá var farið á fætur um miðjar nætur til þess að leggja net og vitja um þau, þvi snemma þurfti að vera að landi komið. Alla tið rak Georg stórt kúabú, og það þurfti að vera búið að mjólka og kæla mjólkina og koma henni i mjólkurstöð um áttaleytið á morgn- ana. Það var auðvitað með hestvagni flest árin, þar til dráttarvélin tók við og ferðin var fljótfarnari. Sjaldan held ég að það ,,hafi komið ofan i hey” hjá Georg. Hann var með afbrigðum veðurglöggur, og væri veð- urútlit þannig þá var unnið fram yfir miðnætti, eða farið til vinnu upp úr lágnættinu og búið að bjarga heyinu þurru þegar aðrir risu úr rekkjum og farið að rigna. Kona Georgs var Margrét Kjartans- dóttir, önfirskrar ættar, kennara- menntuð, en konu si'na missti Georg árið 1960. Margrét var stórbrotin kona að allri gerð, og mátti segja að mikið jafnræði væri meö þeim hjónum að allri ráðdeild og dugnaði, enda var hjónaband þeirra mjög farsælt. Margt hjúa höfðu þau hjón, skyld og vanda- laus, og sum dvöldu hjá þeim árum saman. Margir voru og þeir sem höfðu lent i timabundnum erfiðleikum, en áttu visan samastað hjá Reynistaðar- hjónum unz úr rættist. Slik var gjaf- miidi Margrétar og hjartagæska, að þess munu margir lengi minnast, enda mun hún alla tið hafa haft frjálsar hendur frá bónda sinum, og ekki eftir talið af honum. Það eru eðliskostir Georgs, sem mér eru hvað efstir i huga, hin dæmafáa óeigingirni. Ég gat aldrei fundið að hann gerði neinar kröfur fyrir sig, en allt gert til þess að láta íjölskyldu og raunar vandalausum lika liða sem bezt. Aldrei þetta stóra ,,ÉG” sem heimurinn á alltaf svo mikið af. öll þau ár, sem ég og fjölskylda min bjó undir þaki þessara hjóna, held ég að við höfum aldrei fundið til þess að við værum leigjendur. Það mátti nán- ast segja að þau hjón væru eins og for- eldrar okkar allra. Aidrei voru fimm börn min fyrir með ærsl sin og gaura- gang nema siður væri. Georg er barn- góður með afbrigðum, og i dag njóta bamabörn min þess. Ég sé ennþá eftir 21 ár ljómann i augum þessa mikla at- orku- og kappsmanns, þegar hann var að vinna á dráttarvélinni með yngsta son minn, tveggja ára gamlan, fyrir framan sig á vélinni mikinn part úr deginum, og lofaði honum að halda um stýrið með sér. Þegar hann var hreyk- inn að lýsa þvi fyrir mér, að nú væri drengurinn farinn að leggja rétt á stýrið sjálfur, og vissi hvenær ætti að taka beygju. Hvernig hafði Georg tima til þessa og þolinmæði? Georg er fæddur að Strýtu i Hamarsfirði 24. febrúar 1895. Föður- ætt Georgs kynntist ég ekki, enda lézt faðir hans frá þeim systkinum ungum. Jón faðir Georgs, mun hafa verið mik- ill hagleiksmaður. I móðurætt Georgs er langlifi mikið og einstök hreysti, andleg og likamleg. Ólöf Finnsdóttir, móðir hans, lézt hjá önnu dóttur sinni 92ja ára að aldri, og hélt andlegri heilsu og minni alla tíð. Sama er að segja um Kristrúnu móðursystur hans, sem andaðist 102ja ára gömul, en móðursystkini hans munu öll hafa náð áttræðisaldri, og meira. Bræður Georgs, Rikharður myndhöggvari, Finnur listmálari og Karl læknir, eru allir komnir yfir áttrætt, og stunda sina iðju sem ungir væru. Georg tók próf frá bændaskólanum á Hvanneyri árið 1918, og hefur honum notazt það nám vel eins og annað, sem hann hefur fyrir sig lagt. Þau Georg og Margrét eignuðust tvö börn, önnu, stúdent, húsfreyju i Reykjavik, og Kjartan, búfræðikandi- dat og stórbónda á Ólafsvöllum á Skeiöum. Bæði eru þau vel gift og eiga efnileg börn. Ég get einskis betur ósk- að þeim, en að þau megi erfa mann- kosti afa og ömmu. Að endingu Georg, þakklæti frá mér og minum, og ósk um að þú megir njóta ókominna daga eins og þú hefur til unnið. Guðrún I. Jónsdóttir. 16 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.